Ráða flokkarnir við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun