Ég er SKO EKKI femínisti! Helga Margrét Friðriksdóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Eftir miklar vangaveltur síðastliðna daga sit ég eftir sem eitt spurningamerki. Það er bara svo margt sem ég skil ekki. Enginn vill láta brjóta á sér og allir virðast telja það mikilvægt að sitja vörð um eigin réttindi. En þegar það kemur að því að sýna vilja í verki er allt stopp. Líkt og fólk trúi því og treysti að samfélagið sem það tilheyrir muni sjá til þess að þetta verði allt saman fært upp í hendurnar á því. Ó hvað það væri góður heimur að búa í. En gott fólk þetta virkar ekki svona. Ætli lífið sé bara ekki aðeins flóknara en svo, við þurfum að berjast fyrir réttindum okkar! Ég bý í samfélagi þar sem einstaklingar leyfa sér að gera lítið úr jafnréttisbaráttu og það sem verra er, oftar en einu sinni hef ég sest niður og spjallað við einstaklinga sem finnst hallærislegt að vera femínisti, hitt ungar stelpur sem tilkynna mér það stoltar að þær séu SKO EKKI femínistar. Nú velti ég því fyrir mér hvað manneskja sé að meina þegar hún segist ekki vera femínisti! Er hún á móti jafnrétti? Er hægt að vera á móti jafnrétti? Eða spilar þarna ótti inn í? Að mínu mati er líklegra að þessi einstaklingur óttist það mótlæti sem samfélagið hefur sýnt þeim einstaklingum sem hafa gefið sig út fyrir að vera femínistar. Á sama tíma og karlmenn stíga fram sem femínistar eru dáðir og settir á einhvern dýrlingastall. Aldrei hef ég lesið blaðagrein þar sem konu er hrósað fyrir það að standa á réttindum sínum, nei, hún er kölluð frekja eða eitthvað þeim mun verra. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við hrósum fólki fyrir að stuðla að jafnrétti. Er rétt að hrósa fyrir eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagður hlutur? Eða erum við að vissu leyti að ýta undir ójafnréttið með því að benda sérstaklega á það? Stjórnvöld marka sér stefnu í jafnréttismálum en virðast svo eiga í stökustu erfiðleikum við að standa við hana. Svo virðist vera að það sé samþykkt hegðun innan samfélagsins að troða inn svona dúllum hér og þar, þar sem settar eru inn jafnréttisstefnur eða mörkuð stefna í mannréttindamálum sem er einungis sett fram til skrauts. En ekki til að sýna í verki. Væri ekki dásamlegt að búa í heimi þar sem við þyrftum ekki að hrósa, berjast fyrir né setja fram sjálfsagða hluti sem allir vita að enginn ætlar að fara eftir þegar á hólminn er komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir miklar vangaveltur síðastliðna daga sit ég eftir sem eitt spurningamerki. Það er bara svo margt sem ég skil ekki. Enginn vill láta brjóta á sér og allir virðast telja það mikilvægt að sitja vörð um eigin réttindi. En þegar það kemur að því að sýna vilja í verki er allt stopp. Líkt og fólk trúi því og treysti að samfélagið sem það tilheyrir muni sjá til þess að þetta verði allt saman fært upp í hendurnar á því. Ó hvað það væri góður heimur að búa í. En gott fólk þetta virkar ekki svona. Ætli lífið sé bara ekki aðeins flóknara en svo, við þurfum að berjast fyrir réttindum okkar! Ég bý í samfélagi þar sem einstaklingar leyfa sér að gera lítið úr jafnréttisbaráttu og það sem verra er, oftar en einu sinni hef ég sest niður og spjallað við einstaklinga sem finnst hallærislegt að vera femínisti, hitt ungar stelpur sem tilkynna mér það stoltar að þær séu SKO EKKI femínistar. Nú velti ég því fyrir mér hvað manneskja sé að meina þegar hún segist ekki vera femínisti! Er hún á móti jafnrétti? Er hægt að vera á móti jafnrétti? Eða spilar þarna ótti inn í? Að mínu mati er líklegra að þessi einstaklingur óttist það mótlæti sem samfélagið hefur sýnt þeim einstaklingum sem hafa gefið sig út fyrir að vera femínistar. Á sama tíma og karlmenn stíga fram sem femínistar eru dáðir og settir á einhvern dýrlingastall. Aldrei hef ég lesið blaðagrein þar sem konu er hrósað fyrir það að standa á réttindum sínum, nei, hún er kölluð frekja eða eitthvað þeim mun verra. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við hrósum fólki fyrir að stuðla að jafnrétti. Er rétt að hrósa fyrir eitthvað sem ætti að teljast sjálfsagður hlutur? Eða erum við að vissu leyti að ýta undir ójafnréttið með því að benda sérstaklega á það? Stjórnvöld marka sér stefnu í jafnréttismálum en virðast svo eiga í stökustu erfiðleikum við að standa við hana. Svo virðist vera að það sé samþykkt hegðun innan samfélagsins að troða inn svona dúllum hér og þar, þar sem settar eru inn jafnréttisstefnur eða mörkuð stefna í mannréttindamálum sem er einungis sett fram til skrauts. En ekki til að sýna í verki. Væri ekki dásamlegt að búa í heimi þar sem við þyrftum ekki að hrósa, berjast fyrir né setja fram sjálfsagða hluti sem allir vita að enginn ætlar að fara eftir þegar á hólminn er komið.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun