Ræðum tengsl ríkis og kirkju Hjalti Hugason skrifar 30. apríl 2014 07:00 Eftir stuðningsyfirlýsingu Árna Páls Samfylkingarformanns við þjóðkirkjuna hefur nokkuð verið ritað hér í blaðið um samband ríkis og kirkju. Hér verður ekki tekin afstaða í því máli en vakin athygli á að það verðskuldar umræðu án sýndarraka og staðhæfulítilla fullyrðinga.Þýðingarlaust ákvæði? Í leiðara 16. apríl sl. staðhæfir Ólafur Þ. Stephensen að stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna hafi „í dag enga praktíska þýðingu“. Er það örugglega svo? Mætti þá fella það niður án nokkurra afleiðinga? Er það t.d. skilningur Þjóðkirkjunnar sjálfrar? Hvers vegna beitti hún sér þá fyrir varðveislu þess í óbreyttri mynd fyrir tæpum tveimur árum? Er æskilegt að hafa ákvæði í stjórnarskrá sem ekki hafa neina „praktíska þýðingu“? Ritstjórinn telur að 62. gr. stjórnarskrárinnar sé „nokkurs konar yfirlýsing um kristna sögu og siðferðisgrundvöll ríkisins“. Var hún raunverulega hugsuð þannig? Ef þetta er hlutverk hennar væri þá ekki nær að orða hana sem gilda grein og staðsetja hana framar í stjórnarskránni? Þarfnast sagan þess að vera staðfest með stjórnarskrárákvæði? Lifir hún ekki fremur í sameiginlegu minni og sjálfsmynd þjóðarinnar? Ef sagan þarf stjórnarskrárstaðfestingu, hvernig verður henni þá best fyrir komið? Í öllu falli er mikilvægt að gera sér grein fyrir að af trúarsögu Íslendinga verður ekki leitt neitt eitt ákveðið fyrirkomulag á tengslum ríkis og kirkju og það endurspeglað í ákvæðum stjórnarskrár eða laga. Í því efni þarf fremur að líta til nútímaaðstæðna. Á þeim nótum skrifar Valgarður Guðjónsson hér í blaðinu 23. apríl sl.Þjóðkirkja og mismunun Margt í grein Valgarðs þarfnast þó skýringa. Það er í sjálfu sér rétt að þjóðkirkjuskipan felur í sér mismunun. Það er aftur á móti ekki rétt sem af grein Valgarðs má ráða að það sé mismunun af því tagi sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur brjóta gegn Mannréttindasáttmálanum. Þvert á móti sýna nýlegir dómar að þjóðkirkjufyrirkomulag sem slíkt sé ekki álitið brjóta gegn sáttmálanum þótt einstakar afleiðingar þess eða útfærslur kunni að gera það. Eigi rök Valgarðs að gilda verður að sýna fram á að slíkir annmarkar séu til staðar hér. Samanburður hans við mismunun kynjanna eða kynþáttamisrétti er því misvísandi. Það er heldur ekki rétt sem Valgarður staðhæfir að enginn viti hvaða jarðir það séu sem standa undir samningi „ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar“. Það er skjalfest og í flestum tilvikum litlum vafa undirorpið um hvaða jarðir er að ræða. Hitt er sanni nær að erfiðara mun að meta „hversu mikils virði þær eru“. Þá má velta því fyrir sér við hvaða tíma skuli miðað komi til eignauppgjörs milli ríkis og kirkju, 1907, 1997 eða eitthvert ár í framtíðinni.Ræðum saman af nákvæmni Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa er mikilvægt að umræðan um tengsl ríkis og kirkju fari fram á málefnalegum grunni en ráðist ekki af tilfinningaþrungnum fullyrðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir stuðningsyfirlýsingu Árna Páls Samfylkingarformanns við þjóðkirkjuna hefur nokkuð verið ritað hér í blaðið um samband ríkis og kirkju. Hér verður ekki tekin afstaða í því máli en vakin athygli á að það verðskuldar umræðu án sýndarraka og staðhæfulítilla fullyrðinga.Þýðingarlaust ákvæði? Í leiðara 16. apríl sl. staðhæfir Ólafur Þ. Stephensen að stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna hafi „í dag enga praktíska þýðingu“. Er það örugglega svo? Mætti þá fella það niður án nokkurra afleiðinga? Er það t.d. skilningur Þjóðkirkjunnar sjálfrar? Hvers vegna beitti hún sér þá fyrir varðveislu þess í óbreyttri mynd fyrir tæpum tveimur árum? Er æskilegt að hafa ákvæði í stjórnarskrá sem ekki hafa neina „praktíska þýðingu“? Ritstjórinn telur að 62. gr. stjórnarskrárinnar sé „nokkurs konar yfirlýsing um kristna sögu og siðferðisgrundvöll ríkisins“. Var hún raunverulega hugsuð þannig? Ef þetta er hlutverk hennar væri þá ekki nær að orða hana sem gilda grein og staðsetja hana framar í stjórnarskránni? Þarfnast sagan þess að vera staðfest með stjórnarskrárákvæði? Lifir hún ekki fremur í sameiginlegu minni og sjálfsmynd þjóðarinnar? Ef sagan þarf stjórnarskrárstaðfestingu, hvernig verður henni þá best fyrir komið? Í öllu falli er mikilvægt að gera sér grein fyrir að af trúarsögu Íslendinga verður ekki leitt neitt eitt ákveðið fyrirkomulag á tengslum ríkis og kirkju og það endurspeglað í ákvæðum stjórnarskrár eða laga. Í því efni þarf fremur að líta til nútímaaðstæðna. Á þeim nótum skrifar Valgarður Guðjónsson hér í blaðinu 23. apríl sl.Þjóðkirkja og mismunun Margt í grein Valgarðs þarfnast þó skýringa. Það er í sjálfu sér rétt að þjóðkirkjuskipan felur í sér mismunun. Það er aftur á móti ekki rétt sem af grein Valgarðs má ráða að það sé mismunun af því tagi sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur brjóta gegn Mannréttindasáttmálanum. Þvert á móti sýna nýlegir dómar að þjóðkirkjufyrirkomulag sem slíkt sé ekki álitið brjóta gegn sáttmálanum þótt einstakar afleiðingar þess eða útfærslur kunni að gera það. Eigi rök Valgarðs að gilda verður að sýna fram á að slíkir annmarkar séu til staðar hér. Samanburður hans við mismunun kynjanna eða kynþáttamisrétti er því misvísandi. Það er heldur ekki rétt sem Valgarður staðhæfir að enginn viti hvaða jarðir það séu sem standa undir samningi „ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar“. Það er skjalfest og í flestum tilvikum litlum vafa undirorpið um hvaða jarðir er að ræða. Hitt er sanni nær að erfiðara mun að meta „hversu mikils virði þær eru“. Þá má velta því fyrir sér við hvaða tíma skuli miðað komi til eignauppgjörs milli ríkis og kirkju, 1907, 1997 eða eitthvert ár í framtíðinni.Ræðum saman af nákvæmni Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa er mikilvægt að umræðan um tengsl ríkis og kirkju fari fram á málefnalegum grunni en ráðist ekki af tilfinningaþrungnum fullyrðingum.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun