Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt 10. maí 2014 12:00 Mikilvægur þáttur Samkomulag milli gamla og nýja Landsbankans um lánalengingar náðist á fimmtudag.Fréttablaðið/Rósa „Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már. Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
„Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már.
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira