Breyttir tímar, ný þekking Rótin skrifar 10. apríl 2014 07:00 Þegar Samtök áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð ollu þau straumhvörfum í þjónustu og hugmyndum um fólk með fíknivanda. Þeirra tíma hugmyndir voru þær að alkóhólistar sjálfir væru best til þess fallnir að hjálpa öðrum alkóhólistum. Sú stefna var ríkjandi í meðferðargeiranum frá því um miðja 20. öld, sérstaklega í Bandaríkjunum og er í samræmi við hugmyndafræði AA-samtakanna sem stofnuð voru á fjórða áratugnum. Mikilvægt tæki í baráttu fyrir betri þjónustu við fólk með fíknivanda var svo sjúkdómsmódelið sem réttlætti það að fólk fengi þjónustu heilbrigðiskerfisins. Margir Íslendingar sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ eru samtökunum þakklátir enda er það ekki lítils virði að komast út úr vítahring fíknar og eignast eðlilegt líf. Fólki er því tamt að líta á samtökin sem góðgerðarsamtök og lítur ef til vill á alla gagnrýni á fyrirkomulag meðferðarmála sem árásir. Gallinn við fyrirkomulagið eins og það er nú er m.a. að Vogur er einkasjúkrahús, sjúklingarnir greina sig sjálfir, panta pláss og aðeins ein greining er í boði; lífshættulegur heilasjúkdómur. Þar að auki eru samtökin svo að segja með einokunarstöðu á markaði með áfengissjúklinga sem þurfa á afvötnun að halda. Þeir geta ekki leitað annað. Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi tiltölulega nýja þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins og langt í frá að það sé eining um það.Fjölbreyttra úrræða þörf Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2004-2005. Í tillögum skýrslunnar segir um slíka miðstöð: „Það mundi gefa betri yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á sérhæfðri áfengis- og vímuefnameðferð að halda, nýtingu þeirra úrræða sem fyrir hendi eru og hugsanlega gefa möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni.“ Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölbreyttur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í afvötnun í tíu daga eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í þessum málaflokki sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Sem betur fer er fólk farið að taka fyrr á vanda sínum og þarf því annars konar úrræði en þau sem tíðkuðust í meðferð á áttunda áratugnum. Sumir þurfa mjög mikla hjálp og í langan tíma á meðan öðrum nægir göngudeildarmeðferð til að leysa sinn vanda. Nákvæm greining í upphafi og heildræn nálgun, þar með talið með tilliti til áfallasögu, skipta höfuðmáli. Þá má ekki gleyma börnum og unglingum í vímuvanda, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, en þessi ungmenni eiga ekkert erindi með langt gengnum vímuefnasjúklingum í meðferð. Í þeim málum þarf grettistak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þegar Samtök áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð ollu þau straumhvörfum í þjónustu og hugmyndum um fólk með fíknivanda. Þeirra tíma hugmyndir voru þær að alkóhólistar sjálfir væru best til þess fallnir að hjálpa öðrum alkóhólistum. Sú stefna var ríkjandi í meðferðargeiranum frá því um miðja 20. öld, sérstaklega í Bandaríkjunum og er í samræmi við hugmyndafræði AA-samtakanna sem stofnuð voru á fjórða áratugnum. Mikilvægt tæki í baráttu fyrir betri þjónustu við fólk með fíknivanda var svo sjúkdómsmódelið sem réttlætti það að fólk fengi þjónustu heilbrigðiskerfisins. Margir Íslendingar sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ eru samtökunum þakklátir enda er það ekki lítils virði að komast út úr vítahring fíknar og eignast eðlilegt líf. Fólki er því tamt að líta á samtökin sem góðgerðarsamtök og lítur ef til vill á alla gagnrýni á fyrirkomulag meðferðarmála sem árásir. Gallinn við fyrirkomulagið eins og það er nú er m.a. að Vogur er einkasjúkrahús, sjúklingarnir greina sig sjálfir, panta pláss og aðeins ein greining er í boði; lífshættulegur heilasjúkdómur. Þar að auki eru samtökin svo að segja með einokunarstöðu á markaði með áfengissjúklinga sem þurfa á afvötnun að halda. Þeir geta ekki leitað annað. Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi tiltölulega nýja þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins og langt í frá að það sé eining um það.Fjölbreyttra úrræða þörf Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2004-2005. Í tillögum skýrslunnar segir um slíka miðstöð: „Það mundi gefa betri yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á sérhæfðri áfengis- og vímuefnameðferð að halda, nýtingu þeirra úrræða sem fyrir hendi eru og hugsanlega gefa möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni.“ Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölbreyttur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í afvötnun í tíu daga eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í þessum málaflokki sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Sem betur fer er fólk farið að taka fyrr á vanda sínum og þarf því annars konar úrræði en þau sem tíðkuðust í meðferð á áttunda áratugnum. Sumir þurfa mjög mikla hjálp og í langan tíma á meðan öðrum nægir göngudeildarmeðferð til að leysa sinn vanda. Nákvæm greining í upphafi og heildræn nálgun, þar með talið með tilliti til áfallasögu, skipta höfuðmáli. Þá má ekki gleyma börnum og unglingum í vímuvanda, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, en þessi ungmenni eiga ekkert erindi með langt gengnum vímuefnasjúklingum í meðferð. Í þeim málum þarf grettistak.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar