Í einu orði sagt stórfengleg Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 10:00 Noah er upphafið af einhverju stærra og meira fyrir Russell Crowe. Noah Leikstjóri: Darren Aronofsky Aalhlutverk: Russell Crowe, Emma Watson, Jennifer Connelly, Ray Winstone og Anthony Hopkins Nánast hvert einasta mannsbarn þekkir biblíusöguna um Nóa sem fékk boð frá Guði um að smíða örk því syndaflóð væri í nánd. Átti Nóa að smala dýrum í örkina, tvennt átti að vera af hverri tegund til að viðhalda lífi á jörðinni. Leikstjórinn Darren Aronofsky hefur verið hugfanginn af sögunni um Nóa síðan hann var barn og loksins er hugmynd hans komin á hvíta tjaldið. Og þessi hugsjón hans svíkur aldeilis ekki. Þessi mynd er í einu orði sagt stórfengleg. Stuttu eftir að hún hófst gleymdi ég að um ævaforna biblíusögu væri að ræða og varð spennt að vita hvernig saga færi að lokum – þótt ég vissi það upp á hár. Undir niðri kraumar svo afar hárfínn áróður fyrir umhverfisvernd. Þar dansar Darren á línunni og leysir það listavel. Aldrei verður áróðurinn fráhrindandi eða óbærilegur. Hann hins vegar, tvinnaður saman við klassísk þemu sögunnar, verður til þess að myndin espar upp tilvistarangist mína eins og félagi minn orðaði það svo meistaralega vel. Og leikararnir! Maður minn! Fyrir þessa mynd var ég síðasta manneskjan til að hoppa á aðdáendalest Russells Crowe en sit nú í lestarstjórasætinu og þyrstir í meira. En myndin er aðeins jafn góð og hennar slakasti leikari og í þessu tilviki stígur enginn í leikaraliðinu feilspor. Emma Watson sannar sig hér sem miklu meira en litla Hermione úr Harry Potter-myndunum og Jennifer Connelly býr yfir svo mikilli fegurð og yfirvegun í túlkun sinni að ég táraðist í sífellu í bíósætinu. Svo ekki sé minnst á tónskáldið Clint Mansell sem Darren hefur unnið með margoft. Hann setur punktinn yfir i-ið með tónlist sem er svo undurfögur að maður trúir ekki að hún sé af þessum heimi.Niðurstaða: Þessa mynd verða allir að sjá. Það er bara þannig! Gagnrýni Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Noah Leikstjóri: Darren Aronofsky Aalhlutverk: Russell Crowe, Emma Watson, Jennifer Connelly, Ray Winstone og Anthony Hopkins Nánast hvert einasta mannsbarn þekkir biblíusöguna um Nóa sem fékk boð frá Guði um að smíða örk því syndaflóð væri í nánd. Átti Nóa að smala dýrum í örkina, tvennt átti að vera af hverri tegund til að viðhalda lífi á jörðinni. Leikstjórinn Darren Aronofsky hefur verið hugfanginn af sögunni um Nóa síðan hann var barn og loksins er hugmynd hans komin á hvíta tjaldið. Og þessi hugsjón hans svíkur aldeilis ekki. Þessi mynd er í einu orði sagt stórfengleg. Stuttu eftir að hún hófst gleymdi ég að um ævaforna biblíusögu væri að ræða og varð spennt að vita hvernig saga færi að lokum – þótt ég vissi það upp á hár. Undir niðri kraumar svo afar hárfínn áróður fyrir umhverfisvernd. Þar dansar Darren á línunni og leysir það listavel. Aldrei verður áróðurinn fráhrindandi eða óbærilegur. Hann hins vegar, tvinnaður saman við klassísk þemu sögunnar, verður til þess að myndin espar upp tilvistarangist mína eins og félagi minn orðaði það svo meistaralega vel. Og leikararnir! Maður minn! Fyrir þessa mynd var ég síðasta manneskjan til að hoppa á aðdáendalest Russells Crowe en sit nú í lestarstjórasætinu og þyrstir í meira. En myndin er aðeins jafn góð og hennar slakasti leikari og í þessu tilviki stígur enginn í leikaraliðinu feilspor. Emma Watson sannar sig hér sem miklu meira en litla Hermione úr Harry Potter-myndunum og Jennifer Connelly býr yfir svo mikilli fegurð og yfirvegun í túlkun sinni að ég táraðist í sífellu í bíósætinu. Svo ekki sé minnst á tónskáldið Clint Mansell sem Darren hefur unnið með margoft. Hann setur punktinn yfir i-ið með tónlist sem er svo undurfögur að maður trúir ekki að hún sé af þessum heimi.Niðurstaða: Þessa mynd verða allir að sjá. Það er bara þannig!
Gagnrýni Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira