Ræðum tengsl ríkis og kirkju Hjalti Hugason skrifar 30. apríl 2014 07:00 Eftir stuðningsyfirlýsingu Árna Páls Samfylkingarformanns við þjóðkirkjuna hefur nokkuð verið ritað hér í blaðið um samband ríkis og kirkju. Hér verður ekki tekin afstaða í því máli en vakin athygli á að það verðskuldar umræðu án sýndarraka og staðhæfulítilla fullyrðinga.Þýðingarlaust ákvæði? Í leiðara 16. apríl sl. staðhæfir Ólafur Þ. Stephensen að stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna hafi „í dag enga praktíska þýðingu“. Er það örugglega svo? Mætti þá fella það niður án nokkurra afleiðinga? Er það t.d. skilningur Þjóðkirkjunnar sjálfrar? Hvers vegna beitti hún sér þá fyrir varðveislu þess í óbreyttri mynd fyrir tæpum tveimur árum? Er æskilegt að hafa ákvæði í stjórnarskrá sem ekki hafa neina „praktíska þýðingu“? Ritstjórinn telur að 62. gr. stjórnarskrárinnar sé „nokkurs konar yfirlýsing um kristna sögu og siðferðisgrundvöll ríkisins“. Var hún raunverulega hugsuð þannig? Ef þetta er hlutverk hennar væri þá ekki nær að orða hana sem gilda grein og staðsetja hana framar í stjórnarskránni? Þarfnast sagan þess að vera staðfest með stjórnarskrárákvæði? Lifir hún ekki fremur í sameiginlegu minni og sjálfsmynd þjóðarinnar? Ef sagan þarf stjórnarskrárstaðfestingu, hvernig verður henni þá best fyrir komið? Í öllu falli er mikilvægt að gera sér grein fyrir að af trúarsögu Íslendinga verður ekki leitt neitt eitt ákveðið fyrirkomulag á tengslum ríkis og kirkju og það endurspeglað í ákvæðum stjórnarskrár eða laga. Í því efni þarf fremur að líta til nútímaaðstæðna. Á þeim nótum skrifar Valgarður Guðjónsson hér í blaðinu 23. apríl sl.Þjóðkirkja og mismunun Margt í grein Valgarðs þarfnast þó skýringa. Það er í sjálfu sér rétt að þjóðkirkjuskipan felur í sér mismunun. Það er aftur á móti ekki rétt sem af grein Valgarðs má ráða að það sé mismunun af því tagi sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur brjóta gegn Mannréttindasáttmálanum. Þvert á móti sýna nýlegir dómar að þjóðkirkjufyrirkomulag sem slíkt sé ekki álitið brjóta gegn sáttmálanum þótt einstakar afleiðingar þess eða útfærslur kunni að gera það. Eigi rök Valgarðs að gilda verður að sýna fram á að slíkir annmarkar séu til staðar hér. Samanburður hans við mismunun kynjanna eða kynþáttamisrétti er því misvísandi. Það er heldur ekki rétt sem Valgarður staðhæfir að enginn viti hvaða jarðir það séu sem standa undir samningi „ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar“. Það er skjalfest og í flestum tilvikum litlum vafa undirorpið um hvaða jarðir er að ræða. Hitt er sanni nær að erfiðara mun að meta „hversu mikils virði þær eru“. Þá má velta því fyrir sér við hvaða tíma skuli miðað komi til eignauppgjörs milli ríkis og kirkju, 1907, 1997 eða eitthvert ár í framtíðinni.Ræðum saman af nákvæmni Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa er mikilvægt að umræðan um tengsl ríkis og kirkju fari fram á málefnalegum grunni en ráðist ekki af tilfinningaþrungnum fullyrðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir stuðningsyfirlýsingu Árna Páls Samfylkingarformanns við þjóðkirkjuna hefur nokkuð verið ritað hér í blaðið um samband ríkis og kirkju. Hér verður ekki tekin afstaða í því máli en vakin athygli á að það verðskuldar umræðu án sýndarraka og staðhæfulítilla fullyrðinga.Þýðingarlaust ákvæði? Í leiðara 16. apríl sl. staðhæfir Ólafur Þ. Stephensen að stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna hafi „í dag enga praktíska þýðingu“. Er það örugglega svo? Mætti þá fella það niður án nokkurra afleiðinga? Er það t.d. skilningur Þjóðkirkjunnar sjálfrar? Hvers vegna beitti hún sér þá fyrir varðveislu þess í óbreyttri mynd fyrir tæpum tveimur árum? Er æskilegt að hafa ákvæði í stjórnarskrá sem ekki hafa neina „praktíska þýðingu“? Ritstjórinn telur að 62. gr. stjórnarskrárinnar sé „nokkurs konar yfirlýsing um kristna sögu og siðferðisgrundvöll ríkisins“. Var hún raunverulega hugsuð þannig? Ef þetta er hlutverk hennar væri þá ekki nær að orða hana sem gilda grein og staðsetja hana framar í stjórnarskránni? Þarfnast sagan þess að vera staðfest með stjórnarskrárákvæði? Lifir hún ekki fremur í sameiginlegu minni og sjálfsmynd þjóðarinnar? Ef sagan þarf stjórnarskrárstaðfestingu, hvernig verður henni þá best fyrir komið? Í öllu falli er mikilvægt að gera sér grein fyrir að af trúarsögu Íslendinga verður ekki leitt neitt eitt ákveðið fyrirkomulag á tengslum ríkis og kirkju og það endurspeglað í ákvæðum stjórnarskrár eða laga. Í því efni þarf fremur að líta til nútímaaðstæðna. Á þeim nótum skrifar Valgarður Guðjónsson hér í blaðinu 23. apríl sl.Þjóðkirkja og mismunun Margt í grein Valgarðs þarfnast þó skýringa. Það er í sjálfu sér rétt að þjóðkirkjuskipan felur í sér mismunun. Það er aftur á móti ekki rétt sem af grein Valgarðs má ráða að það sé mismunun af því tagi sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur brjóta gegn Mannréttindasáttmálanum. Þvert á móti sýna nýlegir dómar að þjóðkirkjufyrirkomulag sem slíkt sé ekki álitið brjóta gegn sáttmálanum þótt einstakar afleiðingar þess eða útfærslur kunni að gera það. Eigi rök Valgarðs að gilda verður að sýna fram á að slíkir annmarkar séu til staðar hér. Samanburður hans við mismunun kynjanna eða kynþáttamisrétti er því misvísandi. Það er heldur ekki rétt sem Valgarður staðhæfir að enginn viti hvaða jarðir það séu sem standa undir samningi „ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar“. Það er skjalfest og í flestum tilvikum litlum vafa undirorpið um hvaða jarðir er að ræða. Hitt er sanni nær að erfiðara mun að meta „hversu mikils virði þær eru“. Þá má velta því fyrir sér við hvaða tíma skuli miðað komi til eignauppgjörs milli ríkis og kirkju, 1907, 1997 eða eitthvert ár í framtíðinni.Ræðum saman af nákvæmni Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa er mikilvægt að umræðan um tengsl ríkis og kirkju fari fram á málefnalegum grunni en ráðist ekki af tilfinningaþrungnum fullyrðingum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun