Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt 10. maí 2014 12:00 Mikilvægur þáttur Samkomulag milli gamla og nýja Landsbankans um lánalengingar náðist á fimmtudag.Fréttablaðið/Rósa „Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már. Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már.
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira