Breyttir tímar, ný þekking Rótin skrifar 10. apríl 2014 07:00 Þegar Samtök áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð ollu þau straumhvörfum í þjónustu og hugmyndum um fólk með fíknivanda. Þeirra tíma hugmyndir voru þær að alkóhólistar sjálfir væru best til þess fallnir að hjálpa öðrum alkóhólistum. Sú stefna var ríkjandi í meðferðargeiranum frá því um miðja 20. öld, sérstaklega í Bandaríkjunum og er í samræmi við hugmyndafræði AA-samtakanna sem stofnuð voru á fjórða áratugnum. Mikilvægt tæki í baráttu fyrir betri þjónustu við fólk með fíknivanda var svo sjúkdómsmódelið sem réttlætti það að fólk fengi þjónustu heilbrigðiskerfisins. Margir Íslendingar sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ eru samtökunum þakklátir enda er það ekki lítils virði að komast út úr vítahring fíknar og eignast eðlilegt líf. Fólki er því tamt að líta á samtökin sem góðgerðarsamtök og lítur ef til vill á alla gagnrýni á fyrirkomulag meðferðarmála sem árásir. Gallinn við fyrirkomulagið eins og það er nú er m.a. að Vogur er einkasjúkrahús, sjúklingarnir greina sig sjálfir, panta pláss og aðeins ein greining er í boði; lífshættulegur heilasjúkdómur. Þar að auki eru samtökin svo að segja með einokunarstöðu á markaði með áfengissjúklinga sem þurfa á afvötnun að halda. Þeir geta ekki leitað annað. Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi tiltölulega nýja þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins og langt í frá að það sé eining um það.Fjölbreyttra úrræða þörf Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2004-2005. Í tillögum skýrslunnar segir um slíka miðstöð: „Það mundi gefa betri yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á sérhæfðri áfengis- og vímuefnameðferð að halda, nýtingu þeirra úrræða sem fyrir hendi eru og hugsanlega gefa möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni.“ Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölbreyttur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í afvötnun í tíu daga eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í þessum málaflokki sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Sem betur fer er fólk farið að taka fyrr á vanda sínum og þarf því annars konar úrræði en þau sem tíðkuðust í meðferð á áttunda áratugnum. Sumir þurfa mjög mikla hjálp og í langan tíma á meðan öðrum nægir göngudeildarmeðferð til að leysa sinn vanda. Nákvæm greining í upphafi og heildræn nálgun, þar með talið með tilliti til áfallasögu, skipta höfuðmáli. Þá má ekki gleyma börnum og unglingum í vímuvanda, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, en þessi ungmenni eiga ekkert erindi með langt gengnum vímuefnasjúklingum í meðferð. Í þeim málum þarf grettistak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar Samtök áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, voru stofnuð ollu þau straumhvörfum í þjónustu og hugmyndum um fólk með fíknivanda. Þeirra tíma hugmyndir voru þær að alkóhólistar sjálfir væru best til þess fallnir að hjálpa öðrum alkóhólistum. Sú stefna var ríkjandi í meðferðargeiranum frá því um miðja 20. öld, sérstaklega í Bandaríkjunum og er í samræmi við hugmyndafræði AA-samtakanna sem stofnuð voru á fjórða áratugnum. Mikilvægt tæki í baráttu fyrir betri þjónustu við fólk með fíknivanda var svo sjúkdómsmódelið sem réttlætti það að fólk fengi þjónustu heilbrigðiskerfisins. Margir Íslendingar sem hafa fengið hjálp hjá SÁÁ eru samtökunum þakklátir enda er það ekki lítils virði að komast út úr vítahring fíknar og eignast eðlilegt líf. Fólki er því tamt að líta á samtökin sem góðgerðarsamtök og lítur ef til vill á alla gagnrýni á fyrirkomulag meðferðarmála sem árásir. Gallinn við fyrirkomulagið eins og það er nú er m.a. að Vogur er einkasjúkrahús, sjúklingarnir greina sig sjálfir, panta pláss og aðeins ein greining er í boði; lífshættulegur heilasjúkdómur. Þar að auki eru samtökin svo að segja með einokunarstöðu á markaði með áfengissjúklinga sem þurfa á afvötnun að halda. Þeir geta ekki leitað annað. Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi tiltölulega nýja þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins og langt í frá að það sé eining um það.Fjölbreyttra úrræða þörf Rótin vill að komið verði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu eins og lagt er til í skýrslu heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi 2004-2005. Í tillögum skýrslunnar segir um slíka miðstöð: „Það mundi gefa betri yfirsýn yfir þann hóp sem þarf á sérhæfðri áfengis- og vímuefnameðferð að halda, nýtingu þeirra úrræða sem fyrir hendi eru og hugsanlega gefa möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni.“ Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölbreyttur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í afvötnun í tíu daga eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í þessum málaflokki sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Sem betur fer er fólk farið að taka fyrr á vanda sínum og þarf því annars konar úrræði en þau sem tíðkuðust í meðferð á áttunda áratugnum. Sumir þurfa mjög mikla hjálp og í langan tíma á meðan öðrum nægir göngudeildarmeðferð til að leysa sinn vanda. Nákvæm greining í upphafi og heildræn nálgun, þar með talið með tilliti til áfallasögu, skipta höfuðmáli. Þá má ekki gleyma börnum og unglingum í vímuvanda, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, en þessi ungmenni eiga ekkert erindi með langt gengnum vímuefnasjúklingum í meðferð. Í þeim málum þarf grettistak.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar