Þróunin verður ekki umflúin Valgarður Guðjónsson skrifar 23. apríl 2014 07:00 Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar