Þegar ein báran rís Einar Benediktsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun