Um goðsagnir í kjúklingarækt Jón Magnús Jónsson skrifar 15. mars 2014 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins dregur upp dökka mynd af íslenskri kjúklingarækt í leiðara 11. mars síðastliðinn. Þar fjallar hann um allt það neikvæða sem kom fram í skýrslu frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eftir fyrstu vettvangsathugun í íslenskum alifuglasláturhúsum og kjúklingabúum eftir að matvælalöggjöf Evrópusambandsins varð hluti af EES-samningum árið 2011. Engum orðum er eytt í það jákvæða sem kjúklingabændur hafa áorkað á síðustu árum. Íslenskir bændur eru vandvirkir og þykir miður að vera vændir um óvandaða búskaparhætti.Einstakur árangur Íslendingar hafa náð einstökum árangri í baráttunni við kampýlóbaktersýkingar bæði í fólki og í alifuglum á síðustu 14 árum. Til ársins 1996 var einungis frosinn kjúklingur á markaði á Íslandi. Það ár var hins vegar leyft að selja ferskan kjúkling og neyslan jókst um helming, frá 6 kg upp í 11 kg á hvern íbúa á ári. Í kjölfarið fylgdi kampýlóbakterfaraldur í fólki sem náði hámarki árið 1999. Árið 2000 sammæltust alifuglabændur og stjórnvöld um að grípa til aðgerða. Allir voru sammála um að til þess að mega selja ófrysta kjúklinga yrði kjúklingahópurinn að vera laus við kampýlóbakter. Til þess að ráðast á vandann þarf mjög strangar smitvarnir svo bakterían berist ekki inn í kjúklingahús, því hún finnst mjög víða í umhverfinu. Þetta tókst íslenskum alifuglabændum og afurðir úr mjög fáum hópum þarf núna að frysta vegna kampýlóbaktersmits (frystingin er skylda og fækkar bakteríum um allt að 90%). Tíðni kampýlobaktersmitaðra hópa er einfaldlega með því lægsta sem þekkist á byggðu bóli. Þá sjaldan sem smits verður vart er kjötið fryst. Í Evrópu er slíkur kjúklingur seldur ferskur. Hér eru strangar reglur um salmonellusmitaða kjúklingahópa. Þeim er einfaldlega fargað.Heilnæmur matur – heilbrigðir neytendur Tíðni kampýlóbaktersmits í Íslendingum í dag er um þriðjungi lægri en í nágrannalöndum okkar. Vegna þess hversu góðum árangri við höfum náð, leituðu Bretar fyrir skemmstu til Matvælastofnunar (MAST) og óskuðu eftir upplýsingum um hvernig Íslendingar hafa nánast náð að vinna bug á kampýlóbaktersýkingum. Mikill áhugi er hjá bændum um að skila sem heilnæmustum fuglum til slátrunar. Þeir eru meðvitaðir um smitvarnir eftir margra ára reynslu og gera sitt besta til þess að halda sínum húsum sjúkdómafríum. Það er fyrst og fremst bændum að þakka að heilnæmi í kjúklingarækt hér á landi er með því besta sem þekkist. Frystikrafan á líka sinn þátt í að vernda neytendur. Erlendis hafa eftirlitsstofnanir ekki treyst sér til þess að setja frystikröfuna sem skilyrði. Í Evrópu hefur hún verið talin of íþyngjandi fyrir greinina og markaðinn.Sýklalyfjagjöf er óþörf Í skýrslu ESA komu ýmsar athugasemdir fram um eftirlit sem Matvælastofnun hefur tekið til greina og gert áætlun um úrbætur. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að heilnæmi íslenskra kjúklinga er gott með tilliti til salmonellu og kampýlóbakters og sá árangur sem hér hefur náðst í smitvörnum á síðustu árum hlotið eftirtekt og aðdáun í nágrannalöndum okkar. Íslenskir kjúklingabændur hafa uppskorið eftir erfiðið og árangurinn er meðal annars sá að sýkingar í mönnum eru afar fátíðar hér á landi eftir neyslu kjúklingakjöts. Áður hefur verið fjallað um notkun sýklalyfja í íslenskum landbúnaði sem er með því minnsta í hinum vestræna heimi. Í innlendri kjúklingaframleiðslu er heilbrigði fuglanna það gott að sýklalyfjagjöf er óþörf. Hreinleiki og heilnæmi íslensks kjúklingakjöts er engin goðsögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins dregur upp dökka mynd af íslenskri kjúklingarækt í leiðara 11. mars síðastliðinn. Þar fjallar hann um allt það neikvæða sem kom fram í skýrslu frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eftir fyrstu vettvangsathugun í íslenskum alifuglasláturhúsum og kjúklingabúum eftir að matvælalöggjöf Evrópusambandsins varð hluti af EES-samningum árið 2011. Engum orðum er eytt í það jákvæða sem kjúklingabændur hafa áorkað á síðustu árum. Íslenskir bændur eru vandvirkir og þykir miður að vera vændir um óvandaða búskaparhætti.Einstakur árangur Íslendingar hafa náð einstökum árangri í baráttunni við kampýlóbaktersýkingar bæði í fólki og í alifuglum á síðustu 14 árum. Til ársins 1996 var einungis frosinn kjúklingur á markaði á Íslandi. Það ár var hins vegar leyft að selja ferskan kjúkling og neyslan jókst um helming, frá 6 kg upp í 11 kg á hvern íbúa á ári. Í kjölfarið fylgdi kampýlóbakterfaraldur í fólki sem náði hámarki árið 1999. Árið 2000 sammæltust alifuglabændur og stjórnvöld um að grípa til aðgerða. Allir voru sammála um að til þess að mega selja ófrysta kjúklinga yrði kjúklingahópurinn að vera laus við kampýlóbakter. Til þess að ráðast á vandann þarf mjög strangar smitvarnir svo bakterían berist ekki inn í kjúklingahús, því hún finnst mjög víða í umhverfinu. Þetta tókst íslenskum alifuglabændum og afurðir úr mjög fáum hópum þarf núna að frysta vegna kampýlóbaktersmits (frystingin er skylda og fækkar bakteríum um allt að 90%). Tíðni kampýlobaktersmitaðra hópa er einfaldlega með því lægsta sem þekkist á byggðu bóli. Þá sjaldan sem smits verður vart er kjötið fryst. Í Evrópu er slíkur kjúklingur seldur ferskur. Hér eru strangar reglur um salmonellusmitaða kjúklingahópa. Þeim er einfaldlega fargað.Heilnæmur matur – heilbrigðir neytendur Tíðni kampýlóbaktersmits í Íslendingum í dag er um þriðjungi lægri en í nágrannalöndum okkar. Vegna þess hversu góðum árangri við höfum náð, leituðu Bretar fyrir skemmstu til Matvælastofnunar (MAST) og óskuðu eftir upplýsingum um hvernig Íslendingar hafa nánast náð að vinna bug á kampýlóbaktersýkingum. Mikill áhugi er hjá bændum um að skila sem heilnæmustum fuglum til slátrunar. Þeir eru meðvitaðir um smitvarnir eftir margra ára reynslu og gera sitt besta til þess að halda sínum húsum sjúkdómafríum. Það er fyrst og fremst bændum að þakka að heilnæmi í kjúklingarækt hér á landi er með því besta sem þekkist. Frystikrafan á líka sinn þátt í að vernda neytendur. Erlendis hafa eftirlitsstofnanir ekki treyst sér til þess að setja frystikröfuna sem skilyrði. Í Evrópu hefur hún verið talin of íþyngjandi fyrir greinina og markaðinn.Sýklalyfjagjöf er óþörf Í skýrslu ESA komu ýmsar athugasemdir fram um eftirlit sem Matvælastofnun hefur tekið til greina og gert áætlun um úrbætur. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að heilnæmi íslenskra kjúklinga er gott með tilliti til salmonellu og kampýlóbakters og sá árangur sem hér hefur náðst í smitvörnum á síðustu árum hlotið eftirtekt og aðdáun í nágrannalöndum okkar. Íslenskir kjúklingabændur hafa uppskorið eftir erfiðið og árangurinn er meðal annars sá að sýkingar í mönnum eru afar fátíðar hér á landi eftir neyslu kjúklingakjöts. Áður hefur verið fjallað um notkun sýklalyfja í íslenskum landbúnaði sem er með því minnsta í hinum vestræna heimi. Í innlendri kjúklingaframleiðslu er heilbrigði fuglanna það gott að sýklalyfjagjöf er óþörf. Hreinleiki og heilnæmi íslensks kjúklingakjöts er engin goðsögn.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun