Forsendubrestur óbættur Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2014 07:00 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar