Þróunin verður ekki umflúin Valgarður Guðjónsson skrifar 23. apríl 2014 07:00 Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það blasti heldur undarlegur pistill við mér í leiðara Fréttablaðsins 16. apríl sl., skrifaður af Ólafi Þ. Stephensen. Leiðarinn er sérkennileg blanda af rökleysum og rangfærslum til stuðnings yfirlýsingum Árna Páls um þjóðkirkjuna. Gott og vel, kannski má sýna þessu skilning, það er ekki mikið um rök málinu til stuðnings og því kannski úr litlu að moða. Höfundur leggur áherslu á söguna og segir að hún verði ekki umflúin. Þó hlutir hafa verið á einhvern hátt þýðir það ekki að við getum ekki breytt þeim til betri vegar. Það felst gríðarlegt misrétti í ríkiskirkjufyrirkomulaginu hér á landi, það mismunar fólki eftir trúarskoðunum og stangast bæði á við Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Það nægir að benda á hversu fráleitur þessi málflutningur er með því að skipta út þjóðkirkjunni og setja inn jafnrétti kynja (eða kynþáttafordóma). Hvernig ætli leiðari Fréttablaðsins hefði verið ef innihaldið væri að ekki mætti leiðrétta misrétti kynjanna vegna þess að hér hafi verið misrétti og að sagan verði ekki umflúin? Flestar fullyrðingar hafa margsinnis verið leiðréttar. Það greiða allir sóknargjöld þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Fjármálaráðherra staðfesti þetta til að mynda í svari 24. mars. Allir greiða háar fjárhæðir til reksturs ríkisrekinnar kirkju fyrir utan þau sóknargjöld sem hún fær. Hluti af því er skýrður með „jarðasamningi“ frá 1997, en bara hluti, við sem erum trúlaus greiðum nefnilega enn meira.Hausverkur Ritstjóranum ratast þó rétt á rithönd þegar hann segir að það yrði talsverður hausverkur að reikna út hvað kirkjan ætti að fá (ef nokkuð) ef samningnum um jarðirnar frá 1997 yrði rift. Það veit nefnilega enginn hvaða jarðir þetta voru. Þess vegna veit enginn hversu mikils virði þær eru. Skárstu ágiskanir eru um eða innan við árlegt gjald til kirkjunnar. Aðrar rökleysur telja lítið, það eru frídagar í flestum nágrannalöndum, alls konar tákn sitja í þjóðfánum og neyðarlegar setningar finnast í mörgum þjóðsöngnum. Fæstar þessara þjóða hafa ríkisrekna kirkju. Og ekkert af þessu réttlætir að ég þurfi að greiða fyrir rekstur trúfélags sem ég vil ekki tilheyra. Svo nefnir höfundur að við megum ekki gleyma niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána. Nei, við skulum heldur ekki gleyma því hvernig staðið var að henni. Við skulum ekki gleyma að spurningunni var snúið við á kjörseðlinum, ekki gleyma að rangt var farið með grundvallaratriði í kynningarbæklingi, munum að ríkisrekin kirkjan eyddi góðum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum til að auglýsa sig og kynna sinn málstað. Og höfum sérstaklega í huga hversu hlutdræg kynning fjölmiðla var, sérstaklega RÚV. Og gleymum ekki að niðurstöðurnar voru í mótsögn við niðurstöður skoðanakannana. Trúleysi eykst jafnt og þétt bæði hér og í nágrannalöndum okkar og fer þar eðlilega í takt við betri upplýsingar og meiri menntun. Fylgjendur ríkiskirkjunnar eru nefnilega á hálum ís þegar þeir nota „meirihlutarökin“ til að réttlæta yfirgang og kúgun og það að ganga á rétt minnihlutans. Það styttist nefnilega í að skráðir trúleysingjar verði hér í meirihluta. Ég á reyndar ekki von á að þeir láti trúaða kenna á „eigin meðulum“ – trúleysi fylgir nefnilega gjarnan talsvert umburðarlyndi. Það má læra af sögunni, það þýðir ekki að við ætlum að „flýja“ hana, framþróun verður hins vegar ekki umflúin.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun