Tvær milljón áminningar um upprisu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. apríl 2014 07:00 Áætlað er að Íslendingar borði um tvær milljónir páskaeggja núna um hátíðina. Það eru hátt í sex egg á mann; sum eru þegar horfin ofan í okkur en þeirra veglegustu verður margra leitað í fyrramálið, þegar páskadagur rennur upp. Fyrir mörgum eru páskarnir fyrst og fremst kærkomið fimm daga frí þegar daginn er tekið að lengja og einkennast ekki sízt af útivist og súkkulaðiáti. Fyrir þá sem játa kristna trú – og það er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar – hafa þeir samt dýpri merkingu. Páskaeggin eiga einmitt að minna okkur á inntak páskanna. Egg eiga sér langa sögu sem tákn um frjósemi og endurfæðingu, löngu fyrir daga Krists. Í kristinni táknfræði minnir hins vegar brotin skurn eggsins á tóma gröf Krists að morgni páskadags. Að utanverðu minnir eggjaskurnin á kaldan steininn en innan í henni er nýtt líf, sem bíður þess að klekjast út – og á það minnir líka krúttlegi páskaunginn sem trónir á mörgum súkkulaðieggjunum sem verða snædd á morgun. Páskarnir eru mikilvægasta trúarhátíð kristinna manna vegna þess að í páskaboðskapnum felst fyrirheit um eilíft líf. Eftir dapurlegar frásagnir undanfarinna daga af kvöl og pínu Krists verður fagnaðarboðskapurinn lesinn úr Markúsarguðspjalli í kirkjum landsins í fyrramálið: „Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust. En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.““ Þessi frásögn af upprisunni er öflugasti drifkrafturinn í trú hundraða milljóna kristinna manna um allan heim. Páskarnir eru sigurhátíð, þar sem við fögnum sigri lífsins á dauðanum, ljóssins yfir myrkrinu, þess góða á illum öflum. Kristnir menn vænta ekki eingöngu eilífs lífs eftir enda jarðlífsins, þeir eiga líka fyrirheit um nýtt líf með Kristi hér í þessari jarðvist ef þeir fara að fordæmi hans. Það er ágætt að hafa það í huga um leið og einu af þessum tveimur milljónum páskaeggja er sporðrennt – og þá má um leið gleðjast yfir því að það er ekki algengt að jafnmargar kaloríur flytji okkur eins ánægjulegan og fallegan boðskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Áætlað er að Íslendingar borði um tvær milljónir páskaeggja núna um hátíðina. Það eru hátt í sex egg á mann; sum eru þegar horfin ofan í okkur en þeirra veglegustu verður margra leitað í fyrramálið, þegar páskadagur rennur upp. Fyrir mörgum eru páskarnir fyrst og fremst kærkomið fimm daga frí þegar daginn er tekið að lengja og einkennast ekki sízt af útivist og súkkulaðiáti. Fyrir þá sem játa kristna trú – og það er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar – hafa þeir samt dýpri merkingu. Páskaeggin eiga einmitt að minna okkur á inntak páskanna. Egg eiga sér langa sögu sem tákn um frjósemi og endurfæðingu, löngu fyrir daga Krists. Í kristinni táknfræði minnir hins vegar brotin skurn eggsins á tóma gröf Krists að morgni páskadags. Að utanverðu minnir eggjaskurnin á kaldan steininn en innan í henni er nýtt líf, sem bíður þess að klekjast út – og á það minnir líka krúttlegi páskaunginn sem trónir á mörgum súkkulaðieggjunum sem verða snædd á morgun. Páskarnir eru mikilvægasta trúarhátíð kristinna manna vegna þess að í páskaboðskapnum felst fyrirheit um eilíft líf. Eftir dapurlegar frásagnir undanfarinna daga af kvöl og pínu Krists verður fagnaðarboðskapurinn lesinn úr Markúsarguðspjalli í kirkjum landsins í fyrramálið: „Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust. En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.““ Þessi frásögn af upprisunni er öflugasti drifkrafturinn í trú hundraða milljóna kristinna manna um allan heim. Páskarnir eru sigurhátíð, þar sem við fögnum sigri lífsins á dauðanum, ljóssins yfir myrkrinu, þess góða á illum öflum. Kristnir menn vænta ekki eingöngu eilífs lífs eftir enda jarðlífsins, þeir eiga líka fyrirheit um nýtt líf með Kristi hér í þessari jarðvist ef þeir fara að fordæmi hans. Það er ágætt að hafa það í huga um leið og einu af þessum tveimur milljónum páskaeggja er sporðrennt – og þá má um leið gleðjast yfir því að það er ekki algengt að jafnmargar kaloríur flytji okkur eins ánægjulegan og fallegan boðskap.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun