Af landbúnaði og listum Einar Freyr Elínarson skrifar 13. mars 2014 07:00 Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur nú verið, eins og oft áður, um landbúnað og styrkjaumhverfið sem hann býr við. Þar hefur farið mikinn Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, og talar um íslenska bændur á framfæri skattgreiðenda við að mjólka og smala kindum. Þó svo að ríkisstyrktur landbúnaður tíðkist um allan heim. En svo er önnur skemmtileg umræða sem skýtur oft upp kollinum. Styrkir til menninga og lista. Andstæðingar þeirra styrkja hrópa hátt og snjallt að þeir sem geti ekki selt sína vöru, listina, og lifað af því eigi bara að finna sér eitthvað annað að gera.Landbúnaður + Menning Ég vil meina að þessir tveir hlutir, styrkir til landbúnaðar og styrkir til menninga og lista, séu í raun sami hluturinn. Þó að mér finnist að framlög til menninga og lista mættu vera enn meiri. Allt snýst þetta um að tryggja og styrkja stoðir íslenskrar framleiðslu. Hvort tveggja er nefnilega nauðsynlegt okkar samfélagi. Mönnum er oft tíðrætt um matvælaöryggi, og að sama skapi tel ég að tryggja þurfi menningaröryggi okkar Íslendinga. Raunveruleiki þessa máls er ekki svo ferkantaður að hann sé einfaldlega hægt að útskýra með hagfræðilíkani. Það er kannski þess vegna sem hann er sumu fólki svo torskilinn. Í raun lít ég ekki á þessi framlög ríkisins sem styrki. Mér fyndist réttara að tala um þetta sem niðurgreiðslur til neytenda. Ef ekki kæmu til þessi framlög ríkisins væru þessar vörur þeim mun dýrari. Þetta er lykilatriði, sem ég held að margir sjái ekki. Ef beingreiðslur til bænda væru ekki greiddar, þá þyrftu neytendur að borga hærra verð fyrir kjötið og mjólkina í búðinni. Eða þá að þessi framleiðsla myndi lognast út af. Sjálfsagt getur fólk spurt sig: „En þurfum við virkilega á þessu að halda?“ Við gætum alveg flutt inn þann mat sem við þurfum.Við getum meira að segja flutt inn menningu og list. Það væri kannski auðveldasta leiðin. Sem er sjaldnast sú rétta. Þetta snýst um það hvort við viljum tryggja íslenska framleiðslu og fjölbreytt samfélag. Sem ég vona að flestir vilji.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar