Landshagir vænkast á ný Elín Hirst skrifar 14. apríl 2014 08:57 Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mörg teikn eru nú á lofti um að hagur íslenskrar þjóðar vænkist hratt um þessar mundir, sem er mikið gleðiefni fyrir okkur öll. Ýmsar staðreyndir benda í þessa átt. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri síðan 2007. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3 prósent á síðasta ári sem er það mesta frá árinu 2008. Og fólksflóttinn frá landinu hefur stöðvast. Þannig voru aðfluttir árið 2013 fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn frá 2008. Sannarlega ánægjuleg tíðindi. Samhliða hefur atvinnuástand farið batnandi, en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi á Íslandi 4,3 prósent í febrúar og þá er búið að taka með svokallaða árstíðarleiðréttingar. Verðbólga á Íslandi er einnig lítil. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent og án húsnæðis hefur vístöluhækkunin aðeins verið 0,8 prósent. Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður. Íslendingar fluttu út vörur, aðallega ál og sjávarafurðir, fyrir 11,2 milljörðum krónum hærri fjárhæð fyrstu tvo mánuði ársins en þeir fluttu inn. Allt eru þetta skýrar vísbendingar um að birta sé að færast yfir hagkerfið, ekki aðeins í svip, heldur til lengri tíma litið. Á næsta ári gerir Seðlabankinn ráð fyrir að efnahagsþróunin endurspegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila og verða lögfestar á næstu vikum. Á heildina litið er því spáð að hagvöxtur hér á landi næstu árin verði 3,1 prósent að meðaltali. Það er meiri hagvöxtur en síðastliðin 30 ár og þó nokkuð meiri vöxtur en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er búið að loka fjárlagagatinu og í fyrsta sinn um árabil sjá Íslendingar fram á að fara að greiða niður opinberar skuldir í stað þess að auka þær. Á sama tíma hafa lánskjör ríkissjóðs batnað. Greinilegt er að lánamarkaðurinn er farinn að treysta Íslandi á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að horfa bjartsýnir til framtíðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun