Heimilum blæðir, landbúnaður í bómull Guðjón Sigurbjartsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Helmingur heimilanna í landinu á í erfiðleikum með að ná endum saman og um tíu prósent okkar eru í alvarlegum vanskilum. Atvinnulífið getur ekki greitt hærri laun, meðal annars vegna erfiðs rekstrarumhverfis og gjaldmiðilsvanda. Launahækkanir umfram getu hækka bara verðlag og verðtryggðar skuldir. Þetta er alvöru ómöguleiki fyrir fólkið í landinu og mun alvarlegri og erfiðari en verkefnið að ljúka samningum við Evrópusambandið sem er nú bara þægileg innivinna. Hvað er til ráða? Í McKinsey-skýrslunni og víðar eru upplýsingar um það sem gera þarf til að bæta lífskjörin í landinu. Meðal þess brýnasta er að taka á óhagkvæmni landbúnaðarins.Landbúnaðurinn nýtur velvildar Þeir njóta líka velvildar sem hafa lítið handa á milli og þeir sem standa höllum fæti. En það er ekki hægt að gera allt fyrir alla. Landbúnaðurinn fær samt árlega frá neytendum hvorki meira né minna en 8 milljarða króna í formi tollverndar, það er markaðsverndar, samkvæmt OECD. Auk þess fær hann 12 milljarða frá skattgreiðendum í styrkjum á fjárlögum. Samtals eru þetta 20 milljarðar króna á ári, sem eru um þrjú prósent af opinberum útgjöldum. Það er þrisvar sinnum meira en meðaltalið í Evrópu þar sem opinn matvörumarkaður tryggir lág verð og gott framboð. Þessi vernd og styrkir eru með því mesta í heiminum og koma hart niður á efnaminni heimilum.Ef bæta á lífskjör þarf breytingar Opna þarf á tollfrjálsan innflutning matvæla og fella niður undanþágur landbúnaðarins frá samkeppnislögum. Við opnun aukast ráðstöfunartekjur meðalheimilis um 100 til 200 þúsund kr. á ári. Þetta kemur sér best fyrir þá efnaminni þar sem verja þarf stærstum hluta útgjaldanna í grunnþarfir og kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um að minnsta kosti 5 til 10%. Við opnun matvælamarkaðarins, með eða án inngöngu í ESB, opnast 550 milljóna manna innri markaður Evrópu fyrir okkar matvælaframleiðendum. Á móti samdrætti í sumum greinum landbúnaðarins koma ný tækifæri. Innlend matvælavinnsla fær ódýrara innflutt hráefni, eins og hún hefur nýtt sér þegar kjúklinga, svínakjöt og smjör hefur skort hér innanlands. Við höfum reynslu af alþjóðlegum viðskiptum með matvæli. Sjávarútvegsfyrirtækin eru í raun matvælaframleiðendur í útflutningi. Bakkavör, glæsilegt 18.800 manna fyrirtæki, framleiðir gríðarlegt magn ferskra matarskammta daglega í Bretlandi og víðar um heiminn. Upp munu vaxa fleiri alþjóðleg matvælafyrirtæki. Við getum líka, eins og mörg Evrópulönd, nýtt þekkingu og reynslu í landbúnaði til að hjálpa fólki í þróunarlöndum við að auka sína matvælaframleiðslu til eigin neyslu og útflutnings á Evrópumarkað og til okkar. Lækka þarf styrki skattgreiðenda til landbúnaðarins um tvo þriðjuhluta niður í Evrópumeðaltalið. Styrkirnir myndu lækka úr 12 milljörðum í 4 milljarða á ári. Með þessari 8 milljarða lækkun útgjalda ríkisins mætti til dæmis lækka virðisaukaskattinn um 5 prósent. Lækkun virðisaukaskatts kemur á matvæli, föt og aðrar nauðsynjar og fleira og myndi líka koma þeim efnaminnstu best. Skipuleggja þarf landnotkun til sveita og miða stuðning skattgreiðenda við nýtingu lands en ekki framleitt magn. Skilgreina þarf heppileg landsvæði til landbúnaðar meðal annars út frá fjarlægð frá þéttbýli og umhverfissjónarmiðum. Framleiðslutengdur stuðningur stuðlar að sóun þegar framleiðslan miðast við að fá styrki. Sumir telja mikilvægt að hafa landbúnað sem víðast um landið, það styðji við þróun ferðaþjónustu og sé skemmtilegra þegar ferðast er um landið. Ósnortin náttúra hefur sérstakt aðdráttarafl fyrir marga. Ekki er öll byggð til prýði. Í opnu kerfi verða færri og stærri býli og ímynd greinarinnar mun stórbatna.Sérhagsmunir fárra víki Alþingi virðist máttlaust þegar kemur að breytingum sem gagnast hinum þögla meirihluta á kostnað háværra sérhagsmunahópa. Þeir sem hafa verið að beita sér fyrir breytingum á landbúnaðarkerfinu eru SA, SVÞ, FA, Neytendasamtökin, sumir fjölmiðlanna, Samkeppniseftirlitið og einstaklingar. Skilningur er að vaxa. Fleiri ættu að láta til sín taka og styðja nauðsynlegar breytingar. Sveitarfélög sem greiða framfærslustyrki, hjálparstofnanir sem sinna matargjöfum, verkalýðsfélög sem berjast fyrir bættum kaupmætti og fleiri einstaklingar sem sjá þörfina. Þessar breytingar eru nauðsynlegar og þær má gera af tillitssemi og með stuðningi við þá sem verða fyrir röskun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Helmingur heimilanna í landinu á í erfiðleikum með að ná endum saman og um tíu prósent okkar eru í alvarlegum vanskilum. Atvinnulífið getur ekki greitt hærri laun, meðal annars vegna erfiðs rekstrarumhverfis og gjaldmiðilsvanda. Launahækkanir umfram getu hækka bara verðlag og verðtryggðar skuldir. Þetta er alvöru ómöguleiki fyrir fólkið í landinu og mun alvarlegri og erfiðari en verkefnið að ljúka samningum við Evrópusambandið sem er nú bara þægileg innivinna. Hvað er til ráða? Í McKinsey-skýrslunni og víðar eru upplýsingar um það sem gera þarf til að bæta lífskjörin í landinu. Meðal þess brýnasta er að taka á óhagkvæmni landbúnaðarins.Landbúnaðurinn nýtur velvildar Þeir njóta líka velvildar sem hafa lítið handa á milli og þeir sem standa höllum fæti. En það er ekki hægt að gera allt fyrir alla. Landbúnaðurinn fær samt árlega frá neytendum hvorki meira né minna en 8 milljarða króna í formi tollverndar, það er markaðsverndar, samkvæmt OECD. Auk þess fær hann 12 milljarða frá skattgreiðendum í styrkjum á fjárlögum. Samtals eru þetta 20 milljarðar króna á ári, sem eru um þrjú prósent af opinberum útgjöldum. Það er þrisvar sinnum meira en meðaltalið í Evrópu þar sem opinn matvörumarkaður tryggir lág verð og gott framboð. Þessi vernd og styrkir eru með því mesta í heiminum og koma hart niður á efnaminni heimilum.Ef bæta á lífskjör þarf breytingar Opna þarf á tollfrjálsan innflutning matvæla og fella niður undanþágur landbúnaðarins frá samkeppnislögum. Við opnun aukast ráðstöfunartekjur meðalheimilis um 100 til 200 þúsund kr. á ári. Þetta kemur sér best fyrir þá efnaminni þar sem verja þarf stærstum hluta útgjaldanna í grunnþarfir og kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um að minnsta kosti 5 til 10%. Við opnun matvælamarkaðarins, með eða án inngöngu í ESB, opnast 550 milljóna manna innri markaður Evrópu fyrir okkar matvælaframleiðendum. Á móti samdrætti í sumum greinum landbúnaðarins koma ný tækifæri. Innlend matvælavinnsla fær ódýrara innflutt hráefni, eins og hún hefur nýtt sér þegar kjúklinga, svínakjöt og smjör hefur skort hér innanlands. Við höfum reynslu af alþjóðlegum viðskiptum með matvæli. Sjávarútvegsfyrirtækin eru í raun matvælaframleiðendur í útflutningi. Bakkavör, glæsilegt 18.800 manna fyrirtæki, framleiðir gríðarlegt magn ferskra matarskammta daglega í Bretlandi og víðar um heiminn. Upp munu vaxa fleiri alþjóðleg matvælafyrirtæki. Við getum líka, eins og mörg Evrópulönd, nýtt þekkingu og reynslu í landbúnaði til að hjálpa fólki í þróunarlöndum við að auka sína matvælaframleiðslu til eigin neyslu og útflutnings á Evrópumarkað og til okkar. Lækka þarf styrki skattgreiðenda til landbúnaðarins um tvo þriðjuhluta niður í Evrópumeðaltalið. Styrkirnir myndu lækka úr 12 milljörðum í 4 milljarða á ári. Með þessari 8 milljarða lækkun útgjalda ríkisins mætti til dæmis lækka virðisaukaskattinn um 5 prósent. Lækkun virðisaukaskatts kemur á matvæli, föt og aðrar nauðsynjar og fleira og myndi líka koma þeim efnaminnstu best. Skipuleggja þarf landnotkun til sveita og miða stuðning skattgreiðenda við nýtingu lands en ekki framleitt magn. Skilgreina þarf heppileg landsvæði til landbúnaðar meðal annars út frá fjarlægð frá þéttbýli og umhverfissjónarmiðum. Framleiðslutengdur stuðningur stuðlar að sóun þegar framleiðslan miðast við að fá styrki. Sumir telja mikilvægt að hafa landbúnað sem víðast um landið, það styðji við þróun ferðaþjónustu og sé skemmtilegra þegar ferðast er um landið. Ósnortin náttúra hefur sérstakt aðdráttarafl fyrir marga. Ekki er öll byggð til prýði. Í opnu kerfi verða færri og stærri býli og ímynd greinarinnar mun stórbatna.Sérhagsmunir fárra víki Alþingi virðist máttlaust þegar kemur að breytingum sem gagnast hinum þögla meirihluta á kostnað háværra sérhagsmunahópa. Þeir sem hafa verið að beita sér fyrir breytingum á landbúnaðarkerfinu eru SA, SVÞ, FA, Neytendasamtökin, sumir fjölmiðlanna, Samkeppniseftirlitið og einstaklingar. Skilningur er að vaxa. Fleiri ættu að láta til sín taka og styðja nauðsynlegar breytingar. Sveitarfélög sem greiða framfærslustyrki, hjálparstofnanir sem sinna matargjöfum, verkalýðsfélög sem berjast fyrir bættum kaupmætti og fleiri einstaklingar sem sjá þörfina. Þessar breytingar eru nauðsynlegar og þær má gera af tillitssemi og með stuðningi við þá sem verða fyrir röskun.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar