Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2014 06:00 Guðmundur fagnar með sínum mönnum. Vísir/Getty Guðmundur Guðmundsson segir að það hafi verið áfall fyrir sig að hafa verið dreginn inn í þá ótrúlegu atburðarás sem átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu um þarsíðustu helgi. Eins og frægt er greindi Guðmundur frá því að TalantDujshebaev, þjálfari Kielce, hefði slegið sig fyrir neðan beltisstað eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar sem fór fram í Póllandi. Dujshebaev gekk svo hart fram á blaðamannafundinum eftir leik og sakaði Guðmund um afar ósæmilega hegðun í sinn garð. „Svo tók við mikið fjölmiðlafár, eins og kannski eðlilegt er. Sem betur fer fjölluðu fjölmiðlar um þetta mál, segi ég í dag,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá í afslöppun eftir átök mánudagskvöldsins en þá komst Löwen áfram í Meistaradeildinni eftir fjögurra marka sigur á Kielce á heimavelli í síðari viðureign liðanna.Talant Dujshebaev varð sér til skammar í fyrri leiknum.Vísir/GettyÁtti ekki að vera hefndarstund Guðmundur segist hafa ákveðið fljótlega að ýta málinu til hliðar og hafa hægt um sig í fjölmiðlum. Hann setti þess í stað mikinn kraft í undirbúninginn fyrir leikinn. „Ég átti mjög mikilvægan fund með leikmönnum á fimmtudag þar sem ég lagði upp leikinn. Við vildum forðast að nálgast leikinn á þann hátt að við værum að hefna einhvers. Þetta snerist um meira en það því hjartað átti að ráða för. Við vildum verja heiður minn, liðsins og handboltans. Það er ekki hægt að svara betur fyrir sig en á vellinum og mér fannst réttlætið hafa betur í þessum leik.“ Guðmundur hefur ætíð lagt ríka áherslu á að undirbúa lið sín með svokölluðum „vídeófundum“ og það var greinilegt að landsliðsþjálfarinn fyrrverandi lagði ríka áherslu á slíkan undirbúning nú. „Ég hef haldið þá marga en þessir fundir voru gríðarlega langir,“ sagði hann og hrósaði sínum leikmönnum. „Þeir fóru í gegnum allt þetta með mér og við náðum fram ótrúlegri samheldni sem var auðmerkjanleg strax frá fyrstu mínútu leiksins. Það var í raun ólýsanlegt að sjá hversu sterk hún var.“Niclas Landin var frábær í seinni leiknum gegn Kiel.Vísir/GettyEngin samskipti við Dujshebaev Guðmundur tók ekki í hönd Dujshebaev í fyrrakvöld og sagði að samskipti þeirra á milli hafi engin verið. „Þeim samskiptum er lokið,“ segir Guðmundur. „Ég sá hann ekki – hvorki fyrir leik né heldur meðan á honum stóð. Þannig hafði ég einfaldlega undirbúið mig fyrir leikinn,“ segir hann þó svo að Spánverjinn hafi staðið aðeins nokkrum metrum frá honum á hliðarlínunni, líkt og venjan er. Þeir sátu svo saman á blaðamannafundi eftir leikinn líkt og þeim er skylt að gera en þeir ræddust heldur ekki við þar. „Hann kom með sín ummæli um leikinn og ég mín. Það var rafmagnað andrúmsloft í salnum og upplifunin skrítin,“ sagði hann en Guðmundur staðfestir að hvorugur hafi verið spurður út í deilur þeirra á fundinum. Hann játar að það hafi komið sér á óvart.Fengum erfiðasta verkefnið Í gær var svo dregið í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar og fékk Rhein-Neckar Löwen það erfiða verkefni að mæta stórliði Barcelona. „Þetta var kannski erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið enda taldir einna sigurstranglegastir í keppninni,“ segir Guðmundur. „Barcelona er með þrusulið en við erum líka góðir. Það er engin ástæða til að fela okkur fyrir þeim.“ Guðmundur á þó góðar minningar frá Palau Blaugrana, heimavelli Börsunga. Hann er einn fárra þjálfara sem hafa farið þangað með lið sitt og unnið. „Það var í fyrsta leiknum mínum með Löwen og mun ég seint gleyma honum. En það er bara góð minning í dag og ekkert meira.“ Handbolti Tengdar fréttir Mögnuð stemning eftir að Löwen komst áfram | Myndband Leikmenn Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigrinum á pólska liðinu Kielce vel og innilega á heimavelli sínum í gær. 1. apríl 2014 09:36 Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54 Forráðamenn Löwen hneykslaðir á úrskurðinum Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen, er orðlaus yfir þeirri refsingu sem Talant Dujshebaev fékk í gær. 28. mars 2014 09:32 Guðjón Valur og Róbert í liði umferðarinnar | Myndband Íslensku landsliðsmennirnir spiluðu frábærlega í seinni leikjum 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar í handbolta um helgina. 1. apríl 2014 19:45 Dujshebaev iðrast en neitar að hafa slegið Guðmund Talant Dujshebaev segist sjá eftir hegðun sinni eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen fyrir rúmri viku síðan. 31. mars 2014 11:03 Ólafur: Ekki sá Talant sem ég þekki Ólafur Stefánsson er gáttaður á framkomu Talant Dujshebaev, síns gamla þjálfara hjá Ciudad Real. 27. mars 2014 22:23 Dujshebaev: Ég gerði ekkert rangt Talant Dujshebaev er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson. 27. mars 2014 10:46 Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34 Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag. 27. mars 2014 18:51 Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 31. mars 2014 12:28 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segir að það hafi verið áfall fyrir sig að hafa verið dreginn inn í þá ótrúlegu atburðarás sem átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu um þarsíðustu helgi. Eins og frægt er greindi Guðmundur frá því að TalantDujshebaev, þjálfari Kielce, hefði slegið sig fyrir neðan beltisstað eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar sem fór fram í Póllandi. Dujshebaev gekk svo hart fram á blaðamannafundinum eftir leik og sakaði Guðmund um afar ósæmilega hegðun í sinn garð. „Svo tók við mikið fjölmiðlafár, eins og kannski eðlilegt er. Sem betur fer fjölluðu fjölmiðlar um þetta mál, segi ég í dag,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá í afslöppun eftir átök mánudagskvöldsins en þá komst Löwen áfram í Meistaradeildinni eftir fjögurra marka sigur á Kielce á heimavelli í síðari viðureign liðanna.Talant Dujshebaev varð sér til skammar í fyrri leiknum.Vísir/GettyÁtti ekki að vera hefndarstund Guðmundur segist hafa ákveðið fljótlega að ýta málinu til hliðar og hafa hægt um sig í fjölmiðlum. Hann setti þess í stað mikinn kraft í undirbúninginn fyrir leikinn. „Ég átti mjög mikilvægan fund með leikmönnum á fimmtudag þar sem ég lagði upp leikinn. Við vildum forðast að nálgast leikinn á þann hátt að við værum að hefna einhvers. Þetta snerist um meira en það því hjartað átti að ráða för. Við vildum verja heiður minn, liðsins og handboltans. Það er ekki hægt að svara betur fyrir sig en á vellinum og mér fannst réttlætið hafa betur í þessum leik.“ Guðmundur hefur ætíð lagt ríka áherslu á að undirbúa lið sín með svokölluðum „vídeófundum“ og það var greinilegt að landsliðsþjálfarinn fyrrverandi lagði ríka áherslu á slíkan undirbúning nú. „Ég hef haldið þá marga en þessir fundir voru gríðarlega langir,“ sagði hann og hrósaði sínum leikmönnum. „Þeir fóru í gegnum allt þetta með mér og við náðum fram ótrúlegri samheldni sem var auðmerkjanleg strax frá fyrstu mínútu leiksins. Það var í raun ólýsanlegt að sjá hversu sterk hún var.“Niclas Landin var frábær í seinni leiknum gegn Kiel.Vísir/GettyEngin samskipti við Dujshebaev Guðmundur tók ekki í hönd Dujshebaev í fyrrakvöld og sagði að samskipti þeirra á milli hafi engin verið. „Þeim samskiptum er lokið,“ segir Guðmundur. „Ég sá hann ekki – hvorki fyrir leik né heldur meðan á honum stóð. Þannig hafði ég einfaldlega undirbúið mig fyrir leikinn,“ segir hann þó svo að Spánverjinn hafi staðið aðeins nokkrum metrum frá honum á hliðarlínunni, líkt og venjan er. Þeir sátu svo saman á blaðamannafundi eftir leikinn líkt og þeim er skylt að gera en þeir ræddust heldur ekki við þar. „Hann kom með sín ummæli um leikinn og ég mín. Það var rafmagnað andrúmsloft í salnum og upplifunin skrítin,“ sagði hann en Guðmundur staðfestir að hvorugur hafi verið spurður út í deilur þeirra á fundinum. Hann játar að það hafi komið sér á óvart.Fengum erfiðasta verkefnið Í gær var svo dregið í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar og fékk Rhein-Neckar Löwen það erfiða verkefni að mæta stórliði Barcelona. „Þetta var kannski erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið enda taldir einna sigurstranglegastir í keppninni,“ segir Guðmundur. „Barcelona er með þrusulið en við erum líka góðir. Það er engin ástæða til að fela okkur fyrir þeim.“ Guðmundur á þó góðar minningar frá Palau Blaugrana, heimavelli Börsunga. Hann er einn fárra þjálfara sem hafa farið þangað með lið sitt og unnið. „Það var í fyrsta leiknum mínum með Löwen og mun ég seint gleyma honum. En það er bara góð minning í dag og ekkert meira.“
Handbolti Tengdar fréttir Mögnuð stemning eftir að Löwen komst áfram | Myndband Leikmenn Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigrinum á pólska liðinu Kielce vel og innilega á heimavelli sínum í gær. 1. apríl 2014 09:36 Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54 Forráðamenn Löwen hneykslaðir á úrskurðinum Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen, er orðlaus yfir þeirri refsingu sem Talant Dujshebaev fékk í gær. 28. mars 2014 09:32 Guðjón Valur og Róbert í liði umferðarinnar | Myndband Íslensku landsliðsmennirnir spiluðu frábærlega í seinni leikjum 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar í handbolta um helgina. 1. apríl 2014 19:45 Dujshebaev iðrast en neitar að hafa slegið Guðmund Talant Dujshebaev segist sjá eftir hegðun sinni eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen fyrir rúmri viku síðan. 31. mars 2014 11:03 Ólafur: Ekki sá Talant sem ég þekki Ólafur Stefánsson er gáttaður á framkomu Talant Dujshebaev, síns gamla þjálfara hjá Ciudad Real. 27. mars 2014 22:23 Dujshebaev: Ég gerði ekkert rangt Talant Dujshebaev er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson. 27. mars 2014 10:46 Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34 Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag. 27. mars 2014 18:51 Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 31. mars 2014 12:28 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Mögnuð stemning eftir að Löwen komst áfram | Myndband Leikmenn Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigrinum á pólska liðinu Kielce vel og innilega á heimavelli sínum í gær. 1. apríl 2014 09:36
Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54
Forráðamenn Löwen hneykslaðir á úrskurðinum Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen, er orðlaus yfir þeirri refsingu sem Talant Dujshebaev fékk í gær. 28. mars 2014 09:32
Guðjón Valur og Róbert í liði umferðarinnar | Myndband Íslensku landsliðsmennirnir spiluðu frábærlega í seinni leikjum 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar í handbolta um helgina. 1. apríl 2014 19:45
Dujshebaev iðrast en neitar að hafa slegið Guðmund Talant Dujshebaev segist sjá eftir hegðun sinni eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen fyrir rúmri viku síðan. 31. mars 2014 11:03
Ólafur: Ekki sá Talant sem ég þekki Ólafur Stefánsson er gáttaður á framkomu Talant Dujshebaev, síns gamla þjálfara hjá Ciudad Real. 27. mars 2014 22:23
Dujshebaev: Ég gerði ekkert rangt Talant Dujshebaev er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson. 27. mars 2014 10:46
Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34
Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag. 27. mars 2014 18:51
Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 31. mars 2014 12:28