Borgina vantar yfir fjögur þúsund leiguíbúðir Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Ungt fólk vill búa í Reykjavík og þá helst í Vestur- og Miðbæ. Dýrast er engu síður að búa í Vesturbænum. Fréttablaðið/Vilhelm Ungur aldur, lágar tekjur og litlar íbúðir einkenna þá sem búa vilja í miðbæ Reykjavíkur, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Capacent sem lögð var fyrir borgarráð Reykjavíkur í gær. Fram kemur að til að bregðast við íbúaþróun, þar sem ungt fólk vill í auknum mæli flytja til borgarinnar, þurfi að bæta við 2.088 til 4.089 leiguíbúðum á næstu þremur árum. Á höfuðborgarsvæðinu öllu segir hins vegar að þurfi að bæta við allt að 4.650 leiguíbúðum. Fram kemur að síðustu ár hafi íbúum fjölgað á öllu höfuðborgarsvæðinu, nema á Seltjarnarnesi. Könnunin sýnir að flestir horfa til Reykjavíkur í næstu flutningum. 80 prósent 18 til 24 ára vilja flytja til borgarinnar. Þá er uppistaða þeirra sem flytja vilja í miðbæinn ungt fólk á aldrinum 18 til 34 ára. Um leið kemur fram að dýrast sé að byggja og kaupa í póstnúmerum 101 og 107 í borginni.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina gera sitt besta til að bregðast við með því að skipuleggja svæði fyrir leiguhúsnæði. „Við reynum líka að finna lóðir sem borgin getur lagt fram undir leiguíbúðir, helst miðsvæðis þar sem eftirspurnin er mest og unga fólkið vill vera.“ Hann segir líka markmið í sjálfu sér að skipuleggja borg þar sem ungt fólk vilji helst vera. Dagur bendir um leið á að eftirspurnin sem birtist í niðurstöðum skýrslunnar kallist á við áherslur í nýju aðalskipulagi. „Þar er einmitt reynt að fjölga litlum og meðalstórum íbúðum miðsvæðis og þróa borgina inn á við, þannig að Reykjavík verði borg, líkt og kallað er eftir hjá nýrri kynslóð sem er að koma inn á fasteignamarkaðinni.“ Áhyggjuefni sé hins vegar hversu erfitt fólk eigi meða að láta enda ná saman og eiga fyrir húsnæðiskostnaði, sérstaklega á eftirsóttustu svæðunum. „Við verðum að mæta því bæði með því að auka framboð á húsnæði og líka tryggja í skipulagi að staðsetning sé þannig að fólk þurfi ekki að vera á tveimur bílum. Einn bíll vegur gríðarlega þungt í rekstrarkostnaði venjulegs heimilis.“ Frá síðustu könnun, sem gerð var 2011, segir Dagur enn meiri sveiflu í þá átt að fólk vilji búa í Reykjavík og miðsvæðis í Reykjavík. „Síðan kemur í ljós að markaðurinn hefur að hluta mætt þörfinni fyrir leiguhúsnæði. Sjá má að leiguíbúðum hefur fjölgað milli kannana. Sem út af fyrir sig er gott að sjá. En viðbótareftirspurnin upp á tvö til fjögur þúsund íbðúir er stóra verkefnið núna.“ Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Ungur aldur, lágar tekjur og litlar íbúðir einkenna þá sem búa vilja í miðbæ Reykjavíkur, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Capacent sem lögð var fyrir borgarráð Reykjavíkur í gær. Fram kemur að til að bregðast við íbúaþróun, þar sem ungt fólk vill í auknum mæli flytja til borgarinnar, þurfi að bæta við 2.088 til 4.089 leiguíbúðum á næstu þremur árum. Á höfuðborgarsvæðinu öllu segir hins vegar að þurfi að bæta við allt að 4.650 leiguíbúðum. Fram kemur að síðustu ár hafi íbúum fjölgað á öllu höfuðborgarsvæðinu, nema á Seltjarnarnesi. Könnunin sýnir að flestir horfa til Reykjavíkur í næstu flutningum. 80 prósent 18 til 24 ára vilja flytja til borgarinnar. Þá er uppistaða þeirra sem flytja vilja í miðbæinn ungt fólk á aldrinum 18 til 34 ára. Um leið kemur fram að dýrast sé að byggja og kaupa í póstnúmerum 101 og 107 í borginni.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina gera sitt besta til að bregðast við með því að skipuleggja svæði fyrir leiguhúsnæði. „Við reynum líka að finna lóðir sem borgin getur lagt fram undir leiguíbúðir, helst miðsvæðis þar sem eftirspurnin er mest og unga fólkið vill vera.“ Hann segir líka markmið í sjálfu sér að skipuleggja borg þar sem ungt fólk vilji helst vera. Dagur bendir um leið á að eftirspurnin sem birtist í niðurstöðum skýrslunnar kallist á við áherslur í nýju aðalskipulagi. „Þar er einmitt reynt að fjölga litlum og meðalstórum íbúðum miðsvæðis og þróa borgina inn á við, þannig að Reykjavík verði borg, líkt og kallað er eftir hjá nýrri kynslóð sem er að koma inn á fasteignamarkaðinni.“ Áhyggjuefni sé hins vegar hversu erfitt fólk eigi meða að láta enda ná saman og eiga fyrir húsnæðiskostnaði, sérstaklega á eftirsóttustu svæðunum. „Við verðum að mæta því bæði með því að auka framboð á húsnæði og líka tryggja í skipulagi að staðsetning sé þannig að fólk þurfi ekki að vera á tveimur bílum. Einn bíll vegur gríðarlega þungt í rekstrarkostnaði venjulegs heimilis.“ Frá síðustu könnun, sem gerð var 2011, segir Dagur enn meiri sveiflu í þá átt að fólk vilji búa í Reykjavík og miðsvæðis í Reykjavík. „Síðan kemur í ljós að markaðurinn hefur að hluta mætt þörfinni fyrir leiguhúsnæði. Sjá má að leiguíbúðum hefur fjölgað milli kannana. Sem út af fyrir sig er gott að sjá. En viðbótareftirspurnin upp á tvö til fjögur þúsund íbðúir er stóra verkefnið núna.“
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira