Óvissan um áhrif brennisteinsmengunar Sigrún Pálsdóttir skrifar 20. maí 2014 07:00 Mosfellingar hafa ekki farið varhluta af brennisteinsmengun frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum frekar en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Uppúr 2007 fór að bera á aukinni tæringu málmhluta utandyra í Mosfellsbæ. Í hverfinu þar sem ég bý ryðguðu þök húsa, bílar, verkfæri, póstkassar og aðrir málmhlutir á ógnarhraða. Til að byrja með taldi ég að á tæringunni væru eðlilegar skýringar en eftir að hafa rætt málið við verkfræðing fóru að renna á mig tvær grímur. Þetta samtal varð síðan til þess að ég fór á stúfana og ræddi ég við jarðefnafræðing sem var áður sérfræðingur á Orkustofnun og gefið hafði þau ráð í tengslum við virkjun á Hengilssvæðinu að settur yrði upp hreinsibúnaður vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Prófessorinn hafði lært í Bandaríkjunum en þar er bannað með lögum að reisa slíkar virkjanir án hreinsibúnaðar – eins og víðast hvar annars staðar. Ég hélt síðan áfram rannsókn minni og bar þessi mál undir sérfræðing á Umhverfisstofnun og félaga mína í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Úr varð að sett voru upp tæki til að mæla brennisteinsvetnismengun frá Hengilssvæðinu í áhaldahúsi bæjarins. Þar voru mælitækin þó aðeins í nokkra mánuði. Á þeim stutta tíma sem mælingar stóðu yfir fór magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti í Mosfellsbæ aldrei yfir viðmiðunarmörk á sólarhring en mengunarskotin voru þó oft við þau mörk á klukkustund og nokkrum sinnum langt yfir mörkum miðað við 5 mínútna meðaltal. En hvað segja viðmiðunarmörkin um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfið? Satt best að segja er lítið um þau vitað. Það er þekkt að lofttegundin veldur tæringu á málmum og sest á gæðamálma sem vegna frábærra leiðnieiginleika eru gjarnan notaðir í snertlur í útvarps- og hljóðupptökutækjum og öðrum fjarskipta- og rafeindabúnaði. Þeir sem aka um Hellisheiði geta líka séð hvernig tæringin hefur leikið þrjár kynslóðir háspennumastra en áratuga gömul möstur fóru ekki að ryðga fyrr en boranir hófust fyrir alvöru eftir árið 2000. Stóra málið er auðvitað að ekki er vitað í hve miklu magni brennisteinsvetni þarf að vera til að tæra málma. Áhrif brennisteinsvetnis á heilsufar og gróður eru heldur ekki vel þekkt. Þó er vitað að fylgni er milli magns brennisteinsvetnis í andrúmslofti og lyfjanotkunar asmasjúklinga og sannað að gróðurskemmdir eru miklar þar sem hlutfallið er hátt. Þessi óvissa um áhrifin og miklir fjárhagslegir hagsmunir íbúa í Mosfellsbæ urðu til þess að ég óskaði eftir að tækin yrðu sett upp aftur sem gerist vonandi fljótlega. Almennt séð verður að telja ábyrgðarlaust að reisa jarðvarmavirkjanir í grennd við byggð án hreinsibúnaðar. Íslendingar eiga það til að vaða áfram í blindni og sitja svo uppi með óafturkræfan skaða. Getum við ekki öll verið sammála um að komið sé nóg af því? Og hvað með börnin okkar? Eiga þau ekki skilið að alast upp í heilbrigðu og öruggu umhverfi? Það finnst mér og hvet því til þess að öll áform um jarðvarmavirkjanir í grennd við þéttbýli verði lögð á hilluna þar til búið er að tryggja fjármögnun hreinsibúnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mosfellingar hafa ekki farið varhluta af brennisteinsmengun frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum frekar en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Uppúr 2007 fór að bera á aukinni tæringu málmhluta utandyra í Mosfellsbæ. Í hverfinu þar sem ég bý ryðguðu þök húsa, bílar, verkfæri, póstkassar og aðrir málmhlutir á ógnarhraða. Til að byrja með taldi ég að á tæringunni væru eðlilegar skýringar en eftir að hafa rætt málið við verkfræðing fóru að renna á mig tvær grímur. Þetta samtal varð síðan til þess að ég fór á stúfana og ræddi ég við jarðefnafræðing sem var áður sérfræðingur á Orkustofnun og gefið hafði þau ráð í tengslum við virkjun á Hengilssvæðinu að settur yrði upp hreinsibúnaður vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Prófessorinn hafði lært í Bandaríkjunum en þar er bannað með lögum að reisa slíkar virkjanir án hreinsibúnaðar – eins og víðast hvar annars staðar. Ég hélt síðan áfram rannsókn minni og bar þessi mál undir sérfræðing á Umhverfisstofnun og félaga mína í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Úr varð að sett voru upp tæki til að mæla brennisteinsvetnismengun frá Hengilssvæðinu í áhaldahúsi bæjarins. Þar voru mælitækin þó aðeins í nokkra mánuði. Á þeim stutta tíma sem mælingar stóðu yfir fór magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti í Mosfellsbæ aldrei yfir viðmiðunarmörk á sólarhring en mengunarskotin voru þó oft við þau mörk á klukkustund og nokkrum sinnum langt yfir mörkum miðað við 5 mínútna meðaltal. En hvað segja viðmiðunarmörkin um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfið? Satt best að segja er lítið um þau vitað. Það er þekkt að lofttegundin veldur tæringu á málmum og sest á gæðamálma sem vegna frábærra leiðnieiginleika eru gjarnan notaðir í snertlur í útvarps- og hljóðupptökutækjum og öðrum fjarskipta- og rafeindabúnaði. Þeir sem aka um Hellisheiði geta líka séð hvernig tæringin hefur leikið þrjár kynslóðir háspennumastra en áratuga gömul möstur fóru ekki að ryðga fyrr en boranir hófust fyrir alvöru eftir árið 2000. Stóra málið er auðvitað að ekki er vitað í hve miklu magni brennisteinsvetni þarf að vera til að tæra málma. Áhrif brennisteinsvetnis á heilsufar og gróður eru heldur ekki vel þekkt. Þó er vitað að fylgni er milli magns brennisteinsvetnis í andrúmslofti og lyfjanotkunar asmasjúklinga og sannað að gróðurskemmdir eru miklar þar sem hlutfallið er hátt. Þessi óvissa um áhrifin og miklir fjárhagslegir hagsmunir íbúa í Mosfellsbæ urðu til þess að ég óskaði eftir að tækin yrðu sett upp aftur sem gerist vonandi fljótlega. Almennt séð verður að telja ábyrgðarlaust að reisa jarðvarmavirkjanir í grennd við byggð án hreinsibúnaðar. Íslendingar eiga það til að vaða áfram í blindni og sitja svo uppi með óafturkræfan skaða. Getum við ekki öll verið sammála um að komið sé nóg af því? Og hvað með börnin okkar? Eiga þau ekki skilið að alast upp í heilbrigðu og öruggu umhverfi? Það finnst mér og hvet því til þess að öll áform um jarðvarmavirkjanir í grennd við þéttbýli verði lögð á hilluna þar til búið er að tryggja fjármögnun hreinsibúnaðar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun