Skrifaði dramatískt uppsagnarbréf en hætti við Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2014 08:00 Sigríður á marga drauma sem eru fjarlægir núna en hún gæti vel hugsað sér að eltast við í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Við höfum farið á lengri túra og spilað á erlendum festivölum og ætlunin var að gera það líka þegar Enter 4 kom út. En utanaðkomandi aðstæður breyttu því. Við gátum ekki farið strax eftir að platan kom út því Högni var að glíma við veikindi þannig að það setti smá strik í reikninginn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í hljómsveitinni Hjaltalín. Hljómsveitin heldur stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 16. apríl og spilar mestmegnis efni af fyrrnefndri plötu, Enter 4, sem kom út árið 2012. Vinna við plötuna var um margt sérstök vegna þess að á því tímabili sem Hjaltalín vann hana var Högni Egilsson, annar söngvari sveitarinnar, að glíma við geðhvarfasýki eins og hann sagði mjög opinskátt frá í viðtali við Fréttatímann árið 2012. „Þetta var svolítið erfitt en líka bæði mjög áhugavert og gaman. Þetta var erfitt fyrir alla en við þurftum bara að hugsa hlutina aðeins öðru vísi og vinna öðru vísi en við hefðum gert ella. Ég held að ég geti sagt að í hugum okkar allra sé þetta fullkomlega ógleymanlegur tími. Það var öskrað, grátið, hlegið og allt þar á milli,“ segir Sigríður. Á þessum tímapunkti vissu allir í hljómsveitinni hvaða sjúkdómur hrjáði Högna en lengi vel var það ekki svo. Hún segir að sá tími hafi verið afar erfiður. „Þegar fólk fer í svona ástand gerist það hægt og maður tekur ekki eftir því strax. Allt í einu er hann kominn á stað þar sem augljóst er að það er einhver breyting í gangi. Áður en við áttuðum okkur á því hvað væri að gerast var þetta erfitt. Þá vissi ég ekki af hverju þetta var svona skrýtið. Ef maður ímyndar sér keðju þar sem einn hlekkurinn stækkar og breytist þá þurfa hinir hlekkirnir að aðlagast svo að keðjan haldi sér. Áður en þú áttar þig á því hvað er að gerast er það mjög erfitt. Þá veistu ekki hvernig þú átt að tækla hlutina og þú skilur ekki af hverju viðkomandi hagar sér eins og hann gerir. Allt umhverfi þitt breytist. Allir breyta hegðun sinni því þeir hafa ekki skilning á því sem hefur breyst. Þannig upplifði ég þetta. Það var óþægilegasti tíminn því þá var ég eitt spurningamerki. Persónuleiki manneskjunnar breytist. Egóið verður stórt og fyrirferðarmikið og ég reyndi að máta mig við það og jafna það út. Þá var þetta krítískt.“Sigríður var valin söngkona ársins í flokknum popp og rokk á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir stuttu.Hætti við að hætta Þessi tími tók svo á Sigríði að hún íhugaði alvarlega að segja skilið við sveitina. „Ég held að það hvarfli oft að fólki að hætta – almennt í því sem það vinnur við eða í einhvers konar samstarfi. En þarna var þetta virkilega ákveðin hugsun. Ég var búin að hugsa þetta út í gegn og ræða þetta við nokkra. Mér leið eins og ég væri að fara að skilja. Ég var mjög dramatísk yfir þessu og fannst þetta mjög hræðilegt. Ég held að vinum mínum hafi fundist hálfgalið hvernig ég dílaði við þetta. Mér finnst ekki dramatískt að tala um þetta í dag en mér fannst það þá. Mér fannst eins og þarna væri ég að taka ákvörðun um framtíð mína. Klippa á einhvern streng sem gæti aldrei gróið til baka. Ég skrifaði meira að segja bréf. Mjög dramatískt uppsagnarbréf. Það er einhvers staðar til í kosmósinum og á internetinu. Ég sendi það á einn í bandinu sem bað mig um að hugsa þetta aðeins. Sem ég gerði og hætti við. Oft er betra, eins og þekkt er í sögunni, að sofa á hlutunum. Það getur komið allt önnur niðurstaða í morgunsárið. Í þessu tilviki er ég mjög fegin að ég gerði það. Annars væri ég að horfa á þá setja upp þessa tónleika í Hörpu og væri orðin frystikista af bældri óánægju. Það væri verra. Ég held líka að það væri ekkert betra fyrir þá. Ég held að það sé voðalega gott fyrir þá að hafa mig – stundum allavega,“ segir Sigríður. Öskrandi sterk orka Hún segir allt hafa breyst þegar sveitin fékk þær fréttir að Högni væri með geðhvörf. „Þá öðlaðist ég einhvern skilning. Um leið og maður skilur af hverju hlekkirnir breytast getur maður brugðist við því. Við sem hljómsveit vildum reyna að skilja þetta og vinna með það. Það var mjög falleg ákvörðun sem allir tóku. Við notuðum líka það sem hann hafði þá sem var náttúrulega ótrúlegt. Orkan var öskrandi sterk. Hann var með hugmyndir sem voru algjörlega stórkostlegar. Sumt var algjörlega galið og út úr kú. Þetta er rosalega áhugavert ástand að vera í og fylgjast með einhverjum sem er í því og reyna að fylgja honum eftir. Við tókum ákvörðun um að gera þessa plötu og allir lögðust á eitt því aðstæður voru þannig. Það er líka ástæða þess, og ég held ég tali fyrir hönd okkar allra, að okkur þykir svo vænt um þessa plötu. Þetta var svo tilfinningalegt ferli sem gekk nærri honum og okkur öllum. Við náðum að koma þessu skipi í höfn með fallegu, samstilltu átaki allra. Núna horfi ég til þessa tíma með mjög mikilli hlýju og ég er mjög ánægð að hafa ekki verið búin að yfirgefa móðurskipið áður en þetta allt kom til.“Með kökk í hálsinum Sigríður hlakkar til að flytja Enter 4 í þessum mikilfenglega sal í Hörpu, sérstaklega í ljósi sögunnar á bak við plötuna. „Ég held að þetta verði magnað. Ég á ekki von á öðru. Okkur finnst öllum enn þá eins og platan eigi eitthvað inni hjá okkur og fólki. Við héldum náttúrulega útgáfutónleika fyrir þessa plötu í Gamla bíói og þeir voru frekar dramatískir. Högni átti svolítið erfitt með það en stóð sig ótrúlega vel. Ég var oft með kökk í hálsinum því mér fannst svo ótrúlegt að við værum að gera þetta. En ég held að fólk þurfi ekki að búast við því að við séum að fara að gráta mikið á þessum tónleikum eða strunsa út. Ég held að ég hætti ekki á tónleikunum. Ég sé ekki fyrir mér að ég velji þetta móment til þess,“ segir hún og hlær.„Ég er bara ein – þeir eru enn fimm. Ég geri ekki mikið úr því að ég sé stelpa en ekki þeir. Þann punkt finnst mér leiðinlegt að taka,“ segir Sigríður.Vísir/Arnþór BirkissonSpila meira erlendis Hjaltalín er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Evrópu, er byrjuð að huga að nýju efni og stefnir á að halda fleiri tónleika á þessu ári á erlendri grund. Aðspurð hvort meðlimir sveitarinnar hafi haldið að frægð og frami erlendis væri þeirra á þessum tímapunkti segir hún það ekkert aðalatriði. „Við fengum ansi góða dóma erlendis fyrir Enter 4 í frekar flottum og stórum miðlum. Það hefði náttúrulega verið ákjósanlegast að fara strax af stað þegar hún kom út en það gerðist ekki þannig að við þurftum að endurskipuleggja það allt. Fyrir mína parta finnst mér að eftir því sem maður fer oftar út og lengra inn í þennan bransa skilur maður líka síður hvað virkar og hvað virkar ekki. Hvað lætur hlutina ganga upp og hvað ekki. Þetta er svo stórt batterí. Þetta er rosa happa og glappa og snýst líka um að vera á réttum stað, á réttum tíma. Við viljum samt fara meira utan og stefnum á að gera það.“Ég er bara ein – þeir eru fimm Sigríður er nú eina stelpan í hljómsveitinni eftir að Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hætti fyrir rúmu ári. Hún segir það vissulega hafa verið viðbrigði. „Hún hafði líka aðra ástríðu í lífinu sem var kvikmyndagerð. Hún flutti til New York með kærastanum sínum og er að vinna í þeim bransa. Hún hætti ekki með dramatískum hætti. Hún fór bara út og er að gera þetta. En það breyttist ýmislegt þegar hún hætti. Ég er bara ein – þeir eru enn fimm. Ég geri ekki mikið úr því að ég sé stelpa en ekki þeir. Þann punkt finnst mér leiðinlegt að taka. Öllum getur þótt einhver tími erfiðari en annar, burtséð frá kyni og aldri. En mér fannst þetta skrýtið fyrst, ég viðurkenni það alveg. Það tók tíma fyrir mig að aðlagast því þegar hún Rebekka mín hætti. Ef það kemur upp einhver umræða finnst mér ég oft vera ein. Þegar ég er gaggandi um einhver femínísk mál til dæmis. Þá er ég bara ein. Þá segi ég það bara oftar og hærra og það er allt í lagi. En þeir eru góðir við mig og góðir að aðlagast. Þeir gætu verið miklu verri. Við rökræðum mikið innan sveitarinnar. Það hefur hver og einn sína kosti og galla og sínar skoðanir á hlutunum en allir hafa rétt á að hafa sínar skoðanir. Það verða ekki allir að vera sammála alltaf. Ég get ekki ætlast til að fólk breyti sér í átt að mér alltaf. Ég get ekki ætlast til að ég geti breytt einhverjum einstaklingi með rifrildi. Ég þarf líka að taka til í mér og þarf að mæta þeim. Ég á fullt eftir þar.“Líður vel að vera ein Talið berst að einkalífinu og hvort það rúmist í afar farsælum ferli sem Sigríður hefur átt síðustu ár. Hún hefur unnið með ótal listamönnum síðustu misseri og var kjörin söngkona ársins í flokknum popp og rokk á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir stuttu svo fátt eitt sé nefnt. Hún er barnlaus og einhleyp eins og stendur en standa engar breytingar á því til í nánustu framtíð? „Hér búa augljóslega engin börn. Hér bý ég bara ein,“ segir Sigríður og lítur í kringum sig í litlu íbúðinni sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Guð hjálpi því barni sem þyrfti að búa með mér í þessu litla plássi. Mér hefur aldrei, frá því ég var krakki, tekist að hugsa langt fram í tímann. Mér finnst rosalega gott að sjá fyrir mér nokkra mánuði, ekki meira. Það er hins vegar ekki einhver úthugsuð ákvörðun að búa hér á 35 fermetrum og ætla aldrei að fara héðan, aldrei að taka þátt í lífi annarra og alltaf að vera ein. Ég sé aldrei fram í tímann og er frekar afslöppuð varðandi framtíðarplön. Mér líður rosalega vel að vera ein og stjórna sjálfri mér og mínum tíma. Það er ekki þar með sagt að ég ætli alltaf að vera þannig,“ bætir hún við. Hún hefur tileinkað sér þá hugsun að útiloka ekkert í lífinu. „Ef mig langar til að kanna eitthvað annað en söng þá geri ég það. Ég held að fólk ætti að hugsa það með drauma og hugmyndir sem fólki finnst fjarlægar. Mér finnst heftandi og skelfileg hugsun að hugsa sér að ég verði alltaf nákvæmlega svona. Frekar vil ég ímynda mér að ég eigi eftir að gera eitthvað allt annað í framtíðinni. Þegar manni líður vel í eigin umhverfi og eigin skinni geta maður dvalið þar. Um leið og maður fer að ókyrrast á maður að þora að stökkva.“ Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sjá meira
Við höfum farið á lengri túra og spilað á erlendum festivölum og ætlunin var að gera það líka þegar Enter 4 kom út. En utanaðkomandi aðstæður breyttu því. Við gátum ekki farið strax eftir að platan kom út því Högni var að glíma við veikindi þannig að það setti smá strik í reikninginn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í hljómsveitinni Hjaltalín. Hljómsveitin heldur stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 16. apríl og spilar mestmegnis efni af fyrrnefndri plötu, Enter 4, sem kom út árið 2012. Vinna við plötuna var um margt sérstök vegna þess að á því tímabili sem Hjaltalín vann hana var Högni Egilsson, annar söngvari sveitarinnar, að glíma við geðhvarfasýki eins og hann sagði mjög opinskátt frá í viðtali við Fréttatímann árið 2012. „Þetta var svolítið erfitt en líka bæði mjög áhugavert og gaman. Þetta var erfitt fyrir alla en við þurftum bara að hugsa hlutina aðeins öðru vísi og vinna öðru vísi en við hefðum gert ella. Ég held að ég geti sagt að í hugum okkar allra sé þetta fullkomlega ógleymanlegur tími. Það var öskrað, grátið, hlegið og allt þar á milli,“ segir Sigríður. Á þessum tímapunkti vissu allir í hljómsveitinni hvaða sjúkdómur hrjáði Högna en lengi vel var það ekki svo. Hún segir að sá tími hafi verið afar erfiður. „Þegar fólk fer í svona ástand gerist það hægt og maður tekur ekki eftir því strax. Allt í einu er hann kominn á stað þar sem augljóst er að það er einhver breyting í gangi. Áður en við áttuðum okkur á því hvað væri að gerast var þetta erfitt. Þá vissi ég ekki af hverju þetta var svona skrýtið. Ef maður ímyndar sér keðju þar sem einn hlekkurinn stækkar og breytist þá þurfa hinir hlekkirnir að aðlagast svo að keðjan haldi sér. Áður en þú áttar þig á því hvað er að gerast er það mjög erfitt. Þá veistu ekki hvernig þú átt að tækla hlutina og þú skilur ekki af hverju viðkomandi hagar sér eins og hann gerir. Allt umhverfi þitt breytist. Allir breyta hegðun sinni því þeir hafa ekki skilning á því sem hefur breyst. Þannig upplifði ég þetta. Það var óþægilegasti tíminn því þá var ég eitt spurningamerki. Persónuleiki manneskjunnar breytist. Egóið verður stórt og fyrirferðarmikið og ég reyndi að máta mig við það og jafna það út. Þá var þetta krítískt.“Sigríður var valin söngkona ársins í flokknum popp og rokk á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir stuttu.Hætti við að hætta Þessi tími tók svo á Sigríði að hún íhugaði alvarlega að segja skilið við sveitina. „Ég held að það hvarfli oft að fólki að hætta – almennt í því sem það vinnur við eða í einhvers konar samstarfi. En þarna var þetta virkilega ákveðin hugsun. Ég var búin að hugsa þetta út í gegn og ræða þetta við nokkra. Mér leið eins og ég væri að fara að skilja. Ég var mjög dramatísk yfir þessu og fannst þetta mjög hræðilegt. Ég held að vinum mínum hafi fundist hálfgalið hvernig ég dílaði við þetta. Mér finnst ekki dramatískt að tala um þetta í dag en mér fannst það þá. Mér fannst eins og þarna væri ég að taka ákvörðun um framtíð mína. Klippa á einhvern streng sem gæti aldrei gróið til baka. Ég skrifaði meira að segja bréf. Mjög dramatískt uppsagnarbréf. Það er einhvers staðar til í kosmósinum og á internetinu. Ég sendi það á einn í bandinu sem bað mig um að hugsa þetta aðeins. Sem ég gerði og hætti við. Oft er betra, eins og þekkt er í sögunni, að sofa á hlutunum. Það getur komið allt önnur niðurstaða í morgunsárið. Í þessu tilviki er ég mjög fegin að ég gerði það. Annars væri ég að horfa á þá setja upp þessa tónleika í Hörpu og væri orðin frystikista af bældri óánægju. Það væri verra. Ég held líka að það væri ekkert betra fyrir þá. Ég held að það sé voðalega gott fyrir þá að hafa mig – stundum allavega,“ segir Sigríður. Öskrandi sterk orka Hún segir allt hafa breyst þegar sveitin fékk þær fréttir að Högni væri með geðhvörf. „Þá öðlaðist ég einhvern skilning. Um leið og maður skilur af hverju hlekkirnir breytast getur maður brugðist við því. Við sem hljómsveit vildum reyna að skilja þetta og vinna með það. Það var mjög falleg ákvörðun sem allir tóku. Við notuðum líka það sem hann hafði þá sem var náttúrulega ótrúlegt. Orkan var öskrandi sterk. Hann var með hugmyndir sem voru algjörlega stórkostlegar. Sumt var algjörlega galið og út úr kú. Þetta er rosalega áhugavert ástand að vera í og fylgjast með einhverjum sem er í því og reyna að fylgja honum eftir. Við tókum ákvörðun um að gera þessa plötu og allir lögðust á eitt því aðstæður voru þannig. Það er líka ástæða þess, og ég held ég tali fyrir hönd okkar allra, að okkur þykir svo vænt um þessa plötu. Þetta var svo tilfinningalegt ferli sem gekk nærri honum og okkur öllum. Við náðum að koma þessu skipi í höfn með fallegu, samstilltu átaki allra. Núna horfi ég til þessa tíma með mjög mikilli hlýju og ég er mjög ánægð að hafa ekki verið búin að yfirgefa móðurskipið áður en þetta allt kom til.“Með kökk í hálsinum Sigríður hlakkar til að flytja Enter 4 í þessum mikilfenglega sal í Hörpu, sérstaklega í ljósi sögunnar á bak við plötuna. „Ég held að þetta verði magnað. Ég á ekki von á öðru. Okkur finnst öllum enn þá eins og platan eigi eitthvað inni hjá okkur og fólki. Við héldum náttúrulega útgáfutónleika fyrir þessa plötu í Gamla bíói og þeir voru frekar dramatískir. Högni átti svolítið erfitt með það en stóð sig ótrúlega vel. Ég var oft með kökk í hálsinum því mér fannst svo ótrúlegt að við værum að gera þetta. En ég held að fólk þurfi ekki að búast við því að við séum að fara að gráta mikið á þessum tónleikum eða strunsa út. Ég held að ég hætti ekki á tónleikunum. Ég sé ekki fyrir mér að ég velji þetta móment til þess,“ segir hún og hlær.„Ég er bara ein – þeir eru enn fimm. Ég geri ekki mikið úr því að ég sé stelpa en ekki þeir. Þann punkt finnst mér leiðinlegt að taka,“ segir Sigríður.Vísir/Arnþór BirkissonSpila meira erlendis Hjaltalín er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Evrópu, er byrjuð að huga að nýju efni og stefnir á að halda fleiri tónleika á þessu ári á erlendri grund. Aðspurð hvort meðlimir sveitarinnar hafi haldið að frægð og frami erlendis væri þeirra á þessum tímapunkti segir hún það ekkert aðalatriði. „Við fengum ansi góða dóma erlendis fyrir Enter 4 í frekar flottum og stórum miðlum. Það hefði náttúrulega verið ákjósanlegast að fara strax af stað þegar hún kom út en það gerðist ekki þannig að við þurftum að endurskipuleggja það allt. Fyrir mína parta finnst mér að eftir því sem maður fer oftar út og lengra inn í þennan bransa skilur maður líka síður hvað virkar og hvað virkar ekki. Hvað lætur hlutina ganga upp og hvað ekki. Þetta er svo stórt batterí. Þetta er rosa happa og glappa og snýst líka um að vera á réttum stað, á réttum tíma. Við viljum samt fara meira utan og stefnum á að gera það.“Ég er bara ein – þeir eru fimm Sigríður er nú eina stelpan í hljómsveitinni eftir að Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hætti fyrir rúmu ári. Hún segir það vissulega hafa verið viðbrigði. „Hún hafði líka aðra ástríðu í lífinu sem var kvikmyndagerð. Hún flutti til New York með kærastanum sínum og er að vinna í þeim bransa. Hún hætti ekki með dramatískum hætti. Hún fór bara út og er að gera þetta. En það breyttist ýmislegt þegar hún hætti. Ég er bara ein – þeir eru enn fimm. Ég geri ekki mikið úr því að ég sé stelpa en ekki þeir. Þann punkt finnst mér leiðinlegt að taka. Öllum getur þótt einhver tími erfiðari en annar, burtséð frá kyni og aldri. En mér fannst þetta skrýtið fyrst, ég viðurkenni það alveg. Það tók tíma fyrir mig að aðlagast því þegar hún Rebekka mín hætti. Ef það kemur upp einhver umræða finnst mér ég oft vera ein. Þegar ég er gaggandi um einhver femínísk mál til dæmis. Þá er ég bara ein. Þá segi ég það bara oftar og hærra og það er allt í lagi. En þeir eru góðir við mig og góðir að aðlagast. Þeir gætu verið miklu verri. Við rökræðum mikið innan sveitarinnar. Það hefur hver og einn sína kosti og galla og sínar skoðanir á hlutunum en allir hafa rétt á að hafa sínar skoðanir. Það verða ekki allir að vera sammála alltaf. Ég get ekki ætlast til að fólk breyti sér í átt að mér alltaf. Ég get ekki ætlast til að ég geti breytt einhverjum einstaklingi með rifrildi. Ég þarf líka að taka til í mér og þarf að mæta þeim. Ég á fullt eftir þar.“Líður vel að vera ein Talið berst að einkalífinu og hvort það rúmist í afar farsælum ferli sem Sigríður hefur átt síðustu ár. Hún hefur unnið með ótal listamönnum síðustu misseri og var kjörin söngkona ársins í flokknum popp og rokk á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir stuttu svo fátt eitt sé nefnt. Hún er barnlaus og einhleyp eins og stendur en standa engar breytingar á því til í nánustu framtíð? „Hér búa augljóslega engin börn. Hér bý ég bara ein,“ segir Sigríður og lítur í kringum sig í litlu íbúðinni sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Guð hjálpi því barni sem þyrfti að búa með mér í þessu litla plássi. Mér hefur aldrei, frá því ég var krakki, tekist að hugsa langt fram í tímann. Mér finnst rosalega gott að sjá fyrir mér nokkra mánuði, ekki meira. Það er hins vegar ekki einhver úthugsuð ákvörðun að búa hér á 35 fermetrum og ætla aldrei að fara héðan, aldrei að taka þátt í lífi annarra og alltaf að vera ein. Ég sé aldrei fram í tímann og er frekar afslöppuð varðandi framtíðarplön. Mér líður rosalega vel að vera ein og stjórna sjálfri mér og mínum tíma. Það er ekki þar með sagt að ég ætli alltaf að vera þannig,“ bætir hún við. Hún hefur tileinkað sér þá hugsun að útiloka ekkert í lífinu. „Ef mig langar til að kanna eitthvað annað en söng þá geri ég það. Ég held að fólk ætti að hugsa það með drauma og hugmyndir sem fólki finnst fjarlægar. Mér finnst heftandi og skelfileg hugsun að hugsa sér að ég verði alltaf nákvæmlega svona. Frekar vil ég ímynda mér að ég eigi eftir að gera eitthvað allt annað í framtíðinni. Þegar manni líður vel í eigin umhverfi og eigin skinni geta maður dvalið þar. Um leið og maður fer að ókyrrast á maður að þora að stökkva.“
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sjá meira