Svigrúm óskast – „hótel mamma“ segir upp Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 15. mars 2014 07:00 Alvarlegt ástand ríkir í húsnæðismálum á meðal ungra Reykvíkinga í dag. Hátt leiguverð, lóðaskortur og langir biðlistar eftir stúdentaíbúðum eða skortur á almennum leiguíbúðum gera það að verkum að margt ungt fólk sér ekki fram á að geta flutt úr foreldrahúsum og stofnað eigið heimili. Ef ekki verður brugðist við þessu óvissuástandi sem allra fyrst þá er hætt við að ungt fólk flýi borgina. Slíkt er alvarlegt því í framtíðinni þarf samfélagið á kröftum þess og hugmyndum að halda.Pólitísk töf Lítið annað þarf en pólitískan vilja til þess að hætta að tefja uppbyggingu. Á einkamarkaðinum hafa fullskapaðar hugmyndir um góðar lausnir litið dagsins ljós. Lítið virðist ganga við endurskoðun byggingarreglugerðar og meirihlutinn í Reykjavík leggur áherslu á að miðstýra verkefni sem búið er að leysa í stað þess að einbeita sér að því að hleypa uppbyggingunni af stað. Uppbygging á kjörtímabilinu hefur verið kjánalega lítil auk þess sem algjörlega hefur verið vanmetið hversu margar íbúðir eru nú leigðar til ferðamanna og standa íbúum ekki lengur til boða. Talið er að hér sé um allt að 1500 íbúðir að ræða.Hversu lengi á að bíða? Til styttri tíma mætti til dæmis sjá fyrir bráðabirgðalausnir á borð við smáhýsalausn sem kynnt var fyrir nokkrum dögum eða þá að gefa hugmyndum þeirra sem unnið hafa að lausnum til að mæta eftirspurn eftir minni og ódýrari íbúðum byr undir báða vængi. Arkitektar, hönnuðir og byggingaraðilar hafa ekki setið aðgerðalausir heldur unnið að lausnum sem horfa ætti til. Hægt væri að byggja upp slíkar íbúðir með stuttum fyrirvara fengjust lóðir við hæfi. Með slíkri innspýtingu gæti síðan fjöldi ungs fólks komið sér upp heimili í litlum og vistvænum íbúðum. Árangursríkast er að láta einkamarkaðinn um að anna eftirspurninni og einbeita sér að því að reglugerðir og tafir ríkis og borgar verði ekki til þess að gera vandamálið enn stærra. Einkaaðilar áætla að hægt væri að bjóða 35 fermetra stúdíóíbúðir á um 80 þúsund krónur á mánuði miðað við núverandi verðlag fái þeir sveigjanleika til þess að hefja uppbyggingu. Þess ber að geta að það er í raun ódýrt verð ef miðað er við það leiguverð sem Reykjavíkurborg innheimtir fyrir félagslegar íbúðir. En þar er leiguverð fyrir 40 fermetra á milli 60-100 þúsund krónur.Einföldum málin Nauðsynlegt er að stórauka lóðaframboð í Reykjavík. Til að auka fjölbreytileika bygginga á hinum nýju lóðum væri skynsamlegast að endurskoða núverandi fyrirkomulag lóðaverðs, falla frá þeirri stefnu sem nú gildir að lóðaverð miðast ekki einungis við fermetrafjölda fasteignar heldur fjölda íbúða í hverri fasteign. Verð lóðar hækkar þannig með hverri íbúð sem við bætist. Þetta hindrar í raun uppbyggingu minni íbúða. Þar að auki er mögulegt að skapa aukna hvata á fasteignamarkaði til minni tilkostnaðar við byggingu fasteigna, hagkvæmara söluverðs og lægra leiguverðs með því að lækka verulega lóðagjöld í Reykjavík. Með fyrrnefndum breytingum yrði dregið úr hindrunum sem eru nú í vegi þeirra sem vilja byggja ódýrari og minni íbúðir fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum, fjölskyldur sem eru að koma upp sínu fyrsta heimili eða aðra hópa sem ekki finna húsnæði við hæfi.Höfnum skammtastefnunni Heilbrigð blanda af skammtíma og langtímaaðgerðum í húsnæðismálum ungra Reykvíkinga, þar sem lagt er upp með að leyfa einstaklingsframtakinu að blómstra og mynda þannig fjölbreytta og vistvæna byggð, er leiðin til árangurs. Höfnum húsnæðisskömmtunarstefnunni og setjum frekar fjölbreytileikann í forgang og veitum markaðnum svigrúm til að bregðast við nýrri eftirspurn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Alvarlegt ástand ríkir í húsnæðismálum á meðal ungra Reykvíkinga í dag. Hátt leiguverð, lóðaskortur og langir biðlistar eftir stúdentaíbúðum eða skortur á almennum leiguíbúðum gera það að verkum að margt ungt fólk sér ekki fram á að geta flutt úr foreldrahúsum og stofnað eigið heimili. Ef ekki verður brugðist við þessu óvissuástandi sem allra fyrst þá er hætt við að ungt fólk flýi borgina. Slíkt er alvarlegt því í framtíðinni þarf samfélagið á kröftum þess og hugmyndum að halda.Pólitísk töf Lítið annað þarf en pólitískan vilja til þess að hætta að tefja uppbyggingu. Á einkamarkaðinum hafa fullskapaðar hugmyndir um góðar lausnir litið dagsins ljós. Lítið virðist ganga við endurskoðun byggingarreglugerðar og meirihlutinn í Reykjavík leggur áherslu á að miðstýra verkefni sem búið er að leysa í stað þess að einbeita sér að því að hleypa uppbyggingunni af stað. Uppbygging á kjörtímabilinu hefur verið kjánalega lítil auk þess sem algjörlega hefur verið vanmetið hversu margar íbúðir eru nú leigðar til ferðamanna og standa íbúum ekki lengur til boða. Talið er að hér sé um allt að 1500 íbúðir að ræða.Hversu lengi á að bíða? Til styttri tíma mætti til dæmis sjá fyrir bráðabirgðalausnir á borð við smáhýsalausn sem kynnt var fyrir nokkrum dögum eða þá að gefa hugmyndum þeirra sem unnið hafa að lausnum til að mæta eftirspurn eftir minni og ódýrari íbúðum byr undir báða vængi. Arkitektar, hönnuðir og byggingaraðilar hafa ekki setið aðgerðalausir heldur unnið að lausnum sem horfa ætti til. Hægt væri að byggja upp slíkar íbúðir með stuttum fyrirvara fengjust lóðir við hæfi. Með slíkri innspýtingu gæti síðan fjöldi ungs fólks komið sér upp heimili í litlum og vistvænum íbúðum. Árangursríkast er að láta einkamarkaðinn um að anna eftirspurninni og einbeita sér að því að reglugerðir og tafir ríkis og borgar verði ekki til þess að gera vandamálið enn stærra. Einkaaðilar áætla að hægt væri að bjóða 35 fermetra stúdíóíbúðir á um 80 þúsund krónur á mánuði miðað við núverandi verðlag fái þeir sveigjanleika til þess að hefja uppbyggingu. Þess ber að geta að það er í raun ódýrt verð ef miðað er við það leiguverð sem Reykjavíkurborg innheimtir fyrir félagslegar íbúðir. En þar er leiguverð fyrir 40 fermetra á milli 60-100 þúsund krónur.Einföldum málin Nauðsynlegt er að stórauka lóðaframboð í Reykjavík. Til að auka fjölbreytileika bygginga á hinum nýju lóðum væri skynsamlegast að endurskoða núverandi fyrirkomulag lóðaverðs, falla frá þeirri stefnu sem nú gildir að lóðaverð miðast ekki einungis við fermetrafjölda fasteignar heldur fjölda íbúða í hverri fasteign. Verð lóðar hækkar þannig með hverri íbúð sem við bætist. Þetta hindrar í raun uppbyggingu minni íbúða. Þar að auki er mögulegt að skapa aukna hvata á fasteignamarkaði til minni tilkostnaðar við byggingu fasteigna, hagkvæmara söluverðs og lægra leiguverðs með því að lækka verulega lóðagjöld í Reykjavík. Með fyrrnefndum breytingum yrði dregið úr hindrunum sem eru nú í vegi þeirra sem vilja byggja ódýrari og minni íbúðir fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum, fjölskyldur sem eru að koma upp sínu fyrsta heimili eða aðra hópa sem ekki finna húsnæði við hæfi.Höfnum skammtastefnunni Heilbrigð blanda af skammtíma og langtímaaðgerðum í húsnæðismálum ungra Reykvíkinga, þar sem lagt er upp með að leyfa einstaklingsframtakinu að blómstra og mynda þannig fjölbreytta og vistvæna byggð, er leiðin til árangurs. Höfnum húsnæðisskömmtunarstefnunni og setjum frekar fjölbreytileikann í forgang og veitum markaðnum svigrúm til að bregðast við nýrri eftirspurn.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun