Breyttir tímar, ný þekking Rótin skrifar 10. apríl 2014 07:00 Þegar Samtök áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð ollu þau straumhvörfum í þjónustu og hugmyndum um fólk með fíknivanda. Þeirra tíma hugmyndir voru þær að alkóhólistar sjálfir væru best til þess fallnir að hjálpa öðrum alkóhólistum. Sú stefna var ríkjandi í meðferðargeiranum frá því um miðja 20. öld, sérstaklega í Bandaríkjunum og er í samræmi við hugmyndafræði AA-samtakanna sem stofnuð voru á fjórða áratugnum. Mikilvægt tæki í baráttu fyrir betri þjónustu við fólk með fíknivanda var svo sjúkdómsmódelið sem réttlætti það að fólk fengi þjónustu heilbrigðiskerfisins. Margir Íslendingar sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ eru samtökunum þakklátir enda er það ekki lítils virði að komast út úr vítahring fíknar og eignast eðlilegt líf. Fólki er því tamt að líta á samtökin sem góðgerðarsamtök og lítur ef til vill á alla gagnrýni á fyrirkomulag meðferðarmála sem árásir. Gallinn við fyrirkomulagið eins og það er nú er m.a. að Vogur er einkasjúkrahús, sjúklingarnir greina sig sjálfir, panta pláss og aðeins ein greining er í boði; lífshættulegur heilasjúkdómur. Þar að auki eru samtökin svo að segja með einokunarstöðu á markaði með áfengissjúklinga sem þurfa á afvötnun að halda. Þeir geta ekki leitað annað. Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi tiltölulega nýja þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins og langt í frá að það sé eining um það.Fjölbreyttra úrræða þörf Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2004-2005. Í tillögum skýrslunnar segir um slíka miðstöð: „Það mundi gefa betri yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á sérhæfðri áfengis- og vímuefnameðferð að halda, nýtingu þeirra úrræða sem fyrir hendi eru og hugsanlega gefa möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni.“ Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölbreyttur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í afvötnun í tíu daga eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í þessum málaflokki sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Sem betur fer er fólk farið að taka fyrr á vanda sínum og þarf því annars konar úrræði en þau sem tíðkuðust í meðferð á áttunda áratugnum. Sumir þurfa mjög mikla hjálp og í langan tíma á meðan öðrum nægir göngudeildarmeðferð til að leysa sinn vanda. Nákvæm greining í upphafi og heildræn nálgun, þar með talið með tilliti til áfallasögu, skipta höfuðmáli. Þá má ekki gleyma börnum og unglingum í vímuvanda, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, en þessi ungmenni eiga ekkert erindi með langt gengnum vímuefnasjúklingum í meðferð. Í þeim málum þarf grettistak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar Samtök áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð ollu þau straumhvörfum í þjónustu og hugmyndum um fólk með fíknivanda. Þeirra tíma hugmyndir voru þær að alkóhólistar sjálfir væru best til þess fallnir að hjálpa öðrum alkóhólistum. Sú stefna var ríkjandi í meðferðargeiranum frá því um miðja 20. öld, sérstaklega í Bandaríkjunum og er í samræmi við hugmyndafræði AA-samtakanna sem stofnuð voru á fjórða áratugnum. Mikilvægt tæki í baráttu fyrir betri þjónustu við fólk með fíknivanda var svo sjúkdómsmódelið sem réttlætti það að fólk fengi þjónustu heilbrigðiskerfisins. Margir Íslendingar sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ eru samtökunum þakklátir enda er það ekki lítils virði að komast út úr vítahring fíknar og eignast eðlilegt líf. Fólki er því tamt að líta á samtökin sem góðgerðarsamtök og lítur ef til vill á alla gagnrýni á fyrirkomulag meðferðarmála sem árásir. Gallinn við fyrirkomulagið eins og það er nú er m.a. að Vogur er einkasjúkrahús, sjúklingarnir greina sig sjálfir, panta pláss og aðeins ein greining er í boði; lífshættulegur heilasjúkdómur. Þar að auki eru samtökin svo að segja með einokunarstöðu á markaði með áfengissjúklinga sem þurfa á afvötnun að halda. Þeir geta ekki leitað annað. Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi tiltölulega nýja þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins og langt í frá að það sé eining um það.Fjölbreyttra úrræða þörf Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2004-2005. Í tillögum skýrslunnar segir um slíka miðstöð: „Það mundi gefa betri yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á sérhæfðri áfengis- og vímuefnameðferð að halda, nýtingu þeirra úrræða sem fyrir hendi eru og hugsanlega gefa möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni.“ Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölbreyttur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í afvötnun í tíu daga eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í þessum málaflokki sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Sem betur fer er fólk farið að taka fyrr á vanda sínum og þarf því annars konar úrræði en þau sem tíðkuðust í meðferð á áttunda áratugnum. Sumir þurfa mjög mikla hjálp og í langan tíma á meðan öðrum nægir göngudeildarmeðferð til að leysa sinn vanda. Nákvæm greining í upphafi og heildræn nálgun, þar með talið með tilliti til áfallasögu, skipta höfuðmáli. Þá má ekki gleyma börnum og unglingum í vímuvanda, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, en þessi ungmenni eiga ekkert erindi með langt gengnum vímuefnasjúklingum í meðferð. Í þeim málum þarf grettistak.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar