ESB-málið breytir flokkakerfinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. apríl 2014 08:00 Veruleg eftirspurn virðist vera hjá kjósendum eftir nýjum, Evrópusinnuðum hægriflokki, eins og sést af niðurstöðum Capacent-könnunar sem Fréttablaðið birti um helgina. Miðað við það hvernig fylgi flokkanna lagðist í síðustu könnun Capacent og hvaðan nýr flokkur myndi aðallega fá fylgi sitt, gæti hann orðið stærsti flokkur landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en báðir fengju samkvæmt þessari greiningu 21,5 prósent atkvæða og 14 þingmenn. Þar á eftir kæmu fjórir flokkar með 11-12 prósenta fylgi og 7-8 þingmenn og loks Píratar með 8 prósent og sex þingmenn. Þetta væri gríðarleg breyting á pólitíska landslaginu. Að sjálfsögðu þarf að hafa fyrirvara á niðurstöðunum. Enginn flokkur er orðinn til, langt í næstu kosningar og ný framboð fá oft mikinn stuðning í upphafi sem fjarar síðan út. Það er rangt að stilla nýjum flokki upp sem „Nýja Sjálfstæðisflokknum“ eða klofningi út úr Sjálfstæðisflokknum. Miðað við niðurstöðurnar hefði hann breiðari skírskotun en það og fengi um helming fylgisins frá Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð. Um leið er það heldur ekki rétt, sem haldið hefur verið fram um helgina, að nýr flokkur af þessu tagi kæmi lítið við kaunin á Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann tæki ekki nema um fjórðung fylgis síns frá honum, miðað við það hvað fólk kaus í síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var nefnilega um þriðjungurinn af sögulegu fylgi Sjálfstæðisflokksins annars staðar en heima hjá sér. Margir kjósendur sem ella hefðu kosið flokkinn kusu Samfylkinguna eða Bjarta framtíð vegna Evrópustefnunnar, en sumir Framsókn vegna loforða hennar um feita tékka handa millistéttinni. Nýr hægriflokkur gæti komið í veg fyrir að þetta fylgi skilaði sér nokkurn tímann aftur til Sjálfstæðisflokksins og hann myndi festast í núverandi fylgi. Til að ná til breiðari hóps en fyrrverandi kjósenda Sjálfstæðisflokksins yrði slíkur flokkur þó að bjóða upp á eitthvað annað en stefnu Sjálfstæðisflokksins plús að stefna að ESB-aðild. Hann þyrfti til dæmis að setja róttæka uppstokkun landbúnaðarkerfisins á stefnuskrána og greina sig þannig frá flokkunum sem standa vörð um núverandi kerfi. Sumir forystumenn Sjálfstæðisflokksins átta sig greinilega á þeirri ógn sem nýr hægriflokkur væri við framtíðarfylgi hans. Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður sagði á Stöð 2 um helgina að of geyst hefði verið farið fram með tillögu um að slíta viðræðum við ESB og finna þyrfti breiða sátt í málinu. Spurningin er hins vegar hvort forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki þegar gengið alltof langt til að Evrópusinnuðu kjósendurnir komi nokkurn tímann aftur heim, að minnsta kosti á meðan aðildarviðræðum er ólokið. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Sjálfstæðisflokkurinn muni aldrei styðja slíkar viðræður. Og fyrst ríkisstjórnin vill ekki fara þjóðaratkvæðagreiðsluleiðina til að höggva á hnútinn, er nánast óhjákvæmilegt að flokkakerfið taki breytingum og línurnar leggist eftir afstöðu til þessa stóra hagsmunamáls þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Veruleg eftirspurn virðist vera hjá kjósendum eftir nýjum, Evrópusinnuðum hægriflokki, eins og sést af niðurstöðum Capacent-könnunar sem Fréttablaðið birti um helgina. Miðað við það hvernig fylgi flokkanna lagðist í síðustu könnun Capacent og hvaðan nýr flokkur myndi aðallega fá fylgi sitt, gæti hann orðið stærsti flokkur landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en báðir fengju samkvæmt þessari greiningu 21,5 prósent atkvæða og 14 þingmenn. Þar á eftir kæmu fjórir flokkar með 11-12 prósenta fylgi og 7-8 þingmenn og loks Píratar með 8 prósent og sex þingmenn. Þetta væri gríðarleg breyting á pólitíska landslaginu. Að sjálfsögðu þarf að hafa fyrirvara á niðurstöðunum. Enginn flokkur er orðinn til, langt í næstu kosningar og ný framboð fá oft mikinn stuðning í upphafi sem fjarar síðan út. Það er rangt að stilla nýjum flokki upp sem „Nýja Sjálfstæðisflokknum“ eða klofningi út úr Sjálfstæðisflokknum. Miðað við niðurstöðurnar hefði hann breiðari skírskotun en það og fengi um helming fylgisins frá Framsóknarflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð. Um leið er það heldur ekki rétt, sem haldið hefur verið fram um helgina, að nýr flokkur af þessu tagi kæmi lítið við kaunin á Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann tæki ekki nema um fjórðung fylgis síns frá honum, miðað við það hvað fólk kaus í síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var nefnilega um þriðjungurinn af sögulegu fylgi Sjálfstæðisflokksins annars staðar en heima hjá sér. Margir kjósendur sem ella hefðu kosið flokkinn kusu Samfylkinguna eða Bjarta framtíð vegna Evrópustefnunnar, en sumir Framsókn vegna loforða hennar um feita tékka handa millistéttinni. Nýr hægriflokkur gæti komið í veg fyrir að þetta fylgi skilaði sér nokkurn tímann aftur til Sjálfstæðisflokksins og hann myndi festast í núverandi fylgi. Til að ná til breiðari hóps en fyrrverandi kjósenda Sjálfstæðisflokksins yrði slíkur flokkur þó að bjóða upp á eitthvað annað en stefnu Sjálfstæðisflokksins plús að stefna að ESB-aðild. Hann þyrfti til dæmis að setja róttæka uppstokkun landbúnaðarkerfisins á stefnuskrána og greina sig þannig frá flokkunum sem standa vörð um núverandi kerfi. Sumir forystumenn Sjálfstæðisflokksins átta sig greinilega á þeirri ógn sem nýr hægriflokkur væri við framtíðarfylgi hans. Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður sagði á Stöð 2 um helgina að of geyst hefði verið farið fram með tillögu um að slíta viðræðum við ESB og finna þyrfti breiða sátt í málinu. Spurningin er hins vegar hvort forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki þegar gengið alltof langt til að Evrópusinnuðu kjósendurnir komi nokkurn tímann aftur heim, að minnsta kosti á meðan aðildarviðræðum er ólokið. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Sjálfstæðisflokkurinn muni aldrei styðja slíkar viðræður. Og fyrst ríkisstjórnin vill ekki fara þjóðaratkvæðagreiðsluleiðina til að höggva á hnútinn, er nánast óhjákvæmilegt að flokkakerfið taki breytingum og línurnar leggist eftir afstöðu til þessa stóra hagsmunamáls þjóðarinnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun