30-40% lífskjarabati með evru og ESB Guðjón Sigurbjartsson skrifar 7. mars 2014 07:00 „Við evruaðild mun landsframleiðsla aukast um 1,5-11%, eða um 65-179 ma.kr. á ári“ samkvæmt nýlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum. Einnig kemur þar fram að myntsvæðið okkar er það lítið að krónan stuðlar að óstöðugleika og dregur úr atvinnuframboði fremur en hitt. Við höfum sem sagt hvorki ástæðu til né efni á krónunni áfram. Aðild að Evrópusambandinu og evrunni fer saman og því er ástæða til að kanna áhrif ESB-aðildar á lífskjörin í heild. Ekki er hægt að reikna lífskjarabatann beint út en áætla má hann út frá samhenginu. Með evrunni munu meðallaun hækka, verð vöru og þjónustu lækka og vextir lækka. Það verður því talsvert meira til skiptanna þegar við erum búin að kaupa sama magn af vörum og þjónustu og greiða af lánum.Allar atvinnugreinar munu geta greitt betri laun Með evru lækka vextir, verðtrygging verður óþörf og fjármagnshöftin hverfa. Þetta eykur fjárfestingu og atvinnuframboð. Um 70% útgerðarfyrirtækja gera upp í evrum því tekjurnar eru erlendar og lánin að talsverðu leyti. Við inngöngu í ESB fellur niður tollur á unnar sjávarafurðir sem þýðir að fullvinnsla mun aukast hér og tekjur aukast. Í staðinn þarf trúlega að hafa samráð um nýtingu auðlindarinnar við stjórnkerfi ESB og leyfa fjárfestingar aðila á ESB svæðinu í okkar sjávarútvegi innan vissra marka. Þetta er aðalástæðan fyrir því að við verðum að sjá aðildarsamninginn áður en við tökum endanlega afstöðu til ESB aðildar, en trúlega getum við vel við unað. Orkuframleiðsla, orkufrekur iðnaður, ferðaþjónusta, skapandi greinar og hátækniiðnaður hagnast af evrunni. Bankarnir verða betri með samkeppni frá erlendum bönkum og ef Ísland fær aðild að hinu nýja bankasambandi koma sóknarfæri fyrir okkar banka. Þó þeir hafi hrunið er fyrir hendi umtalsverð reynsla sem mun nýtast á ný, undir skilvirkara eftirliti. Að fá erlenda banka er stórmál. Auk lægri vaxta dregur það úr krosseignatengslum og samþjöppun eignarhalds sem olli miklum skaða fyrir hrun. Vaxtagjöld á Íslandi munu lækka um rúmlegar 100 milljarða króna á ári. Vaxtagjöld skuldugri heimilanna lækka um 50 til 100 þús. kr. á mánuði sem eru 10-20% af útgjöldum þeirra. Verslun og netviðskipti verða einfaldari og ódýrari sem lækkar verð vöru og þjónustu og úrvalið eykst. Meira að segja landbúnaðurinn mun njóta stöðugleika evrunnar. En hann mun þurfa að takast á við tollfrjálsan innflutning matvæla hvort sem við göngum í ESB eða ekki því það bætir hag heimilanna um 5-10%. Hjálpa má landbúnaðinum í gegnum erfiðasta skaflinn með aðlögunarstyrkjum. Samtals mun aðild að ESB og evrunni bæta lífskjör okkar um 30% til 40% þegar allt er komið fram. Að sjálfsögðu fylgja aðild að Evrópusambandinu ýmsir kostir og gallar sem þjóðin mun taka afstöðu til í atkvæðagreiðslu þegar fram líða stundir.Leiðum samningana við Evrópusambandið til lykta Nú vilja um 82% landsmanna fá að kjósa um hvort aðildarviðræðunum verður fram haldið. Á síðasta kjörtímabili kostuðu viðræðurnar við ESB um 1 milljarð kr. en við fengum um 6,5 milljarða kr. í IPA-styrki. Það er því beinn ávinningur af viðræðunum auk þess sem þær munu leiða í ljós kosti og galla aðildar. Stjórnvöld mega ekki komast upp með að draga aðildarumsóknina að ESB til baka einhliða. Ef þau treysta sér ekki til að vinna úr málinu eiga þau að fara frá. Þetta mál er miklu stærra en núverandi Alþingi. Stjórnmálaflokkarnir ráða ekki við málið. Á thjod.is er undirskriftasöfnun þeirra sem vilja fá að kjósa. Gerum það og hvetjum aðra til þess sama. Tökum þátt í boðuðum mótmælum. Því miður er ljóst að aðeins með þessum hætti munu stjórnvöld taka tillit til vilja þjóðarinnar í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
„Við evruaðild mun landsframleiðsla aukast um 1,5-11%, eða um 65-179 ma.kr. á ári“ samkvæmt nýlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum. Einnig kemur þar fram að myntsvæðið okkar er það lítið að krónan stuðlar að óstöðugleika og dregur úr atvinnuframboði fremur en hitt. Við höfum sem sagt hvorki ástæðu til né efni á krónunni áfram. Aðild að Evrópusambandinu og evrunni fer saman og því er ástæða til að kanna áhrif ESB-aðildar á lífskjörin í heild. Ekki er hægt að reikna lífskjarabatann beint út en áætla má hann út frá samhenginu. Með evrunni munu meðallaun hækka, verð vöru og þjónustu lækka og vextir lækka. Það verður því talsvert meira til skiptanna þegar við erum búin að kaupa sama magn af vörum og þjónustu og greiða af lánum.Allar atvinnugreinar munu geta greitt betri laun Með evru lækka vextir, verðtrygging verður óþörf og fjármagnshöftin hverfa. Þetta eykur fjárfestingu og atvinnuframboð. Um 70% útgerðarfyrirtækja gera upp í evrum því tekjurnar eru erlendar og lánin að talsverðu leyti. Við inngöngu í ESB fellur niður tollur á unnar sjávarafurðir sem þýðir að fullvinnsla mun aukast hér og tekjur aukast. Í staðinn þarf trúlega að hafa samráð um nýtingu auðlindarinnar við stjórnkerfi ESB og leyfa fjárfestingar aðila á ESB svæðinu í okkar sjávarútvegi innan vissra marka. Þetta er aðalástæðan fyrir því að við verðum að sjá aðildarsamninginn áður en við tökum endanlega afstöðu til ESB aðildar, en trúlega getum við vel við unað. Orkuframleiðsla, orkufrekur iðnaður, ferðaþjónusta, skapandi greinar og hátækniiðnaður hagnast af evrunni. Bankarnir verða betri með samkeppni frá erlendum bönkum og ef Ísland fær aðild að hinu nýja bankasambandi koma sóknarfæri fyrir okkar banka. Þó þeir hafi hrunið er fyrir hendi umtalsverð reynsla sem mun nýtast á ný, undir skilvirkara eftirliti. Að fá erlenda banka er stórmál. Auk lægri vaxta dregur það úr krosseignatengslum og samþjöppun eignarhalds sem olli miklum skaða fyrir hrun. Vaxtagjöld á Íslandi munu lækka um rúmlegar 100 milljarða króna á ári. Vaxtagjöld skuldugri heimilanna lækka um 50 til 100 þús. kr. á mánuði sem eru 10-20% af útgjöldum þeirra. Verslun og netviðskipti verða einfaldari og ódýrari sem lækkar verð vöru og þjónustu og úrvalið eykst. Meira að segja landbúnaðurinn mun njóta stöðugleika evrunnar. En hann mun þurfa að takast á við tollfrjálsan innflutning matvæla hvort sem við göngum í ESB eða ekki því það bætir hag heimilanna um 5-10%. Hjálpa má landbúnaðinum í gegnum erfiðasta skaflinn með aðlögunarstyrkjum. Samtals mun aðild að ESB og evrunni bæta lífskjör okkar um 30% til 40% þegar allt er komið fram. Að sjálfsögðu fylgja aðild að Evrópusambandinu ýmsir kostir og gallar sem þjóðin mun taka afstöðu til í atkvæðagreiðslu þegar fram líða stundir.Leiðum samningana við Evrópusambandið til lykta Nú vilja um 82% landsmanna fá að kjósa um hvort aðildarviðræðunum verður fram haldið. Á síðasta kjörtímabili kostuðu viðræðurnar við ESB um 1 milljarð kr. en við fengum um 6,5 milljarða kr. í IPA-styrki. Það er því beinn ávinningur af viðræðunum auk þess sem þær munu leiða í ljós kosti og galla aðildar. Stjórnvöld mega ekki komast upp með að draga aðildarumsóknina að ESB til baka einhliða. Ef þau treysta sér ekki til að vinna úr málinu eiga þau að fara frá. Þetta mál er miklu stærra en núverandi Alþingi. Stjórnmálaflokkarnir ráða ekki við málið. Á thjod.is er undirskriftasöfnun þeirra sem vilja fá að kjósa. Gerum það og hvetjum aðra til þess sama. Tökum þátt í boðuðum mótmælum. Því miður er ljóst að aðeins með þessum hætti munu stjórnvöld taka tillit til vilja þjóðarinnar í málinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar