Styrjaldir og frelsi Íslendinga Þorlákur Axel Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 05:00 Íslendingar eiga frelsi sitt að talsverðu leyti að þakka úrslitum stórstyrjalda. Við erum eins og aðrir Evrópubúar hvað það varðar þó svo að við höfum ekki okkar eigin her og berðumst ekki við Dani með vopnum. Nú þegar eitt hundrað ár eru að verða liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 ættum við að minnast þess hversu rík tengsl aukinnar sjálfstjórnar þjóðarinnar og styrjalda voru. Málþóf Íslendinga sem hleypti upp Þjóðfundinum 1851 átti sér eðlilega skýringu í því að hendur hinnar nýju stjórnar danska ríkisins voru bundnar vegna vopnaðar uppreisnar Þjóðverja í hertogadæmunum. Íslendingar kröfðust sjálfstjórnar í miðri borgarastyrjöld. Úr þeirri stöðu leystist eftir landvinningastríð Þjóðverja á hendur Dönum 1864. Fyrir Íslendinga var afleiðing þess að við fengum aukna sjálfstjórn með stöðulögum og stjórnarskrá. Er líklegt að Danir hefðu getað boðið Íslendingum fullveldi 1918 hefðu varnirnar brostið við fljótið Somme í Frakklandi síðsumars 1916 og einræðisríkin farið með sigur af hólmi? Í þeirri orrustu féllu Vestur-Íslendingar, sjálfboðaliðar í her Kanada, sumir þeirra enn á unglingsaldri. Vissulega átti fyrri heimsstyrjöldin upptök sín í hernaðarhyggju, þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu. Sannarlega öttu yfirstéttar-herforingjar og pólitískir leiðtogar eigin mönnum, verkalýðsstéttarpiltum og sveitastrákum, út í opinn dauðann á vígvöllunum.Áminning Hryllingur stríðsins ætti að vera okkur áminning um hætturnar sem fylgja tali pólitískra leiðtoga um sérstöðu þjóða og fyrir einangrun þeirra. Hugsjónir alþjóðahyggjunnar um friðsamlega samvinnu ríkja lifa því aðeins að venjulegt fólk greiði þeim atkvæði sitt. Fórnir Vestur-Íslendinga á vígvöllunum voru færðar í þágu hugmyndarinnar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða en um leið til varnar því lýðræðisþjóðfélagi sem þeir höfðu eignast í Norður-Ameríku. Það var einmitt viðurkenning þessara sömu lýðræðisríkja á sjálfstæði Íslands sem réði úrslitum um stofnun lýðveldis hér í síðari heimsstyrjöldinni. Frjálsar og fullvalda þjóðir hafa síðan myndað Evrópusambandið til þess að festa friðinn í sessi. Við ættum að hugsa okkur um vandlega áður en ógnandi sérhagsmunagæsla gagnvart nágrannalöndum í slagtogi með einræðisríkjum verður utanríkisstefna Íslands. Óvíst er að stjórn okkar á eigin málum aukist við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga frelsi sitt að talsverðu leyti að þakka úrslitum stórstyrjalda. Við erum eins og aðrir Evrópubúar hvað það varðar þó svo að við höfum ekki okkar eigin her og berðumst ekki við Dani með vopnum. Nú þegar eitt hundrað ár eru að verða liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 ættum við að minnast þess hversu rík tengsl aukinnar sjálfstjórnar þjóðarinnar og styrjalda voru. Málþóf Íslendinga sem hleypti upp Þjóðfundinum 1851 átti sér eðlilega skýringu í því að hendur hinnar nýju stjórnar danska ríkisins voru bundnar vegna vopnaðar uppreisnar Þjóðverja í hertogadæmunum. Íslendingar kröfðust sjálfstjórnar í miðri borgarastyrjöld. Úr þeirri stöðu leystist eftir landvinningastríð Þjóðverja á hendur Dönum 1864. Fyrir Íslendinga var afleiðing þess að við fengum aukna sjálfstjórn með stöðulögum og stjórnarskrá. Er líklegt að Danir hefðu getað boðið Íslendingum fullveldi 1918 hefðu varnirnar brostið við fljótið Somme í Frakklandi síðsumars 1916 og einræðisríkin farið með sigur af hólmi? Í þeirri orrustu féllu Vestur-Íslendingar, sjálfboðaliðar í her Kanada, sumir þeirra enn á unglingsaldri. Vissulega átti fyrri heimsstyrjöldin upptök sín í hernaðarhyggju, þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu. Sannarlega öttu yfirstéttar-herforingjar og pólitískir leiðtogar eigin mönnum, verkalýðsstéttarpiltum og sveitastrákum, út í opinn dauðann á vígvöllunum.Áminning Hryllingur stríðsins ætti að vera okkur áminning um hætturnar sem fylgja tali pólitískra leiðtoga um sérstöðu þjóða og fyrir einangrun þeirra. Hugsjónir alþjóðahyggjunnar um friðsamlega samvinnu ríkja lifa því aðeins að venjulegt fólk greiði þeim atkvæði sitt. Fórnir Vestur-Íslendinga á vígvöllunum voru færðar í þágu hugmyndarinnar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða en um leið til varnar því lýðræðisþjóðfélagi sem þeir höfðu eignast í Norður-Ameríku. Það var einmitt viðurkenning þessara sömu lýðræðisríkja á sjálfstæði Íslands sem réði úrslitum um stofnun lýðveldis hér í síðari heimsstyrjöldinni. Frjálsar og fullvalda þjóðir hafa síðan myndað Evrópusambandið til þess að festa friðinn í sessi. Við ættum að hugsa okkur um vandlega áður en ógnandi sérhagsmunagæsla gagnvart nágrannalöndum í slagtogi með einræðisríkjum verður utanríkisstefna Íslands. Óvíst er að stjórn okkar á eigin málum aukist við það.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun