Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev 31. mars 2014 12:28 Guðmundur og Dujshebaev. vísir/getty Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var mikil spenna fyrir leikinn enda sauð upp úr eftir fyrri leikinn er Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, kyldi Guðmund Guðmundsson, þjálfara Löwen, í punginn. Dujshebaev var síðan snarvitlaust á blaðamannafundinum eftir leik. Dujshebaev slapp með sekt fyrir hegðun sína og var mættur á hlíðarlínuna í dag. Löwen var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og leiddi með tveimur mörkum í hléi. Hálfur sigur unninn. Drengur Guðmundar byrjuðu síðari hálfleik með látum. Vörnin small og Niklas Landin í hörkustuði þar fyrir aftan. Smám saman jókst forskotið og fyrr en varði var munurinn fimm mörk, 21-16. Þá steig Kielce á bensínið og minnkaði muninn í tvö mörk, 21-19, þegar korter var eftir. Háspenna í SAP Arena. Löwen tók aftur við sér og kom muninum upp í fimm mörk á nýjan leik. Munurinn næstu mínútur var þrjú til fimm mörk. Þegar mínúta var eftir var munurinn fimm mörk, 27-22. Vörn Löwen stóð af sér áhlaup Kielce og Löwen fór í sókn. Eitt mark í viðbót og liðið væri klárlega komið áfram í næstu umferð. Þeir töpuðu boltanum snemma og Kielce minnkaði muninn í 27-23 þegar 35 sekúndur voru eftir. Löwen náði að halda boltanum allt til enda og fagnaði síðan gríðarlega. Stefán Rafn Sigurmannsson var frábær í liði Löwen og skoraði fimm mörk. Hann tók vítin og var pottþéttur á punktinum. Alexander Petersson var óvenju rólegur og skoraði tvö mörk en lagði mörk upp fyrir Patrick Groetzki. Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. Löwen getur mætt Flensburg, Metalurg og PSG í átta liða úrslitunum en dregið verður í fyrramálið. Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var mikil spenna fyrir leikinn enda sauð upp úr eftir fyrri leikinn er Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, kyldi Guðmund Guðmundsson, þjálfara Löwen, í punginn. Dujshebaev var síðan snarvitlaust á blaðamannafundinum eftir leik. Dujshebaev slapp með sekt fyrir hegðun sína og var mættur á hlíðarlínuna í dag. Löwen var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og leiddi með tveimur mörkum í hléi. Hálfur sigur unninn. Drengur Guðmundar byrjuðu síðari hálfleik með látum. Vörnin small og Niklas Landin í hörkustuði þar fyrir aftan. Smám saman jókst forskotið og fyrr en varði var munurinn fimm mörk, 21-16. Þá steig Kielce á bensínið og minnkaði muninn í tvö mörk, 21-19, þegar korter var eftir. Háspenna í SAP Arena. Löwen tók aftur við sér og kom muninum upp í fimm mörk á nýjan leik. Munurinn næstu mínútur var þrjú til fimm mörk. Þegar mínúta var eftir var munurinn fimm mörk, 27-22. Vörn Löwen stóð af sér áhlaup Kielce og Löwen fór í sókn. Eitt mark í viðbót og liðið væri klárlega komið áfram í næstu umferð. Þeir töpuðu boltanum snemma og Kielce minnkaði muninn í 27-23 þegar 35 sekúndur voru eftir. Löwen náði að halda boltanum allt til enda og fagnaði síðan gríðarlega. Stefán Rafn Sigurmannsson var frábær í liði Löwen og skoraði fimm mörk. Hann tók vítin og var pottþéttur á punktinum. Alexander Petersson var óvenju rólegur og skoraði tvö mörk en lagði mörk upp fyrir Patrick Groetzki. Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. Löwen getur mætt Flensburg, Metalurg og PSG í átta liða úrslitunum en dregið verður í fyrramálið.
Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira