Ferðamannastaðir Haraldur Einarsson skrifar 9. apríl 2014 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Um þessar mundir er unnið að frumvarpi um áætlunina í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem fer með forræði málsins. Í fyrsta sinn hér á landi er unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort á skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Samkvæmt útfærslunni færi úthlutun á fjármagni til ferðamannastaða í gegnum stýrihóp sem hefði umsjón með gerð tólf ára stefnumarkandi áætlunar en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir. Einnig verði settur á fót samráðshópur, þar sem hagsmunaaðilar eigi sæti, sem vinni með stýrihópnum. Stýrihópurinn leggi tillögur sínar að tólf ára áætluninni á þriggja ára fresti fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra sem legði þær fram á Alþingi í formi þingsályktunar í samráði við ráðherra ferðamála. Stýrihópurinn hefði endanlegt vald um gerð þriggja ára verkefnaáætlunarinnar sem úthluti fjármagni sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Áhyggjur fólks hafa að einhverju leyti snúist um hverjir fái aðkomu að sjóðnum þegar gjaldtakan hefst og úthlutun á fjármagninu. Samkvæmt útfærslunni er áhersla lögð á víðtækt samráð við gerð framkvæmdaáætlunar og verkefnaáætlana þar sem gert er ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga, ferðaþjónustunnar, landeigenda, opinberra stofnana, háskóla, frjálsra félagasamtaka og hagsmunasamtaka auk ráðuneyta umhverfismála, ferðamála og fjármála. Hér er um ákveðin tímamót að ræða. Meginmarkmiðin eru að náttúran sé vernduð, að komið sé í veg fyrir náttúruspjöll og þau lagfærð, dregið sé úr raski, álagi sé dreift og ný svæði metin, uppbygging falli vel að heildarsvipmóti lands og öryggi ferðamanna sé tryggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Um þessar mundir er unnið að frumvarpi um áætlunina í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem fer með forræði málsins. Í fyrsta sinn hér á landi er unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort á skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Samkvæmt útfærslunni færi úthlutun á fjármagni til ferðamannastaða í gegnum stýrihóp sem hefði umsjón með gerð tólf ára stefnumarkandi áætlunar en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir. Einnig verði settur á fót samráðshópur, þar sem hagsmunaaðilar eigi sæti, sem vinni með stýrihópnum. Stýrihópurinn leggi tillögur sínar að tólf ára áætluninni á þriggja ára fresti fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra sem legði þær fram á Alþingi í formi þingsályktunar í samráði við ráðherra ferðamála. Stýrihópurinn hefði endanlegt vald um gerð þriggja ára verkefnaáætlunarinnar sem úthluti fjármagni sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Áhyggjur fólks hafa að einhverju leyti snúist um hverjir fái aðkomu að sjóðnum þegar gjaldtakan hefst og úthlutun á fjármagninu. Samkvæmt útfærslunni er áhersla lögð á víðtækt samráð við gerð framkvæmdaáætlunar og verkefnaáætlana þar sem gert er ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga, ferðaþjónustunnar, landeigenda, opinberra stofnana, háskóla, frjálsra félagasamtaka og hagsmunasamtaka auk ráðuneyta umhverfismála, ferðamála og fjármála. Hér er um ákveðin tímamót að ræða. Meginmarkmiðin eru að náttúran sé vernduð, að komið sé í veg fyrir náttúruspjöll og þau lagfærð, dregið sé úr raski, álagi sé dreift og ný svæði metin, uppbygging falli vel að heildarsvipmóti lands og öryggi ferðamanna sé tryggt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun