Barnafólk í Mosfellsbæ Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar.Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur.Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með.Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar.Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur.Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með.Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun