Ráðdeild eða refsivöndur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. mars 2014 07:00 Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun