Háð er heimskra gaman Elín Hirst skrifar 4. júní 2014 07:00 Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst varð á kosninganótt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki halda fimmta manninum í borginni. Það er sárt að sjá að flokkurinn skuli hafa misst yfirburðastöðu sína, UM SINN. Stóru fréttirnar voru hins vegar þær að meirihluti Besta flokksins/Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar féll. Vonandi verður þessi niðurstaða til þess að sjálfstæðismenn þétti raðirnar í Reykjavík. Grundvallaratriði er að bæði konur og karlar skipi aðalsæti listans. Halldór Halldórsson oddviti hefur allt til að bera sem prýða má góðan stjórnmálamann og manneskju og hann hefur ekki sagt sín lokaorð í íslenskri pólitík, að mínum dómi. En listinn verður að endurspegla samfélagið. Sjálfstæðisflokkinn skoraði hátt víða um land, sem er virkilega fagnaðarefni. Það er afar glæsilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá hreinan meirihluta í stórum bæjarfélögum, eins og Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Árborg, Hveragerði og Akranesi. Mjög góður árangur náðist einnig í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Konur eru oddvitar framboðanna á Seltjarnarnesi, í Hafnarfirði og í Hveragerði: Ásgerður Halldórsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Hvað umræðuna um mosku og fleira hér heima áhrærir þá hlustaði ég á Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, lýsa því í frábærri ræðu á dögunum hvers vegna New York-borg ákvað að leyfa byggingu á bænahúsi múslima skammt frá þeim stað sem tvíburaturnarnir stóðu. Rétturinn til trúfrelsis, tjáningarfrelsis og rétturinn til að hafa skoðanir almennt, án þess að aðrir geri lítið úr þeim eða reyni að þagga þær niður, er ofar öðru. Bloomberg lýsti því einnig í ræðunni hvernig virtir háskólar í Bandaríkjunum hefðu verið staðnir að því að ritskoða hverjir fengju að halda ræður við útskriftir vegna þess að skoðanir viðkomandi féllu ekki að/eða voru ekki þóknanlegar „vinstri sinnuðum“ skoðunum háskólasamfélagsins. Menn eigi að bera fulla virðingu fyrir skoðunum hver annars, hlusta á önnur sjónarmið og temja sér víðsýni. Eða eins og í málshættinum segir: Háð er heimskra gaman.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar