Lýst er eftir stefnu Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2014 07:00 Miklar umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu um málefni geðsjúkra sem kljást að auki við fíknivanda. Koma þessar umræður í kjölfar bruna á heimili konu með þennan erfiða vanda og viðtöl við aðstandendur hennar og fleiri, m.a. framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Við, starfsmenn geðsviðs, getum ekki rætt þetta einstaka mál opinberlega. En ofarlega á baugi í umræðunum er hvernig kerfið hafi brugðist, hve mikið hafi verið skorið niður á geðdeildum og hve mikill skortur er á úrræðum í kjölfar þessa niðurskurðar á leguplássum. Mér finnst þessar umræður aðeins á villigötum og sýna hversu skammt við erum komin í að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðisþjónustu til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hve átakanlega okkur skortir stefnu í málaflokknum. Síðastliðin ár hefur orðið mikil breyting í þessum málaflokki í Evrópu og víðar. Þar er víðast hvar lögð áhersla á samþætta geðheilsu- og félagsþjónustu í nærsamfélaginu meðan leguplássum á geðspítölum er fækkað. Þróunin er hægari hér en aðeins þrjú ár eru síðan síðustu langlegugeðdeildinni var lokað á geðsviði Landspítalans og nú á þó enginn lengur heima á geðdeildum hér. Erlendis hafa svokallaðar geðheilsumiðstöðvar verið stofnaðar í bæjarhlutum stórborga og úti á landi. Þar hefur fólk getað leitað geðþjónustu eftir því sem þörf er á. Þar eru oftast nokkur bráðapláss ef innlagnar er þörf í styttri tíma, dagdeildir og þverfagleg og fjölbreytt hreyfanleg teymi sem sinna fólki á heimavelli. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur verið sýnt fram á að sé enn þörf á bráðageðdeildum á spítölum og að blanda af þessu tvennu sé það sem nýtist fólki best.Þverfagleg geðteymi Það sýnir líka hversu stutt við erum komin á veg hér í umræðunni að í fjölmiðlaumfjölluninni um fyrrnefndan atburð voru ekki nefnd þau þverfaglegu geðteymi sem þó starfa á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. geðteymi heimaþjónustu Reykjavíkurborgar sem hefur verið starfandi síðan 2005, nýtilkomin geðheilsumiðstöð Breiðholts og samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítala, sem tók til starfa 2010 og er þverfaglegt geðteymi sem sinnir fólki með alvarlegar geðraskanir og aðstandendum þeirra. Það teymi var stofnað í kjölfar markvissra breytinga á geðsviði þrátt fyrir niðurskurð og fjármálakreppu. Eins má nefna teymi á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem kallast Geðheilsa – eftirfylgd, að ógleymdum úrræðum frjálsra félagasamtaka sem reka fjölþætta dagþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Þessi úrræði og fleiri starfa eftir hugmyndafræði valdeflingar og bata (e. recovery), sem hefur rutt sér rúms í geðmeðferð undanfarin ár með áherslu á réttindi, val og ábyrgð fólks á lífi sínu sem fullgildir þjóðfélagsþegnar. Það veitist mörgum erfitt að þurfa að reiða sig á stuðning annarra og ekki eru allir í stakk búnir að taka á móti aðstoð, en þá reynir sérstaklega á lausn siðferðilegra vandamála, svo sem hvenær eigi að grípa inn í líf fólks og svipta það frelsi. Betur má ef duga skal og það er þörf á að efla þennan málaflokk. Það er ekki nóg að breyta geðdeildum og stuðningi þaðan, velferðarþjónusta sveitarfélaga verður að koma að málum á breiðum grundvelli. Dæmi eru erlendis um alvarleg atvik af þeim toga sem hér hefur verið til umræðu vegna skorts á úrræðum í samfélaginu. En þetta er ekki bara mál geðsjúkrahússins, ég efast um að fólk vilji að hér verði fólk lokað inni á geðdeildum eins og tíðkaðist fyrir áratugum, gleymt og ósýnilegt. Við eigum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau setji stefnu í málaflokknum. Það er fyrsta skref. En svo þarf að setja í það nægilegt fjármagn til að uppbygging verði markviss, með aðkomu notenda og fagfólks og byggð á mannréttindum og fjölbreytni sem hæfir þörfum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu um málefni geðsjúkra sem kljást að auki við fíknivanda. Koma þessar umræður í kjölfar bruna á heimili konu með þennan erfiða vanda og viðtöl við aðstandendur hennar og fleiri, m.a. framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Við, starfsmenn geðsviðs, getum ekki rætt þetta einstaka mál opinberlega. En ofarlega á baugi í umræðunum er hvernig kerfið hafi brugðist, hve mikið hafi verið skorið niður á geðdeildum og hve mikill skortur er á úrræðum í kjölfar þessa niðurskurðar á leguplássum. Mér finnst þessar umræður aðeins á villigötum og sýna hversu skammt við erum komin í að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðisþjónustu til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hve átakanlega okkur skortir stefnu í málaflokknum. Síðastliðin ár hefur orðið mikil breyting í þessum málaflokki í Evrópu og víðar. Þar er víðast hvar lögð áhersla á samþætta geðheilsu- og félagsþjónustu í nærsamfélaginu meðan leguplássum á geðspítölum er fækkað. Þróunin er hægari hér en aðeins þrjú ár eru síðan síðustu langlegugeðdeildinni var lokað á geðsviði Landspítalans og nú á þó enginn lengur heima á geðdeildum hér. Erlendis hafa svokallaðar geðheilsumiðstöðvar verið stofnaðar í bæjarhlutum stórborga og úti á landi. Þar hefur fólk getað leitað geðþjónustu eftir því sem þörf er á. Þar eru oftast nokkur bráðapláss ef innlagnar er þörf í styttri tíma, dagdeildir og þverfagleg og fjölbreytt hreyfanleg teymi sem sinna fólki á heimavelli. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur verið sýnt fram á að sé enn þörf á bráðageðdeildum á spítölum og að blanda af þessu tvennu sé það sem nýtist fólki best.Þverfagleg geðteymi Það sýnir líka hversu stutt við erum komin á veg hér í umræðunni að í fjölmiðlaumfjölluninni um fyrrnefndan atburð voru ekki nefnd þau þverfaglegu geðteymi sem þó starfa á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. geðteymi heimaþjónustu Reykjavíkurborgar sem hefur verið starfandi síðan 2005, nýtilkomin geðheilsumiðstöð Breiðholts og samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítala, sem tók til starfa 2010 og er þverfaglegt geðteymi sem sinnir fólki með alvarlegar geðraskanir og aðstandendum þeirra. Það teymi var stofnað í kjölfar markvissra breytinga á geðsviði þrátt fyrir niðurskurð og fjármálakreppu. Eins má nefna teymi á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem kallast Geðheilsa – eftirfylgd, að ógleymdum úrræðum frjálsra félagasamtaka sem reka fjölþætta dagþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Þessi úrræði og fleiri starfa eftir hugmyndafræði valdeflingar og bata (e. recovery), sem hefur rutt sér rúms í geðmeðferð undanfarin ár með áherslu á réttindi, val og ábyrgð fólks á lífi sínu sem fullgildir þjóðfélagsþegnar. Það veitist mörgum erfitt að þurfa að reiða sig á stuðning annarra og ekki eru allir í stakk búnir að taka á móti aðstoð, en þá reynir sérstaklega á lausn siðferðilegra vandamála, svo sem hvenær eigi að grípa inn í líf fólks og svipta það frelsi. Betur má ef duga skal og það er þörf á að efla þennan málaflokk. Það er ekki nóg að breyta geðdeildum og stuðningi þaðan, velferðarþjónusta sveitarfélaga verður að koma að málum á breiðum grundvelli. Dæmi eru erlendis um alvarleg atvik af þeim toga sem hér hefur verið til umræðu vegna skorts á úrræðum í samfélaginu. En þetta er ekki bara mál geðsjúkrahússins, ég efast um að fólk vilji að hér verði fólk lokað inni á geðdeildum eins og tíðkaðist fyrir áratugum, gleymt og ósýnilegt. Við eigum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau setji stefnu í málaflokknum. Það er fyrsta skref. En svo þarf að setja í það nægilegt fjármagn til að uppbygging verði markviss, með aðkomu notenda og fagfólks og byggð á mannréttindum og fjölbreytni sem hæfir þörfum samfélagsins.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun