Það sem börnin okkar þurfa frá grunnskólanum til þess að undirbúa þau fyrir sína framtíð Gitte Larsen skrifar 5. mars 2014 06:00 Hefur heimurinn breyst síðan þú varst barn? Heldurðu að veröldin verði önnur þegar barnið þitt tekur fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum? Sem meðvitaðir og umhyggjusamir foreldrar hljótum við að spyrja hvers konar grunnskóli undirbúi börnin okkar sem best fyrir þennan ókomna nýja heim. Fyrr á tímum var meginhlutverk almennra skóla grunnmenntun fyrir verksmiðjuvinnu, eins konar klónun sem sljóvgaði hæfnina til að hugsa sjálfstætt. Seinna meir bjuggu skólarnir fólk undir að velja sér sama starfið alla ævi. En í heimi nútímans þurfa börnin okkar allt annað menntakerfi, því þau verða hvorki í færibandavinnu né í einu starfi fyrir lífstíð. Reyndar sýna nú sumar rannsóknir að meðalmanneskja í dag eigi sér þrjá mismunandi starfsferla, sem gera allt aðrar kröfur til fólks en menntakerfið hefur búið það undir. Ég veit að það er fullt af dásamlegum breytingum innan hins hefðbundna menntakerfis alls staðar í heiminum. Margt hefur ratað í fjölmiðla, en ég er ekki viss um að það sé nóg, nógu fljótt. Svo ég vitni í sir Ken Robinson: Það er of seint að skólarnir þróist, við þurfum byltingu! Atvinnuveitendur kvarta hástöfum yfir að geta ekki notað unga fólkið sem er að koma úr námi vegna þess að það er menntað fyrir heim sem ekki er til lengur. Unga fólkið er uppfullt af upplýsingum, flestum gagnslausum, en skortir verkfæri til þess að beita upplýsingunum á vegu sem hafa þýðingu og gagnast í starfi. Staðreyndin er sú að stúdentspróf og háskólagráður tryggja fólki ekki lengur starf, og má það sjá glöggt á vaxandi atvinnuleysi meðal ungs fólks víða í heiminum. Hvað er það þá sem skólarnir verða að kenna börnunum okkar? Allavega þetta tvennt:Sköpun. Sköpunarmáttur snýst ekki um list. Sköpunarmáttur er að geta komið fram með eitthvað nýtt, hugsað út fyrir rammann, sett saman gamlar upplýsingar á nýja vegu, að geta kannað möguleikana, að hugsa sjálfstætt. Í heiminum í dag gengur þeim vel sem geta aðlagast nýjum aðstæðum og fært fram eitthvað nýtt þegar heimurinn breytist. Þeir sem geta það ekki sitja eftir. Þannig er það, hvert svo sem starf þitt er. Eitt vinsælasta „TED-erindið” tekur á þessum vanda og ég hvet ykkur til að horfa á það.Geta til að mennta og endurmennta sig. Heimurinn hefur breyst gífurlega, svo okkar hefðbundna menntakerfi verður að aðlagast og breytast. Skólarnir einblína enn á að koma inn upplýsingum, en það skiptir litlu í heimi nútímans, þar sem allar upplýsingar eru nú fáanlegar með einum smelli á takkaborðið. Hver man ekki eftir einhverjum tilgangslausum lærdómi sem maður varð að læra? Ég þurfti til dæmis að læra latínu í 9. bekk! Góður skóli kennir frekar börnunum að menntast alla ævi og að njóta þess að læra. Þetta er auðvitað hægara sagt en gert og tekur mörg ár, því kennarar þurfa að endurmennta sig og námskráin að taka stakkaskiptum. Það sorglega við þetta allt saman er að þegar þeirri vinnu er lokið kann verkefnið að vera orðið úrelt vegna þess hve hratt heimurinn breytist. Sköpunarmátturinn og getan til þess að mennta sig og endurmennta er aðeins tvennt af mörgu sem meðvitaðir foreldrar þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að velja besta skólann fyrir börnin sín, miðað við niðurstöður nýjustu rannsókna á menntun. Ef þig langar að vita meira ertu velkomin(n) að hlýða á fyrirlestur um „Þrjá mikilvægustu þætti sem foreldri þarf að hafa í huga þegar velja á grunnskóla”. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum þann 15. mars næstkomandi kl. 13.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur heimurinn breyst síðan þú varst barn? Heldurðu að veröldin verði önnur þegar barnið þitt tekur fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum? Sem meðvitaðir og umhyggjusamir foreldrar hljótum við að spyrja hvers konar grunnskóli undirbúi börnin okkar sem best fyrir þennan ókomna nýja heim. Fyrr á tímum var meginhlutverk almennra skóla grunnmenntun fyrir verksmiðjuvinnu, eins konar klónun sem sljóvgaði hæfnina til að hugsa sjálfstætt. Seinna meir bjuggu skólarnir fólk undir að velja sér sama starfið alla ævi. En í heimi nútímans þurfa börnin okkar allt annað menntakerfi, því þau verða hvorki í færibandavinnu né í einu starfi fyrir lífstíð. Reyndar sýna nú sumar rannsóknir að meðalmanneskja í dag eigi sér þrjá mismunandi starfsferla, sem gera allt aðrar kröfur til fólks en menntakerfið hefur búið það undir. Ég veit að það er fullt af dásamlegum breytingum innan hins hefðbundna menntakerfis alls staðar í heiminum. Margt hefur ratað í fjölmiðla, en ég er ekki viss um að það sé nóg, nógu fljótt. Svo ég vitni í sir Ken Robinson: Það er of seint að skólarnir þróist, við þurfum byltingu! Atvinnuveitendur kvarta hástöfum yfir að geta ekki notað unga fólkið sem er að koma úr námi vegna þess að það er menntað fyrir heim sem ekki er til lengur. Unga fólkið er uppfullt af upplýsingum, flestum gagnslausum, en skortir verkfæri til þess að beita upplýsingunum á vegu sem hafa þýðingu og gagnast í starfi. Staðreyndin er sú að stúdentspróf og háskólagráður tryggja fólki ekki lengur starf, og má það sjá glöggt á vaxandi atvinnuleysi meðal ungs fólks víða í heiminum. Hvað er það þá sem skólarnir verða að kenna börnunum okkar? Allavega þetta tvennt:Sköpun. Sköpunarmáttur snýst ekki um list. Sköpunarmáttur er að geta komið fram með eitthvað nýtt, hugsað út fyrir rammann, sett saman gamlar upplýsingar á nýja vegu, að geta kannað möguleikana, að hugsa sjálfstætt. Í heiminum í dag gengur þeim vel sem geta aðlagast nýjum aðstæðum og fært fram eitthvað nýtt þegar heimurinn breytist. Þeir sem geta það ekki sitja eftir. Þannig er það, hvert svo sem starf þitt er. Eitt vinsælasta „TED-erindið” tekur á þessum vanda og ég hvet ykkur til að horfa á það.Geta til að mennta og endurmennta sig. Heimurinn hefur breyst gífurlega, svo okkar hefðbundna menntakerfi verður að aðlagast og breytast. Skólarnir einblína enn á að koma inn upplýsingum, en það skiptir litlu í heimi nútímans, þar sem allar upplýsingar eru nú fáanlegar með einum smelli á takkaborðið. Hver man ekki eftir einhverjum tilgangslausum lærdómi sem maður varð að læra? Ég þurfti til dæmis að læra latínu í 9. bekk! Góður skóli kennir frekar börnunum að menntast alla ævi og að njóta þess að læra. Þetta er auðvitað hægara sagt en gert og tekur mörg ár, því kennarar þurfa að endurmennta sig og námskráin að taka stakkaskiptum. Það sorglega við þetta allt saman er að þegar þeirri vinnu er lokið kann verkefnið að vera orðið úrelt vegna þess hve hratt heimurinn breytist. Sköpunarmátturinn og getan til þess að mennta sig og endurmennta er aðeins tvennt af mörgu sem meðvitaðir foreldrar þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að velja besta skólann fyrir börnin sín, miðað við niðurstöður nýjustu rannsókna á menntun. Ef þig langar að vita meira ertu velkomin(n) að hlýða á fyrirlestur um „Þrjá mikilvægustu þætti sem foreldri þarf að hafa í huga þegar velja á grunnskóla”. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum þann 15. mars næstkomandi kl. 13.00.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar