Nýsjálenska aðferðin við gjaldtöku í þjóðgörðum Einar Á. E. Sæmundsen skrifar 18. mars 2014 00:00 Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun