Betra samfélag: Við þurfum að vinna saman Sigurður Ragnarsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Við þurfum að hjálpast að við uppbyggingu og þróun betra samfélags. Í því sambandi er meðal annars mikilvægt að við höfum á að skipa ábyrgu forystufólki, á öllum sviðum, sem leggur áherslu á samfélagsábyrgð og hefur það sem meginmarkmið að þjóna samfélaginu, auk þess að hafa hugrekki til að framkvæma og leiða með heilindi að leiðarljósi. Þetta kann að hljóma einfalt en er erfiðara í framkvæmd og mannskepnan virðist oft gleyma sér eða hreinlega taka meðvitaða ákvörðun um að setja eigin hagsmuni á oddinn og sniðganga hagsmuni annarra. Við höfum séð fjöldamörg dæmi um þetta síðustu ár, til dæmis hafa eigendur og stjórnendur ýmissa fyrirtækja eingöngu eða mestmegnis hugsað um eigin hag og ekki hirt um hvernig öðrum reiðir af eða hvaða afleiðingar gjörðir þeirra hafa á starfsfólk, hluthafa og/eða samfélagið almennt.Siðferðileg forysta Einn mikilvægur þáttur í að tryggja okkur ákveðin lífsgæði er fagleg forysta sem byggir á góðu siðferði. Í þessu samhengi þurfum við að hafa í huga að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Fagleg og siðferðileg forysta gengur ekki út á að setja ákveðna einstaklinga á stall, fela þeim óskoruð völd og bíða svo eftir að þeir reddi málum. Það kann að hljóma sem klisja en það sem þarf er samvinna sem byggir á heilindum, siðferðilegri framsýni og framkvæmdagleði, þ.s. fólk er reiðubúið að axla ábyrgð og bæði þjóna og leiða í samfélaginu. Þetta felur m.a. í sér að viðurkenna mistök, leitast við að læra af þeim og hafa metnað og hugrekki til að vinna gegn ranglæti ásamt því að skoða vel og meta mögulegar afleiðingar þeirra ákvarðana sem við tökum. Það er reyndar mikið gleðiefni að víða finnur maður jákvæðan kraft í samfélaginu og ekki virðist lengur eðlilegt að gera lítið úr áherslum á heilindi og kærleika. Já, ég segi kærleika því hann er grunnurinn að öllu. Okkur má ekki vera sama um náungann, um samfélagið okkar. Kærleikurinn er kraftur sem fer aldrei úr tísku og er þegar á botninn er hvolft eitt kraftmesta og jákvæðasta fyrirbæri sem fyrirfinnst. Málið er í raun sáraeinfalt, við þurfum að starfa af heilindum og vinna saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum að hjálpast að við uppbyggingu og þróun betra samfélags. Í því sambandi er meðal annars mikilvægt að við höfum á að skipa ábyrgu forystufólki, á öllum sviðum, sem leggur áherslu á samfélagsábyrgð og hefur það sem meginmarkmið að þjóna samfélaginu, auk þess að hafa hugrekki til að framkvæma og leiða með heilindi að leiðarljósi. Þetta kann að hljóma einfalt en er erfiðara í framkvæmd og mannskepnan virðist oft gleyma sér eða hreinlega taka meðvitaða ákvörðun um að setja eigin hagsmuni á oddinn og sniðganga hagsmuni annarra. Við höfum séð fjöldamörg dæmi um þetta síðustu ár, til dæmis hafa eigendur og stjórnendur ýmissa fyrirtækja eingöngu eða mestmegnis hugsað um eigin hag og ekki hirt um hvernig öðrum reiðir af eða hvaða afleiðingar gjörðir þeirra hafa á starfsfólk, hluthafa og/eða samfélagið almennt.Siðferðileg forysta Einn mikilvægur þáttur í að tryggja okkur ákveðin lífsgæði er fagleg forysta sem byggir á góðu siðferði. Í þessu samhengi þurfum við að hafa í huga að þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Fagleg og siðferðileg forysta gengur ekki út á að setja ákveðna einstaklinga á stall, fela þeim óskoruð völd og bíða svo eftir að þeir reddi málum. Það kann að hljóma sem klisja en það sem þarf er samvinna sem byggir á heilindum, siðferðilegri framsýni og framkvæmdagleði, þ.s. fólk er reiðubúið að axla ábyrgð og bæði þjóna og leiða í samfélaginu. Þetta felur m.a. í sér að viðurkenna mistök, leitast við að læra af þeim og hafa metnað og hugrekki til að vinna gegn ranglæti ásamt því að skoða vel og meta mögulegar afleiðingar þeirra ákvarðana sem við tökum. Það er reyndar mikið gleðiefni að víða finnur maður jákvæðan kraft í samfélaginu og ekki virðist lengur eðlilegt að gera lítið úr áherslum á heilindi og kærleika. Já, ég segi kærleika því hann er grunnurinn að öllu. Okkur má ekki vera sama um náungann, um samfélagið okkar. Kærleikurinn er kraftur sem fer aldrei úr tísku og er þegar á botninn er hvolft eitt kraftmesta og jákvæðasta fyrirbæri sem fyrirfinnst. Málið er í raun sáraeinfalt, við þurfum að starfa af heilindum og vinna saman.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun