Ómannúðleg meðferð aldraðra blettur á samfélaginu Guðlaug Guðmundsdóttir skrifar 18. mars 2014 00:00 Ég er aukapersóna í ljótri sögu sem ekki sér fyrir endann á. Mamma mín, gömul kona, er aðalpersónan. Sagan er sjúkrasaga hennar undanfarið rúmlega hálft ár þar sem hver kollsteypan á fætur annarri hefur orðið til þess að hún er nú farlama og líður illa. Afleiðingar gegndarlauss niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu blasa við í þessari sögu og bitna illa á aðalpersónunni. Ljóst er að hún er bara ein af mörgum sem eru í vondum málum vegna þessa. Við sameiningu spítalanna var m.a. hagrætt þannig að þeir skiptu með sér verkum og mismunandi fagdeildum. Útreikningar sýndu að ódýrara væri að flytja sjúklinga á milli bygginga en að reka sams konar deildir á fleiri en einum stað. Hljómar skynsamlega og tölur tala sínu máli. En hvernig virkar þetta í veruleikanum? Það reynir á hold, blóð og taugar, sérstaklega þegar fólk er gamalt, að fara milli spítala margsinnis á stuttu skeiði. Sjúkrabílaferðir mömmu síðan í september sl. eru, nú þegar þetta er skrifað, orðnar átján. Á nóttu sem degi hefur hún verið flutt frá einni deild á aðra. Elskulegir sjúkraflutningamenn koma og flytja fólk, nærgætnir og faglegir, en vegna anna þarf stundum að bíða lengi eftir þeim. Flutningarnir hafa verið til og frá bráðamóttöku, til og frá Hringbraut eða Fossvogi, til og frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og til og frá heimili hennar í Furugerði. Sá sem sendur er heim til sín í sjúkrabíl er ekki til stórræðanna enda hefur það komið á daginn.Vítahringur Læknar, sem ég hef þó sárasjaldan hitt af því þeir eru takmarkað við, hafa útskrifað hana og í bréfum þeirra kemur fram að hún sé fær um að sjá um sig sjálf. Þar segir kannski að henni „hætti til að fá aðsvif“ og hún sé „með dálitla verki“. Sjúkrasagan verður ekki rakin í smáatriðum hér en í stórum dráttum er um að ræða tvö beinbrot sem bæði voru afleiðing aðsvifa. Aðsvifin urðu vegna slappleika sem orsakaðist líklega af alvarlegri sýkingu sem tók margar vikur að greina og lækna. Nokkrir úr röðum heilbrigðisstarfsfólks, sem starfar í öldrunargeiranum og á bráðamóttöku, hafa reynst vel á þessu tímabili en það liggur í augum uppi að þetta góða fólk ræður yfir takmörkuðum úrræðum. Myndast getur vítahringur þar sem hvert úrræðið reynist of takmarkað og kallar á annað. Heildarlausn vantar fyrir veika, aldraða á höfuðborgarsvæðinu og það er algerlega óviðunandi. Það er nöturlegt að horfa upp á gamla fólkið okkar, sem hefur unnið hörðum höndum alla sína hunds- og kattartíð og greitt sitt til samfélagsins, upplifa niðurlægjandi og ómannúðlega meðferð þegar það er orðið hjálparþurfi. Að eldast með reisn á að vera sjálfsagður réttur hvers og eins. Búsetuúrræði fyrir gamalt fólk verður að taka til markvissrar endurskoðunar og efla aðhlynningu þeirra sem búa í þjónustuíbúðum vegna þess að það er orðið of langt leitt þegar það loksins fær inni þar. Það verður að fjölga hjúkrunarrýmum og bæta aðgang gamals fólks að fagfólki. Markmiðið með þessum skrifum er að vekja athygli á því og krefjast bóta. Ljótar sögur af meðferð aldraðra á Íslandi í dag eru blettur á samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Ég er aukapersóna í ljótri sögu sem ekki sér fyrir endann á. Mamma mín, gömul kona, er aðalpersónan. Sagan er sjúkrasaga hennar undanfarið rúmlega hálft ár þar sem hver kollsteypan á fætur annarri hefur orðið til þess að hún er nú farlama og líður illa. Afleiðingar gegndarlauss niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu blasa við í þessari sögu og bitna illa á aðalpersónunni. Ljóst er að hún er bara ein af mörgum sem eru í vondum málum vegna þessa. Við sameiningu spítalanna var m.a. hagrætt þannig að þeir skiptu með sér verkum og mismunandi fagdeildum. Útreikningar sýndu að ódýrara væri að flytja sjúklinga á milli bygginga en að reka sams konar deildir á fleiri en einum stað. Hljómar skynsamlega og tölur tala sínu máli. En hvernig virkar þetta í veruleikanum? Það reynir á hold, blóð og taugar, sérstaklega þegar fólk er gamalt, að fara milli spítala margsinnis á stuttu skeiði. Sjúkrabílaferðir mömmu síðan í september sl. eru, nú þegar þetta er skrifað, orðnar átján. Á nóttu sem degi hefur hún verið flutt frá einni deild á aðra. Elskulegir sjúkraflutningamenn koma og flytja fólk, nærgætnir og faglegir, en vegna anna þarf stundum að bíða lengi eftir þeim. Flutningarnir hafa verið til og frá bráðamóttöku, til og frá Hringbraut eða Fossvogi, til og frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og til og frá heimili hennar í Furugerði. Sá sem sendur er heim til sín í sjúkrabíl er ekki til stórræðanna enda hefur það komið á daginn.Vítahringur Læknar, sem ég hef þó sárasjaldan hitt af því þeir eru takmarkað við, hafa útskrifað hana og í bréfum þeirra kemur fram að hún sé fær um að sjá um sig sjálf. Þar segir kannski að henni „hætti til að fá aðsvif“ og hún sé „með dálitla verki“. Sjúkrasagan verður ekki rakin í smáatriðum hér en í stórum dráttum er um að ræða tvö beinbrot sem bæði voru afleiðing aðsvifa. Aðsvifin urðu vegna slappleika sem orsakaðist líklega af alvarlegri sýkingu sem tók margar vikur að greina og lækna. Nokkrir úr röðum heilbrigðisstarfsfólks, sem starfar í öldrunargeiranum og á bráðamóttöku, hafa reynst vel á þessu tímabili en það liggur í augum uppi að þetta góða fólk ræður yfir takmörkuðum úrræðum. Myndast getur vítahringur þar sem hvert úrræðið reynist of takmarkað og kallar á annað. Heildarlausn vantar fyrir veika, aldraða á höfuðborgarsvæðinu og það er algerlega óviðunandi. Það er nöturlegt að horfa upp á gamla fólkið okkar, sem hefur unnið hörðum höndum alla sína hunds- og kattartíð og greitt sitt til samfélagsins, upplifa niðurlægjandi og ómannúðlega meðferð þegar það er orðið hjálparþurfi. Að eldast með reisn á að vera sjálfsagður réttur hvers og eins. Búsetuúrræði fyrir gamalt fólk verður að taka til markvissrar endurskoðunar og efla aðhlynningu þeirra sem búa í þjónustuíbúðum vegna þess að það er orðið of langt leitt þegar það loksins fær inni þar. Það verður að fjölga hjúkrunarrýmum og bæta aðgang gamals fólks að fagfólki. Markmiðið með þessum skrifum er að vekja athygli á því og krefjast bóta. Ljótar sögur af meðferð aldraðra á Íslandi í dag eru blettur á samfélaginu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar