Lýst er eftir stefnu Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2014 07:00 Miklar umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu um málefni geðsjúkra sem kljást að auki við fíknivanda. Koma þessar umræður í kjölfar bruna á heimili konu með þennan erfiða vanda og viðtöl við aðstandendur hennar og fleiri, m.a. framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Við, starfsmenn geðsviðs, getum ekki rætt þetta einstaka mál opinberlega. En ofarlega á baugi í umræðunum er hvernig kerfið hafi brugðist, hve mikið hafi verið skorið niður á geðdeildum og hve mikill skortur er á úrræðum í kjölfar þessa niðurskurðar á leguplássum. Mér finnst þessar umræður aðeins á villigötum og sýna hversu skammt við erum komin í að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðisþjónustu til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hve átakanlega okkur skortir stefnu í málaflokknum. Síðastliðin ár hefur orðið mikil breyting í þessum málaflokki í Evrópu og víðar. Þar er víðast hvar lögð áhersla á samþætta geðheilsu- og félagsþjónustu í nærsamfélaginu meðan leguplássum á geðspítölum er fækkað. Þróunin er hægari hér en aðeins þrjú ár eru síðan síðustu langlegugeðdeildinni var lokað á geðsviði Landspítalans og nú á þó enginn lengur heima á geðdeildum hér. Erlendis hafa svokallaðar geðheilsumiðstöðvar verið stofnaðar í bæjarhlutum stórborga og úti á landi. Þar hefur fólk getað leitað geðþjónustu eftir því sem þörf er á. Þar eru oftast nokkur bráðapláss ef innlagnar er þörf í styttri tíma, dagdeildir og þverfagleg og fjölbreytt hreyfanleg teymi sem sinna fólki á heimavelli. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur verið sýnt fram á að sé enn þörf á bráðageðdeildum á spítölum og að blanda af þessu tvennu sé það sem nýtist fólki best.Þverfagleg geðteymi Það sýnir líka hversu stutt við erum komin á veg hér í umræðunni að í fjölmiðlaumfjölluninni um fyrrnefndan atburð voru ekki nefnd þau þverfaglegu geðteymi sem þó starfa á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. geðteymi heimaþjónustu Reykjavíkurborgar sem hefur verið starfandi síðan 2005, nýtilkomin geðheilsumiðstöð Breiðholts og samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítala, sem tók til starfa 2010 og er þverfaglegt geðteymi sem sinnir fólki með alvarlegar geðraskanir og aðstandendum þeirra. Það teymi var stofnað í kjölfar markvissra breytinga á geðsviði þrátt fyrir niðurskurð og fjármálakreppu. Eins má nefna teymi á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem kallast Geðheilsa – eftirfylgd, að ógleymdum úrræðum frjálsra félagasamtaka sem reka fjölþætta dagþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Þessi úrræði og fleiri starfa eftir hugmyndafræði valdeflingar og bata (e. recovery), sem hefur rutt sér rúms í geðmeðferð undanfarin ár með áherslu á réttindi, val og ábyrgð fólks á lífi sínu sem fullgildir þjóðfélagsþegnar. Það veitist mörgum erfitt að þurfa að reiða sig á stuðning annarra og ekki eru allir í stakk búnir að taka á móti aðstoð, en þá reynir sérstaklega á lausn siðferðilegra vandamála, svo sem hvenær eigi að grípa inn í líf fólks og svipta það frelsi. Betur má ef duga skal og það er þörf á að efla þennan málaflokk. Það er ekki nóg að breyta geðdeildum og stuðningi þaðan, velferðarþjónusta sveitarfélaga verður að koma að málum á breiðum grundvelli. Dæmi eru erlendis um alvarleg atvik af þeim toga sem hér hefur verið til umræðu vegna skorts á úrræðum í samfélaginu. En þetta er ekki bara mál geðsjúkrahússins, ég efast um að fólk vilji að hér verði fólk lokað inni á geðdeildum eins og tíðkaðist fyrir áratugum, gleymt og ósýnilegt. Við eigum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau setji stefnu í málaflokknum. Það er fyrsta skref. En svo þarf að setja í það nægilegt fjármagn til að uppbygging verði markviss, með aðkomu notenda og fagfólks og byggð á mannréttindum og fjölbreytni sem hæfir þörfum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu um málefni geðsjúkra sem kljást að auki við fíknivanda. Koma þessar umræður í kjölfar bruna á heimili konu með þennan erfiða vanda og viðtöl við aðstandendur hennar og fleiri, m.a. framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Við, starfsmenn geðsviðs, getum ekki rætt þetta einstaka mál opinberlega. En ofarlega á baugi í umræðunum er hvernig kerfið hafi brugðist, hve mikið hafi verið skorið niður á geðdeildum og hve mikill skortur er á úrræðum í kjölfar þessa niðurskurðar á leguplássum. Mér finnst þessar umræður aðeins á villigötum og sýna hversu skammt við erum komin í að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðisþjónustu til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hve átakanlega okkur skortir stefnu í málaflokknum. Síðastliðin ár hefur orðið mikil breyting í þessum málaflokki í Evrópu og víðar. Þar er víðast hvar lögð áhersla á samþætta geðheilsu- og félagsþjónustu í nærsamfélaginu meðan leguplássum á geðspítölum er fækkað. Þróunin er hægari hér en aðeins þrjú ár eru síðan síðustu langlegugeðdeildinni var lokað á geðsviði Landspítalans og nú á þó enginn lengur heima á geðdeildum hér. Erlendis hafa svokallaðar geðheilsumiðstöðvar verið stofnaðar í bæjarhlutum stórborga og úti á landi. Þar hefur fólk getað leitað geðþjónustu eftir því sem þörf er á. Þar eru oftast nokkur bráðapláss ef innlagnar er þörf í styttri tíma, dagdeildir og þverfagleg og fjölbreytt hreyfanleg teymi sem sinna fólki á heimavelli. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur verið sýnt fram á að sé enn þörf á bráðageðdeildum á spítölum og að blanda af þessu tvennu sé það sem nýtist fólki best.Þverfagleg geðteymi Það sýnir líka hversu stutt við erum komin á veg hér í umræðunni að í fjölmiðlaumfjölluninni um fyrrnefndan atburð voru ekki nefnd þau þverfaglegu geðteymi sem þó starfa á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. geðteymi heimaþjónustu Reykjavíkurborgar sem hefur verið starfandi síðan 2005, nýtilkomin geðheilsumiðstöð Breiðholts og samfélagsgeðteymi geðsviðs Landspítala, sem tók til starfa 2010 og er þverfaglegt geðteymi sem sinnir fólki með alvarlegar geðraskanir og aðstandendum þeirra. Það teymi var stofnað í kjölfar markvissra breytinga á geðsviði þrátt fyrir niðurskurð og fjármálakreppu. Eins má nefna teymi á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem kallast Geðheilsa – eftirfylgd, að ógleymdum úrræðum frjálsra félagasamtaka sem reka fjölþætta dagþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Þessi úrræði og fleiri starfa eftir hugmyndafræði valdeflingar og bata (e. recovery), sem hefur rutt sér rúms í geðmeðferð undanfarin ár með áherslu á réttindi, val og ábyrgð fólks á lífi sínu sem fullgildir þjóðfélagsþegnar. Það veitist mörgum erfitt að þurfa að reiða sig á stuðning annarra og ekki eru allir í stakk búnir að taka á móti aðstoð, en þá reynir sérstaklega á lausn siðferðilegra vandamála, svo sem hvenær eigi að grípa inn í líf fólks og svipta það frelsi. Betur má ef duga skal og það er þörf á að efla þennan málaflokk. Það er ekki nóg að breyta geðdeildum og stuðningi þaðan, velferðarþjónusta sveitarfélaga verður að koma að málum á breiðum grundvelli. Dæmi eru erlendis um alvarleg atvik af þeim toga sem hér hefur verið til umræðu vegna skorts á úrræðum í samfélaginu. En þetta er ekki bara mál geðsjúkrahússins, ég efast um að fólk vilji að hér verði fólk lokað inni á geðdeildum eins og tíðkaðist fyrir áratugum, gleymt og ósýnilegt. Við eigum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau setji stefnu í málaflokknum. Það er fyrsta skref. En svo þarf að setja í það nægilegt fjármagn til að uppbygging verði markviss, með aðkomu notenda og fagfólks og byggð á mannréttindum og fjölbreytni sem hæfir þörfum samfélagsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun