Lífið

Keyptu öll fersk eistu á landinu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hrútspungar eru yfirleitt súrsaðir á Íslandi, en Erlendur segir að þeir séu betri ferskir.
Hrútspungar eru yfirleitt súrsaðir á Íslandi, en Erlendur segir að þeir séu betri ferskir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Við erum búin að umturna húsnæðinu þar sem veitingastaðurinn Písa var áður,“ segir Erlendur Eiríksson, sem ætlar að stofna nýjan veitingastað í Lækjargötu í góðra vina hópi.„Við ætlum að opna næsta fimmtudag með allra vina- og guðshjálp,“ segir Erlendur. „Við keyptum upp öll fersk lambaeistu á Íslandi fyrir nýja staðinn. Meiningin er að bjóða upp á lambaeistun djúpsteikt. Það er svolítið þekktur réttur frá Bandaríkjunum, og heitir þar „Rocky Mountain Oyster“ en við ætlum að kalla réttinn Eyjafjallaostrur. Ég þurfti að berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá hrútspungana. Þetta er yfirleitt sent úr landi,“ segir Erlendur.

Erlendur og félagar hans eru að smíða nýjar innréttingar. „Uppi á háalofti hússins fundum við sendibréf frá 1904, gamlar flöskur og dósir og gamalt timbur. Úr þessu erum við að búa til innréttingar og skapa eins konar veiðikofastemningu,“ segir Erlendur, en staðurinn á að heita Veiðikofinn.

„Það verður nart- og smakkstemning í matnum. Aðalþemað hjá okkur verður að taka safaríka aðalrétti og sunnudagssteikur og skella því í nýbakað brauð. Við bökum öll brauðin sjálf. Ég legg lífið að veði til að hafa glútenlaust brauð á boðstólum.“

Erlendur fullyrðir að maturinn verði á hæfilegu verði. „Verðið verður einhvers staðar í kringum tvöþúsundkallinn fyrir aðalrétt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.