Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt 10. maí 2014 12:00 Mikilvægur þáttur Samkomulag milli gamla og nýja Landsbankans um lánalengingar náðist á fimmtudag.Fréttablaðið/Rósa „Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Sjá meira
„Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Sjá meira