Svigrúm óskast – „hótel mamma“ segir upp Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 15. mars 2014 07:00 Alvarlegt ástand ríkir í húsnæðismálum á meðal ungra Reykvíkinga í dag. Hátt leiguverð, lóðaskortur og langir biðlistar eftir stúdentaíbúðum eða skortur á almennum leiguíbúðum gera það að verkum að margt ungt fólk sér ekki fram á að geta flutt úr foreldrahúsum og stofnað eigið heimili. Ef ekki verður brugðist við þessu óvissuástandi sem allra fyrst þá er hætt við að ungt fólk flýi borgina. Slíkt er alvarlegt því í framtíðinni þarf samfélagið á kröftum þess og hugmyndum að halda.Pólitísk töf Lítið annað þarf en pólitískan vilja til þess að hætta að tefja uppbyggingu. Á einkamarkaðinum hafa fullskapaðar hugmyndir um góðar lausnir litið dagsins ljós. Lítið virðist ganga við endurskoðun byggingarreglugerðar og meirihlutinn í Reykjavík leggur áherslu á að miðstýra verkefni sem búið er að leysa í stað þess að einbeita sér að því að hleypa uppbyggingunni af stað. Uppbygging á kjörtímabilinu hefur verið kjánalega lítil auk þess sem algjörlega hefur verið vanmetið hversu margar íbúðir eru nú leigðar til ferðamanna og standa íbúum ekki lengur til boða. Talið er að hér sé um allt að 1500 íbúðir að ræða.Hversu lengi á að bíða? Til styttri tíma mætti til dæmis sjá fyrir bráðabirgðalausnir á borð við smáhýsalausn sem kynnt var fyrir nokkrum dögum eða þá að gefa hugmyndum þeirra sem unnið hafa að lausnum til að mæta eftirspurn eftir minni og ódýrari íbúðum byr undir báða vængi. Arkitektar, hönnuðir og byggingaraðilar hafa ekki setið aðgerðalausir heldur unnið að lausnum sem horfa ætti til. Hægt væri að byggja upp slíkar íbúðir með stuttum fyrirvara fengjust lóðir við hæfi. Með slíkri innspýtingu gæti síðan fjöldi ungs fólks komið sér upp heimili í litlum og vistvænum íbúðum. Árangursríkast er að láta einkamarkaðinn um að anna eftirspurninni og einbeita sér að því að reglugerðir og tafir ríkis og borgar verði ekki til þess að gera vandamálið enn stærra. Einkaaðilar áætla að hægt væri að bjóða 35 fermetra stúdíóíbúðir á um 80 þúsund krónur á mánuði miðað við núverandi verðlag fái þeir sveigjanleika til þess að hefja uppbyggingu. Þess ber að geta að það er í raun ódýrt verð ef miðað er við það leiguverð sem Reykjavíkurborg innheimtir fyrir félagslegar íbúðir. En þar er leiguverð fyrir 40 fermetra á milli 60-100 þúsund krónur.Einföldum málin Nauðsynlegt er að stórauka lóðaframboð í Reykjavík. Til að auka fjölbreytileika bygginga á hinum nýju lóðum væri skynsamlegast að endurskoða núverandi fyrirkomulag lóðaverðs, falla frá þeirri stefnu sem nú gildir að lóðaverð miðast ekki einungis við fermetrafjölda fasteignar heldur fjölda íbúða í hverri fasteign. Verð lóðar hækkar þannig með hverri íbúð sem við bætist. Þetta hindrar í raun uppbyggingu minni íbúða. Þar að auki er mögulegt að skapa aukna hvata á fasteignamarkaði til minni tilkostnaðar við byggingu fasteigna, hagkvæmara söluverðs og lægra leiguverðs með því að lækka verulega lóðagjöld í Reykjavík. Með fyrrnefndum breytingum yrði dregið úr hindrunum sem eru nú í vegi þeirra sem vilja byggja ódýrari og minni íbúðir fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum, fjölskyldur sem eru að koma upp sínu fyrsta heimili eða aðra hópa sem ekki finna húsnæði við hæfi.Höfnum skammtastefnunni Heilbrigð blanda af skammtíma og langtímaaðgerðum í húsnæðismálum ungra Reykvíkinga, þar sem lagt er upp með að leyfa einstaklingsframtakinu að blómstra og mynda þannig fjölbreytta og vistvæna byggð, er leiðin til árangurs. Höfnum húsnæðisskömmtunarstefnunni og setjum frekar fjölbreytileikann í forgang og veitum markaðnum svigrúm til að bregðast við nýrri eftirspurn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Alvarlegt ástand ríkir í húsnæðismálum á meðal ungra Reykvíkinga í dag. Hátt leiguverð, lóðaskortur og langir biðlistar eftir stúdentaíbúðum eða skortur á almennum leiguíbúðum gera það að verkum að margt ungt fólk sér ekki fram á að geta flutt úr foreldrahúsum og stofnað eigið heimili. Ef ekki verður brugðist við þessu óvissuástandi sem allra fyrst þá er hætt við að ungt fólk flýi borgina. Slíkt er alvarlegt því í framtíðinni þarf samfélagið á kröftum þess og hugmyndum að halda.Pólitísk töf Lítið annað þarf en pólitískan vilja til þess að hætta að tefja uppbyggingu. Á einkamarkaðinum hafa fullskapaðar hugmyndir um góðar lausnir litið dagsins ljós. Lítið virðist ganga við endurskoðun byggingarreglugerðar og meirihlutinn í Reykjavík leggur áherslu á að miðstýra verkefni sem búið er að leysa í stað þess að einbeita sér að því að hleypa uppbyggingunni af stað. Uppbygging á kjörtímabilinu hefur verið kjánalega lítil auk þess sem algjörlega hefur verið vanmetið hversu margar íbúðir eru nú leigðar til ferðamanna og standa íbúum ekki lengur til boða. Talið er að hér sé um allt að 1500 íbúðir að ræða.Hversu lengi á að bíða? Til styttri tíma mætti til dæmis sjá fyrir bráðabirgðalausnir á borð við smáhýsalausn sem kynnt var fyrir nokkrum dögum eða þá að gefa hugmyndum þeirra sem unnið hafa að lausnum til að mæta eftirspurn eftir minni og ódýrari íbúðum byr undir báða vængi. Arkitektar, hönnuðir og byggingaraðilar hafa ekki setið aðgerðalausir heldur unnið að lausnum sem horfa ætti til. Hægt væri að byggja upp slíkar íbúðir með stuttum fyrirvara fengjust lóðir við hæfi. Með slíkri innspýtingu gæti síðan fjöldi ungs fólks komið sér upp heimili í litlum og vistvænum íbúðum. Árangursríkast er að láta einkamarkaðinn um að anna eftirspurninni og einbeita sér að því að reglugerðir og tafir ríkis og borgar verði ekki til þess að gera vandamálið enn stærra. Einkaaðilar áætla að hægt væri að bjóða 35 fermetra stúdíóíbúðir á um 80 þúsund krónur á mánuði miðað við núverandi verðlag fái þeir sveigjanleika til þess að hefja uppbyggingu. Þess ber að geta að það er í raun ódýrt verð ef miðað er við það leiguverð sem Reykjavíkurborg innheimtir fyrir félagslegar íbúðir. En þar er leiguverð fyrir 40 fermetra á milli 60-100 þúsund krónur.Einföldum málin Nauðsynlegt er að stórauka lóðaframboð í Reykjavík. Til að auka fjölbreytileika bygginga á hinum nýju lóðum væri skynsamlegast að endurskoða núverandi fyrirkomulag lóðaverðs, falla frá þeirri stefnu sem nú gildir að lóðaverð miðast ekki einungis við fermetrafjölda fasteignar heldur fjölda íbúða í hverri fasteign. Verð lóðar hækkar þannig með hverri íbúð sem við bætist. Þetta hindrar í raun uppbyggingu minni íbúða. Þar að auki er mögulegt að skapa aukna hvata á fasteignamarkaði til minni tilkostnaðar við byggingu fasteigna, hagkvæmara söluverðs og lægra leiguverðs með því að lækka verulega lóðagjöld í Reykjavík. Með fyrrnefndum breytingum yrði dregið úr hindrunum sem eru nú í vegi þeirra sem vilja byggja ódýrari og minni íbúðir fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum, fjölskyldur sem eru að koma upp sínu fyrsta heimili eða aðra hópa sem ekki finna húsnæði við hæfi.Höfnum skammtastefnunni Heilbrigð blanda af skammtíma og langtímaaðgerðum í húsnæðismálum ungra Reykvíkinga, þar sem lagt er upp með að leyfa einstaklingsframtakinu að blómstra og mynda þannig fjölbreytta og vistvæna byggð, er leiðin til árangurs. Höfnum húsnæðisskömmtunarstefnunni og setjum frekar fjölbreytileikann í forgang og veitum markaðnum svigrúm til að bregðast við nýrri eftirspurn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar