Lánalenging Landsbanka skref í rétta átt 10. maí 2014 12:00 Mikilvægur þáttur Samkomulag milli gamla og nýja Landsbankans um lánalengingar náðist á fimmtudag.Fréttablaðið/Rósa „Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már. Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
„Við erum komin nær því núna að losa gjaldeyrishöftin en við vorum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um samkomulag um lengingu á Landsbankaskuldabréfinu sem náðist á fimmtudag. Áður en samkomulagið náðist var óttast að gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins myndi ekki standa undir væntu útstreymi vegna bréfsins á árunum 2016 til 2018. „Við ætluðum bara að afskulda þjóðina í erlendri mynt á allt of skömmum tíma sem við hefðum ekki ráðið við,“ segir Ásdís. Bæði fjármálaráðherra og Seðlabankinn þurfa að samþykkja málið en Ásdís segist halda að ekki verði vinsælt ef þessu samkomulagi verður hafnað. „Það hefur verið mikill þrýstingur á að ná samkomulagi við slitastjórn LBI en mér finnst þetta heilt yfir vera nokkuð gott samkomulag.“ Ásdís segir að þegar líði á seinni hluta tímabilsins sem samið var um, en lokagreiðsla af skuldabréfunum verður nú í október 2026 í stað október 2018, verði álagið nokkuð hátt en bankanum verði heimilt að endurfjármagna sig. „Að öðru óbreyttu er búið að létta mjög á afborgunarferlinu og það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ segir Ásdís. Haft var eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, í gær að samkomulagið væri mikilvægur þáttur í að leysa úr þeim stóru viðfangsefnum sem tengjast skuldastöðu þjóðarbúsins og afnámi gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gat í samtali við Fréttablaðið ekki sagt til um það á þessu stigi hvort Landsbankanum yrði veitt undanþága frá gjaldeyrislögum en Seðlabankinn muni nú taka málið til rannsóknar. „Stórt á litið er þetta töluvert skref í rétta átt af því að greiðslubyrði þjóðarbúsins á næstu fjórum árum eða svo leit út fyrir að verða mjög þung og meiri en við hefðum haft fyrirsjáanlegan afgang fyrir. En nú mun þetta lækka hana allverulega hvað Landsbankann varðar,“ sagði Már.
Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira