Opið bréf til forsætisráðherra Kjartan Geirsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Ef skuldaleiðréttingin er réttlætismál, hvar er þá mitt réttlæti, herra Sigmundur Davíð? Ég kaus Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum vegna þess að sá flokkur lofaði mestu þegar kom að því að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimilanna. Mér leist ágætlega á þær tillögur sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum þó svo að ég hafi verið á þeirri skoðun að það réttasta í stöðunni væri að leiðrétta einungis lán þeirra sem keyptu fasteign á árunum 2005-2009. Það er nefnilega eini hópurinn sem varð fyrir forsendubresti, þar sem eignaverð lækkaði á tímum óðaverðbólgu á þessu tímabili. Skuldaleiðréttingin hefur hins vegar tekið töluverðum breytingum síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar. Það átti að leiðrétta tímabilið frá 2007-2010 og leiðréttingin átti að taka til þess hluta verðbólgu sem fór yfir 4,8% á þessu tímabili. Síðan þá hafa ansi mörg lauf fallið af fallega Framsóknartrénu. Leiðréttingartímabilið hefur verið stytt í tvö ár auk þess sem fallið hefur verið frá vísitöluviðmiðinu (4,8%) og 80 milljarða hámark sett á niðurfellinguna sem þýðir að leiðrétting hvers og eins skerðist ef yfir 92% skuldara sækja um. Ákveðið var að fara „almenna leið“ í nafni sanngirni, jafnræðis og réttlætis. En þegar niðurstöður umsækjenda verða birtar í haust er ég hræddur um að margir þeir sem gerðu sér væntingar um skuldaleiðréttingu muni vakna upp við vondan draum. Fólki er mismunað eftir hjúskaparstöðu auk þess sem lánsveðshluti fólks er ekki leiðréttur þar sem veðið hvílir á annarri eign. Einnig geta þeir sem eru búsettir erlendis og hafa selt sína eign eða greitt upp sín lán ekki sótt sína leiðréttingu þar sem hún er framkvæmd í gegnum skattkerfið. Skuldaleiðréttingarfrumvarpið tilgreinir „heimili“ í stað þess að horfa á lántaka/skuldara í hverju tilviki fyrir sig. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort um er að ræða skyldmenni sem búa saman, hjón eða sambúðarfólk. Lögin eru samt skýr að því leyti að sambúð veitir engan rétt né skyldur yfir eignum og skuldum sambýlisaðila líkt og í hjónabandi. Samt sem áður er réttur sambúðarfólks til skuldaleiðréttingar skertur vegna maka og hafi einstaklingur verið í sambúð á árunum 2008-2009 í heild eða hluta, en er í annarri sambúð í lok árs 2013, þá getur viðkomandi lent í tvöfaldri skerðingu. Árið 2008 var ég í skráðri sambúð en þrátt fyrir að mín fyrrverandi sambýliskona hafi aldrei verið skráð fyrir eigninni né skuldinni er henni veitt skattaívilnun og minn réttur til leiðréttingar skertur á móti. Við vorum einungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendubrestur? Seinnihluta ársins 2013 hóf ég sambúð að nýju. Samkvæmt frumvarpinu er ég og mín nýja sambýliskona skráð sem „heimili“. Við það skerðist minn hlutur enn og aftur og í þetta skipti niður í núll á þeim forsendum að sambýliskonan fékk 110% leiðréttingu árið 2011, löngu áður en við kynntumst. Ég spyr aftur: Hvað kemur það mér við að sambýliskona mín hafi fengið leiðréttingu áður en ég kynntist henni? Hvaða máli skiptir hjúskaparstaða mín núna, 5-6 árum eftir leiðréttingartímabilið, og þá sérstaklega þar sem hún hefur breyst frá leiðréttingartímabilinu auk þess sem einungis er um sambúð að ræða? Ég á ekkert tilkall til íbúðar núverandi sambýliskonu minnar, hvorki nú né við fráfall eða sambúðarslit, samt er réttur minn skertur vegna þessa. Mín lán hafa hækkað yfir 50% á níu árum og er eignin mín verulega yfirveðsett í dag. Ég spyr því: Hvernig er hægt að kalla þetta almenna aðgerð ef einstaklingar eins og ég, sem þurfa hvað mest á niðurfellingu að halda, eru skildir eftir vegna galla í útfærslu á meðan fólk sem borgar auðlegðarskatt fær sína leiðréttingu að hjúskaparskilyrðum uppfylltum? Hvar er mitt jafnrétti, mín sanngirni og mitt réttlæti í þessum aðgerðum, hæstvirtur forsætisráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ef skuldaleiðréttingin er réttlætismál, hvar er þá mitt réttlæti, herra Sigmundur Davíð? Ég kaus Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum vegna þess að sá flokkur lofaði mestu þegar kom að því að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimilanna. Mér leist ágætlega á þær tillögur sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum þó svo að ég hafi verið á þeirri skoðun að það réttasta í stöðunni væri að leiðrétta einungis lán þeirra sem keyptu fasteign á árunum 2005-2009. Það er nefnilega eini hópurinn sem varð fyrir forsendubresti, þar sem eignaverð lækkaði á tímum óðaverðbólgu á þessu tímabili. Skuldaleiðréttingin hefur hins vegar tekið töluverðum breytingum síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar. Það átti að leiðrétta tímabilið frá 2007-2010 og leiðréttingin átti að taka til þess hluta verðbólgu sem fór yfir 4,8% á þessu tímabili. Síðan þá hafa ansi mörg lauf fallið af fallega Framsóknartrénu. Leiðréttingartímabilið hefur verið stytt í tvö ár auk þess sem fallið hefur verið frá vísitöluviðmiðinu (4,8%) og 80 milljarða hámark sett á niðurfellinguna sem þýðir að leiðrétting hvers og eins skerðist ef yfir 92% skuldara sækja um. Ákveðið var að fara „almenna leið“ í nafni sanngirni, jafnræðis og réttlætis. En þegar niðurstöður umsækjenda verða birtar í haust er ég hræddur um að margir þeir sem gerðu sér væntingar um skuldaleiðréttingu muni vakna upp við vondan draum. Fólki er mismunað eftir hjúskaparstöðu auk þess sem lánsveðshluti fólks er ekki leiðréttur þar sem veðið hvílir á annarri eign. Einnig geta þeir sem eru búsettir erlendis og hafa selt sína eign eða greitt upp sín lán ekki sótt sína leiðréttingu þar sem hún er framkvæmd í gegnum skattkerfið. Skuldaleiðréttingarfrumvarpið tilgreinir „heimili“ í stað þess að horfa á lántaka/skuldara í hverju tilviki fyrir sig. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort um er að ræða skyldmenni sem búa saman, hjón eða sambúðarfólk. Lögin eru samt skýr að því leyti að sambúð veitir engan rétt né skyldur yfir eignum og skuldum sambýlisaðila líkt og í hjónabandi. Samt sem áður er réttur sambúðarfólks til skuldaleiðréttingar skertur vegna maka og hafi einstaklingur verið í sambúð á árunum 2008-2009 í heild eða hluta, en er í annarri sambúð í lok árs 2013, þá getur viðkomandi lent í tvöfaldri skerðingu. Árið 2008 var ég í skráðri sambúð en þrátt fyrir að mín fyrrverandi sambýliskona hafi aldrei verið skráð fyrir eigninni né skuldinni er henni veitt skattaívilnun og minn réttur til leiðréttingar skertur á móti. Við vorum einungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendubrestur? Seinnihluta ársins 2013 hóf ég sambúð að nýju. Samkvæmt frumvarpinu er ég og mín nýja sambýliskona skráð sem „heimili“. Við það skerðist minn hlutur enn og aftur og í þetta skipti niður í núll á þeim forsendum að sambýliskonan fékk 110% leiðréttingu árið 2011, löngu áður en við kynntumst. Ég spyr aftur: Hvað kemur það mér við að sambýliskona mín hafi fengið leiðréttingu áður en ég kynntist henni? Hvaða máli skiptir hjúskaparstaða mín núna, 5-6 árum eftir leiðréttingartímabilið, og þá sérstaklega þar sem hún hefur breyst frá leiðréttingartímabilinu auk þess sem einungis er um sambúð að ræða? Ég á ekkert tilkall til íbúðar núverandi sambýliskonu minnar, hvorki nú né við fráfall eða sambúðarslit, samt er réttur minn skertur vegna þessa. Mín lán hafa hækkað yfir 50% á níu árum og er eignin mín verulega yfirveðsett í dag. Ég spyr því: Hvernig er hægt að kalla þetta almenna aðgerð ef einstaklingar eins og ég, sem þurfa hvað mest á niðurfellingu að halda, eru skildir eftir vegna galla í útfærslu á meðan fólk sem borgar auðlegðarskatt fær sína leiðréttingu að hjúskaparskilyrðum uppfylltum? Hvar er mitt jafnrétti, mín sanngirni og mitt réttlæti í þessum aðgerðum, hæstvirtur forsætisráðherra?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun