Takk fyrir stuðninginn við SÁÁ Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Álfasala SÁÁ hefst í dag og stendur til sunnudags. Þetta er í 25. skipti sem álfurinn er boðinn til sölu til stuðnings SÁÁ. Álfasalan er ein helsta fjáröflunarleið samtakanna og mikilvægari nú en oftast áður. Framlög ríkisins til starfsemi SÁÁ duga ekki fyrir kostnaði. SÁÁ hefur brugðist við með því að greiða fyrir meðferð um 500 sjúklinga á ári af sjálfsaflafé. Þessi niðurgreiðsla SÁÁ á lögbundinni heilbrigðisþjónustu hefur valdið uppsöfnuðum halla sem íþyngir rekstri samtakanna. Fátt bendir til að ríkið ætli sér að auka framlögin. Óbreytt staða gengur ekki til lengdar. Því hefur SÁÁ tekið erfiða en nauðsynlega ákvörðun um að fækka innlögnum í um 1.800 en þær hafa jafnan verið um 2.300 á ári. Aðgengi að meðferð við áfengis- og vímuefnasýki hefur þótt gott hér á landi. Það er mikilvægt að svo verði áfram. Þar er ekki aðeins heilsa og velferð sjúklinganna sjálfra að veði. Lengri biðtíma eftir meðferð fylgir aukið álag á margar fjölskyldur og þreyta og örvænting, vonleysi, reiði og leiði geta gripið um sig. Þegar að er gáð er líklegt að ríkið sé að spara eyrinn og kasta krónunni með því að greiða ekki fyrir fleiri pláss en nú er gert í því öfluga meðferðarkerfi sem SÁÁ heldur úti. Sem betur fer hefur almenningur – einstaklingar jafnt og fyrirtæki – staðið þétt við bakið á SÁÁ þegar samtökin hafa þurft á að halda. Stuðningurinn sýnir hvaða hug fólk ber til starfsemi SÁÁ og þessa sjúkdóms sem hefur haft áhrif á flestar fjölskyldur í landinu. SÁÁ treystir á stuðning almennings nú sem fyrr. Við vonumst til að landsmenn taki vel á móti sölufólki álfsins næstu daga. Með almenning að bakhjarli mun SÁÁ gera það sem í valdi þeirra stendur til að standa vörð um bestu fáanlegu meðferð fyrir alkóhólista, aðra fíkla og fjölskyldur þeirra. Takk allir, fyrir stuðninginn við SÁÁ, ár eftir ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Álfasala SÁÁ hefst í dag og stendur til sunnudags. Þetta er í 25. skipti sem álfurinn er boðinn til sölu til stuðnings SÁÁ. Álfasalan er ein helsta fjáröflunarleið samtakanna og mikilvægari nú en oftast áður. Framlög ríkisins til starfsemi SÁÁ duga ekki fyrir kostnaði. SÁÁ hefur brugðist við með því að greiða fyrir meðferð um 500 sjúklinga á ári af sjálfsaflafé. Þessi niðurgreiðsla SÁÁ á lögbundinni heilbrigðisþjónustu hefur valdið uppsöfnuðum halla sem íþyngir rekstri samtakanna. Fátt bendir til að ríkið ætli sér að auka framlögin. Óbreytt staða gengur ekki til lengdar. Því hefur SÁÁ tekið erfiða en nauðsynlega ákvörðun um að fækka innlögnum í um 1.800 en þær hafa jafnan verið um 2.300 á ári. Aðgengi að meðferð við áfengis- og vímuefnasýki hefur þótt gott hér á landi. Það er mikilvægt að svo verði áfram. Þar er ekki aðeins heilsa og velferð sjúklinganna sjálfra að veði. Lengri biðtíma eftir meðferð fylgir aukið álag á margar fjölskyldur og þreyta og örvænting, vonleysi, reiði og leiði geta gripið um sig. Þegar að er gáð er líklegt að ríkið sé að spara eyrinn og kasta krónunni með því að greiða ekki fyrir fleiri pláss en nú er gert í því öfluga meðferðarkerfi sem SÁÁ heldur úti. Sem betur fer hefur almenningur – einstaklingar jafnt og fyrirtæki – staðið þétt við bakið á SÁÁ þegar samtökin hafa þurft á að halda. Stuðningurinn sýnir hvaða hug fólk ber til starfsemi SÁÁ og þessa sjúkdóms sem hefur haft áhrif á flestar fjölskyldur í landinu. SÁÁ treystir á stuðning almennings nú sem fyrr. Við vonumst til að landsmenn taki vel á móti sölufólki álfsins næstu daga. Með almenning að bakhjarli mun SÁÁ gera það sem í valdi þeirra stendur til að standa vörð um bestu fáanlegu meðferð fyrir alkóhólista, aðra fíkla og fjölskyldur þeirra. Takk allir, fyrir stuðninginn við SÁÁ, ár eftir ár.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun