Ég hvet þig til að kjósa Dagur B. Eggertsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur einkennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum.Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fallega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur einkennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum.Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og búseturéttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fallega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun