Styrjaldir og frelsi Íslendinga Þorlákur Axel Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 05:00 Íslendingar eiga frelsi sitt að talsverðu leyti að þakka úrslitum stórstyrjalda. Við erum eins og aðrir Evrópubúar hvað það varðar þó svo að við höfum ekki okkar eigin her og berðumst ekki við Dani með vopnum. Nú þegar eitt hundrað ár eru að verða liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 ættum við að minnast þess hversu rík tengsl aukinnar sjálfstjórnar þjóðarinnar og styrjalda voru. Málþóf Íslendinga sem hleypti upp Þjóðfundinum 1851 átti sér eðlilega skýringu í því að hendur hinnar nýju stjórnar danska ríkisins voru bundnar vegna vopnaðar uppreisnar Þjóðverja í hertogadæmunum. Íslendingar kröfðust sjálfstjórnar í miðri borgarastyrjöld. Úr þeirri stöðu leystist eftir landvinningastríð Þjóðverja á hendur Dönum 1864. Fyrir Íslendinga var afleiðing þess að við fengum aukna sjálfstjórn með stöðulögum og stjórnarskrá. Er líklegt að Danir hefðu getað boðið Íslendingum fullveldi 1918 hefðu varnirnar brostið við fljótið Somme í Frakklandi síðsumars 1916 og einræðisríkin farið með sigur af hólmi? Í þeirri orrustu féllu Vestur-Íslendingar, sjálfboðaliðar í her Kanada, sumir þeirra enn á unglingsaldri. Vissulega átti fyrri heimsstyrjöldin upptök sín í hernaðarhyggju, þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu. Sannarlega öttu yfirstéttar-herforingjar og pólitískir leiðtogar eigin mönnum, verkalýðsstéttarpiltum og sveitastrákum, út í opinn dauðann á vígvöllunum.Áminning Hryllingur stríðsins ætti að vera okkur áminning um hætturnar sem fylgja tali pólitískra leiðtoga um sérstöðu þjóða og fyrir einangrun þeirra. Hugsjónir alþjóðahyggjunnar um friðsamlega samvinnu ríkja lifa því aðeins að venjulegt fólk greiði þeim atkvæði sitt. Fórnir Vestur-Íslendinga á vígvöllunum voru færðar í þágu hugmyndarinnar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða en um leið til varnar því lýðræðisþjóðfélagi sem þeir höfðu eignast í Norður-Ameríku. Það var einmitt viðurkenning þessara sömu lýðræðisríkja á sjálfstæði Íslands sem réði úrslitum um stofnun lýðveldis hér í síðari heimsstyrjöldinni. Frjálsar og fullvalda þjóðir hafa síðan myndað Evrópusambandið til þess að festa friðinn í sessi. Við ættum að hugsa okkur um vandlega áður en ógnandi sérhagsmunagæsla gagnvart nágrannalöndum í slagtogi með einræðisríkjum verður utanríkisstefna Íslands. Óvíst er að stjórn okkar á eigin málum aukist við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga frelsi sitt að talsverðu leyti að þakka úrslitum stórstyrjalda. Við erum eins og aðrir Evrópubúar hvað það varðar þó svo að við höfum ekki okkar eigin her og berðumst ekki við Dani með vopnum. Nú þegar eitt hundrað ár eru að verða liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914 ættum við að minnast þess hversu rík tengsl aukinnar sjálfstjórnar þjóðarinnar og styrjalda voru. Málþóf Íslendinga sem hleypti upp Þjóðfundinum 1851 átti sér eðlilega skýringu í því að hendur hinnar nýju stjórnar danska ríkisins voru bundnar vegna vopnaðar uppreisnar Þjóðverja í hertogadæmunum. Íslendingar kröfðust sjálfstjórnar í miðri borgarastyrjöld. Úr þeirri stöðu leystist eftir landvinningastríð Þjóðverja á hendur Dönum 1864. Fyrir Íslendinga var afleiðing þess að við fengum aukna sjálfstjórn með stöðulögum og stjórnarskrá. Er líklegt að Danir hefðu getað boðið Íslendingum fullveldi 1918 hefðu varnirnar brostið við fljótið Somme í Frakklandi síðsumars 1916 og einræðisríkin farið með sigur af hólmi? Í þeirri orrustu féllu Vestur-Íslendingar, sjálfboðaliðar í her Kanada, sumir þeirra enn á unglingsaldri. Vissulega átti fyrri heimsstyrjöldin upptök sín í hernaðarhyggju, þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu. Sannarlega öttu yfirstéttar-herforingjar og pólitískir leiðtogar eigin mönnum, verkalýðsstéttarpiltum og sveitastrákum, út í opinn dauðann á vígvöllunum.Áminning Hryllingur stríðsins ætti að vera okkur áminning um hætturnar sem fylgja tali pólitískra leiðtoga um sérstöðu þjóða og fyrir einangrun þeirra. Hugsjónir alþjóðahyggjunnar um friðsamlega samvinnu ríkja lifa því aðeins að venjulegt fólk greiði þeim atkvæði sitt. Fórnir Vestur-Íslendinga á vígvöllunum voru færðar í þágu hugmyndarinnar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða en um leið til varnar því lýðræðisþjóðfélagi sem þeir höfðu eignast í Norður-Ameríku. Það var einmitt viðurkenning þessara sömu lýðræðisríkja á sjálfstæði Íslands sem réði úrslitum um stofnun lýðveldis hér í síðari heimsstyrjöldinni. Frjálsar og fullvalda þjóðir hafa síðan myndað Evrópusambandið til þess að festa friðinn í sessi. Við ættum að hugsa okkur um vandlega áður en ógnandi sérhagsmunagæsla gagnvart nágrannalöndum í slagtogi með einræðisríkjum verður utanríkisstefna Íslands. Óvíst er að stjórn okkar á eigin málum aukist við það.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar