Sameinuðu þjóðirnar bjóða til kosninga Berglind Sigmarsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Það má með sanni segja að allt snúist um kosningar þessa dagana. Á þessu ári gangast Sameinuðu þjóðirnar einnig fyrir kosningum. Í fyrsta skipti í sögunni bjóða Sameinuðu þjóðirnar hverjum einstaklingi í heiminum að hafa sitt að segja um framtíð þróunarstarfs í heiminum. Þessar kosningar snúast þó ekki um að kjósa stjórnmálaflokk eða velja leiðtoga ríkis. Kosningarnar eru liður í endurmótun Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000 en umræða um hvað taka skuli við af þeim eftir árið 2015 stendur nú sem hæst. Þetta er vafalaust eitt viðamesta stefnumótunarferli sem fram hefur farið á heimsvísu þar sem stofnanir Sameinuðu þjóðanna, stjórnvöld, félagasamtök, einkageirinn og almenningur hefur sitt fram að færa. Kosið er ýmist á vefnum í gegnum MyWorld2015.org, með því að fylla út eyðublöð á götum úti eða í símanum. Í þessum kosningum getur þú lagt þitt af mörkum til að móta heiminn. Félög Sameinuðu þjóðanna eru starfrækt í yfir 100 löndum og hafa verið til frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur þeirra hefur meðal annars verið að mynda brú milli Sameinuðu þjóðanna og almennings. Kosningarnar á vefsíðunni My World hafa einmitt sama tilgang. Sameinuðu þjóðirnar vilja virkja almenning til að kjósa en kosið er á milli sex sviða af sextán alls sem mundu bæta líf þeirra umtalsvert. Rúmlega tvær milljónir manna í 194 ríkjum hafa þegar kosið og eru niðurstöðurnar birtar jafnóðum. Með þessu fæst einstök mynd hvað fólk setur í forgang fyrir framtíðina. Í dag telur fólk að góð menntun, betri heilsugæsla og aukin atvinnutækifæri muni bæta lífið og auka lífsgæðin. Ekki ósvipaðar áherslum stjórnmálaflokka okkar hér á landi í aðdraganda kosninga. Þetta segir okkur að hvar sem fólk býr í heiminum, kýs það sömu grundvallarmannréttindin: heilsu, menntun, vinnu og heiðarlega stjórn sem tekur mið af óskum fólks. Þetta síðastnefnda er í þriðja sæti hjá þeim Íslendingum sem nú þegar hafa kosið. Niðurstöður kosninganna verða nýttar til grundvallar ákvarðanatöku í milliríkjasamningum á vegum Sameinuðu þjóðanna og munu tryggja að einstaklingar hafi áhrif á nýjar áætlanir á heimsvísu. Þetta eru því einstakar kosningar og þær fyrstu sinnar tegundar. Við hvetjum Íslendinga að kjósa, hvort sem það er fyrir Ísland eða heiminn allan því öll kjósum við jú betri heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að allt snúist um kosningar þessa dagana. Á þessu ári gangast Sameinuðu þjóðirnar einnig fyrir kosningum. Í fyrsta skipti í sögunni bjóða Sameinuðu þjóðirnar hverjum einstaklingi í heiminum að hafa sitt að segja um framtíð þróunarstarfs í heiminum. Þessar kosningar snúast þó ekki um að kjósa stjórnmálaflokk eða velja leiðtoga ríkis. Kosningarnar eru liður í endurmótun Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000 en umræða um hvað taka skuli við af þeim eftir árið 2015 stendur nú sem hæst. Þetta er vafalaust eitt viðamesta stefnumótunarferli sem fram hefur farið á heimsvísu þar sem stofnanir Sameinuðu þjóðanna, stjórnvöld, félagasamtök, einkageirinn og almenningur hefur sitt fram að færa. Kosið er ýmist á vefnum í gegnum MyWorld2015.org, með því að fylla út eyðublöð á götum úti eða í símanum. Í þessum kosningum getur þú lagt þitt af mörkum til að móta heiminn. Félög Sameinuðu þjóðanna eru starfrækt í yfir 100 löndum og hafa verið til frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur þeirra hefur meðal annars verið að mynda brú milli Sameinuðu þjóðanna og almennings. Kosningarnar á vefsíðunni My World hafa einmitt sama tilgang. Sameinuðu þjóðirnar vilja virkja almenning til að kjósa en kosið er á milli sex sviða af sextán alls sem mundu bæta líf þeirra umtalsvert. Rúmlega tvær milljónir manna í 194 ríkjum hafa þegar kosið og eru niðurstöðurnar birtar jafnóðum. Með þessu fæst einstök mynd hvað fólk setur í forgang fyrir framtíðina. Í dag telur fólk að góð menntun, betri heilsugæsla og aukin atvinnutækifæri muni bæta lífið og auka lífsgæðin. Ekki ósvipaðar áherslum stjórnmálaflokka okkar hér á landi í aðdraganda kosninga. Þetta segir okkur að hvar sem fólk býr í heiminum, kýs það sömu grundvallarmannréttindin: heilsu, menntun, vinnu og heiðarlega stjórn sem tekur mið af óskum fólks. Þetta síðastnefnda er í þriðja sæti hjá þeim Íslendingum sem nú þegar hafa kosið. Niðurstöður kosninganna verða nýttar til grundvallar ákvarðanatöku í milliríkjasamningum á vegum Sameinuðu þjóðanna og munu tryggja að einstaklingar hafi áhrif á nýjar áætlanir á heimsvísu. Þetta eru því einstakar kosningar og þær fyrstu sinnar tegundar. Við hvetjum Íslendinga að kjósa, hvort sem það er fyrir Ísland eða heiminn allan því öll kjósum við jú betri heim.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun