Að virða vilja borgarbúa Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun