Ávinningur af aðildarviðræðunum við ESB Elvar Örn Arason skrifar 8. mars 2014 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur fullyrt að það sé ekki hægt að ljúka aðildarviðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins. Hörðustu andstæðingar ESB-aðildar staðhæfa í sífellu að það sé ekkert til sem heiti að „kíkja í pakkann“, með aðildarviðræðum. Norðmenn hafa þó í tvígang hafnað aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 1972 og 1994. Andstæðingar ESB segja að það sé ekki hægt að bera þetta saman þar sem aðildarferlið hafi gerbreyst eftir að ríkin í Austur-Evrópu gengu í sambandið. Þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast þar sem markmiðið með aðildarviðræðum hefur ávallt verið það sama. Það hefur engin eðlisbreyting átt sér stað frá því að sambandið byrjaði að taka á móti nýjum aðildarríkjum. Kröfurnar sem Noregur þurfti að uppfylla sem umsóknarríki voru í grundvallaratriðum þær sömu í bæði skiptin. Aðildarviðræður hafa í gegnum tíðina fyrst og fremst snúist um að ganga úr skugga um að aðildarríkið geti innleitt í löggjöf sína og framkvæmt alla þá löggjöf, reglur og stefnumið sem í gildi eru hjá ESB. Það er á hinn bóginn rétt að aðildarferlið sjálft hefur mótast og tekið breytingum á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Noregur felldi aðildarsamninginn árið 1994. ESB sjálft hefur þróast og nýir sáttmálar litið dagsins ljós.Allra hagur Eftir lok kalda stríðsins og fall járntjaldsins sótti fjöldi ríkja um aðild að ESB sem voru talsvert frábrugðin þeim ríkjum sem áður höfðu gengið í sambandið. Það var flókið og kostnaðarsamt að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni á skömmum tíma og því var ákveðið að veita umsóknarríkjum stuðning, bæði í formi peningastyrkja og sérfræðiþekkingar. Þegar Ísland sótti formlega um aðild árið 2009 kaus fyrrverandi ríkisstjórn að nýta sér þann stuðning sem stóð umsóknarríkjum til boða. Verkefnin voru valin með tilliti til þess að þau nýttust óháð aðild og það kom skýrt fram af hálfu ESB að ekki þurfti að endurgreiða styrkina, ef ekki kæmi til aðildar. Íslensk stjórnsýsla og samfélag mun hagnast á aðildarferlinu. Ferlið sjálft og þátttaka stofnana í margs konar verkefnum tengdum viðræðunum mun efla getu þeirra til að fást við krefjandi verkefni í framtíðinni. Jafnframt myndi landsbyggðinni, með aðkomu sveitarfélaga, standa til boða umfangsmiklir styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Það er því allra hagur að ljúka aðildarviðræðunum hvort sem samningurinn verður samþykktur eða honum synjað af þjóðinni. Auk þess fengi þjóðin loksins tækifæri til að útkljá þetta pólitíska deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur fullyrt að það sé ekki hægt að ljúka aðildarviðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins. Hörðustu andstæðingar ESB-aðildar staðhæfa í sífellu að það sé ekkert til sem heiti að „kíkja í pakkann“, með aðildarviðræðum. Norðmenn hafa þó í tvígang hafnað aðildarsamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 1972 og 1994. Andstæðingar ESB segja að það sé ekki hægt að bera þetta saman þar sem aðildarferlið hafi gerbreyst eftir að ríkin í Austur-Evrópu gengu í sambandið. Þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast þar sem markmiðið með aðildarviðræðum hefur ávallt verið það sama. Það hefur engin eðlisbreyting átt sér stað frá því að sambandið byrjaði að taka á móti nýjum aðildarríkjum. Kröfurnar sem Noregur þurfti að uppfylla sem umsóknarríki voru í grundvallaratriðum þær sömu í bæði skiptin. Aðildarviðræður hafa í gegnum tíðina fyrst og fremst snúist um að ganga úr skugga um að aðildarríkið geti innleitt í löggjöf sína og framkvæmt alla þá löggjöf, reglur og stefnumið sem í gildi eru hjá ESB. Það er á hinn bóginn rétt að aðildarferlið sjálft hefur mótast og tekið breytingum á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Noregur felldi aðildarsamninginn árið 1994. ESB sjálft hefur þróast og nýir sáttmálar litið dagsins ljós.Allra hagur Eftir lok kalda stríðsins og fall járntjaldsins sótti fjöldi ríkja um aðild að ESB sem voru talsvert frábrugðin þeim ríkjum sem áður höfðu gengið í sambandið. Það var flókið og kostnaðarsamt að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni á skömmum tíma og því var ákveðið að veita umsóknarríkjum stuðning, bæði í formi peningastyrkja og sérfræðiþekkingar. Þegar Ísland sótti formlega um aðild árið 2009 kaus fyrrverandi ríkisstjórn að nýta sér þann stuðning sem stóð umsóknarríkjum til boða. Verkefnin voru valin með tilliti til þess að þau nýttust óháð aðild og það kom skýrt fram af hálfu ESB að ekki þurfti að endurgreiða styrkina, ef ekki kæmi til aðildar. Íslensk stjórnsýsla og samfélag mun hagnast á aðildarferlinu. Ferlið sjálft og þátttaka stofnana í margs konar verkefnum tengdum viðræðunum mun efla getu þeirra til að fást við krefjandi verkefni í framtíðinni. Jafnframt myndi landsbyggðinni, með aðkomu sveitarfélaga, standa til boða umfangsmiklir styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Það er því allra hagur að ljúka aðildarviðræðunum hvort sem samningurinn verður samþykktur eða honum synjað af þjóðinni. Auk þess fengi þjóðin loksins tækifæri til að útkljá þetta pólitíska deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar