Góðar fréttir af fjármálum Dagur B. Eggertsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Það er ekki alltaf sem hlutir eins og ársreikningar vekja bros eða tilfinningar, eins og stolt. En nú er ég bæði ánægður og stoltur. Uppskera erfiðis síðustu ára birtist skýrt í ársuppgjöri borgarinnar fyrir árið 2013, svokölluðum ársreikningi. Afgangur af heildarrekstrinum er jákvæður um 8,4 milljarða króna. Allir hlutar rekstrarins skila jákvæðri niðurstöðu og öll helstu fyrirtæki í eigu borgarinnar. Allar áætlanir standast – og raunar vel það. Það er til marks um trausta fjármálastjórn í öllum einingum. Það segir einnig mikla sögu að aldrei hafa skuldir verið lækkaðar jafn mikið á einu ári í sögu borgarinnar eða um 35 milljarða króna. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari góðu niðurstöðu er björgunaráætlunin í fjármálum Orkuveitunnar, sem kölluð hefur verið Planið. Hún hefur gengið eftir. Það skiptir miklu máli því Orkuveitan þarf að standa undir gríðarstórum afborgunum af lánum. Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir góðan árangur í erfiðu verkefni. Samanburður á gjaldskrám og sköttum sýnir að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Hér er lægst hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og lægstar gjaldskrár í leik- og grunnskólum. Það er mjög mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á skuldir borgarsjóðs sem hafi hækkað um 16 milljarða á síðustu þremur árum. Þá líta þeir fram hjá heildarmyndinni og Orkuveitunni. Mikilvægi Orkuveitunnar í heildinni sést þó einmitt vel á því að 12 af þessum 16 milljörðum sem borgarsjóður tók að láni fór í neyðarlán borgarsjóðs til Orkuveitunnar. Þegar heildin er skoðuð hafa skuldir lækkað á hverju ári í tíð núverandi meirihluta. Borgin hefur engu að síður haldið uppi framkvæmdastigi með fjárfestingum frá 2010 og aukið atvinnu með margvíslegum leiðum. Þetta hefur unnið gegn hækkun útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar, skapað vöxt í atvinnulífinu og tekjur fyrir borgarsjóð, þótt þetta stórátak hafi líka kostað. Staðan sem birtist í ársreikningum borgarinnar er uppskera borgarstjórnarmeirihluta sem tók við Orkuveitu Reykjavíkur á hliðinni. Þar var 50 milljarða gat í rekstrinum. Hjá borgarsjóði var 5 milljarða gat staðreynd. Nú eru fjármálin í lagi, gjaldskrár og álögur eru lágar og skuldir lækka. Það er mikilvægt að borginni verði áfram stjórnað af sömu yfirvegun, ábyrgð og festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf sem hlutir eins og ársreikningar vekja bros eða tilfinningar, eins og stolt. En nú er ég bæði ánægður og stoltur. Uppskera erfiðis síðustu ára birtist skýrt í ársuppgjöri borgarinnar fyrir árið 2013, svokölluðum ársreikningi. Afgangur af heildarrekstrinum er jákvæður um 8,4 milljarða króna. Allir hlutar rekstrarins skila jákvæðri niðurstöðu og öll helstu fyrirtæki í eigu borgarinnar. Allar áætlanir standast – og raunar vel það. Það er til marks um trausta fjármálastjórn í öllum einingum. Það segir einnig mikla sögu að aldrei hafa skuldir verið lækkaðar jafn mikið á einu ári í sögu borgarinnar eða um 35 milljarða króna. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari góðu niðurstöðu er björgunaráætlunin í fjármálum Orkuveitunnar, sem kölluð hefur verið Planið. Hún hefur gengið eftir. Það skiptir miklu máli því Orkuveitan þarf að standa undir gríðarstórum afborgunum af lánum. Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir góðan árangur í erfiðu verkefni. Samanburður á gjaldskrám og sköttum sýnir að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Hér er lægst hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og lægstar gjaldskrár í leik- og grunnskólum. Það er mjög mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á skuldir borgarsjóðs sem hafi hækkað um 16 milljarða á síðustu þremur árum. Þá líta þeir fram hjá heildarmyndinni og Orkuveitunni. Mikilvægi Orkuveitunnar í heildinni sést þó einmitt vel á því að 12 af þessum 16 milljörðum sem borgarsjóður tók að láni fór í neyðarlán borgarsjóðs til Orkuveitunnar. Þegar heildin er skoðuð hafa skuldir lækkað á hverju ári í tíð núverandi meirihluta. Borgin hefur engu að síður haldið uppi framkvæmdastigi með fjárfestingum frá 2010 og aukið atvinnu með margvíslegum leiðum. Þetta hefur unnið gegn hækkun útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar, skapað vöxt í atvinnulífinu og tekjur fyrir borgarsjóð, þótt þetta stórátak hafi líka kostað. Staðan sem birtist í ársreikningum borgarinnar er uppskera borgarstjórnarmeirihluta sem tók við Orkuveitu Reykjavíkur á hliðinni. Þar var 50 milljarða gat í rekstrinum. Hjá borgarsjóði var 5 milljarða gat staðreynd. Nú eru fjármálin í lagi, gjaldskrár og álögur eru lágar og skuldir lækka. Það er mikilvægt að borginni verði áfram stjórnað af sömu yfirvegun, ábyrgð og festu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun