Aumasta yfirklór Íslandssögunnar? Björn B. Björnsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Margir hafa gagnrýnt meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa við Ingólfstorg. Í Fréttablaðinu fyrir skemmstu svarar Páll Hjaltason þessari gagnrýni í grein sem er að öllum líkindum aumasta yfirklór Íslandssögunnar. Páll segir rökin fyrir andstöðu borgaryfirvalda gegn friðlýsingunni vera tvenns konar. Í fyrsta lagi séu húsin þegar friðuð og „friðlýsing feli ekki í sér meiri húsavernd“. Úps! Borgaryfirvöld eru semsé á móti friðlýsingunni vegna þess að hún breyti engu um verndun húsanna! En ef friðlýsingin breytir engu – hvers vegna eru borgaryfirvöld þá að stíga það fordæmalausa skref að mótmæla henni? Er einhver sem skilur það? Hið rétta er auðvitað að það er munur á friðun og friðlýsingu þar sem síðarnefnda aðgerðin gengur lengra eins og allir geta kynnt sér á heimasíðu Minjastofnunar (– og dálítið undarlegt að formaður Skipulagsráðs viti það ekki). Það sem Páll þegir svo þunnu hljóði um er að með friðlýsingunni eru áform lóðareiganda Landssímareitsins um að troða steinsteypuhúsum upp að og allt í kringum gömlu húsin á suðurhlið Ingólfstorg í uppnámi. Og enn einu sinni eru kjörnir fulltrúar Reykvíkinga að berjast fyrir einkahagsmunum lóðareigandans sem vill byggja risahótel á Landssímareitnum.Skammarlegt skref Seinni ástæðan fyrir mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu þessara gömlu húsa segir Páll vera þá að Húsafriðunarnefnd hafi á fyrri stigum ekki talið nauðsynlegt að friðlýsa húsin, en hafi nú skipt um skoðun (ljótt er ef satt er). Borgaryfirvöld hafi mótmælt friðlýsingunni því það sé „óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins“. Aha! Hér er sumsé um að ræða ástæðu sem hefur ekki beint með friðlýsingu þessara húsa að gera, heldur er um að ræða prinsippmál: Hetjulegra baráttu borgaryfirvalda gegn „óstöðugri og óþarfri stjórnsýslu“. Þessi barátta er væntanlega rétt að hefjast og á næstu vikum munu sennilega stöðugt berast hávær mótmæli frá borginni út af hinu og þessu þar sem stjórnsýslunni hefur orðið á í messunni. Við getum þá öll sofið betur vitandi af hetjulegu vakt borgaryfirvalda gegn þeim óskunda! Aðfinnslur um að Húsafriðunarnefnd hafi skipt um skoðun í málinu eiga ekki við rök að styðjast eins og farið er yfir í grein í síðasta tölublaði „Reykjavíkur“ og verður ekki endurtekin hér. Rök borgaryfirvalda fyrir því að stíga það skammarlega skref að vera fyrsti meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sem berst gegn friðlýsingu gamalla húsa eru því annars vegar að það breyti engu og hins vegar að það sé liður í baráttu gegn óþarfri og óstöðugri stjórnsýslu! - Og trúi nú hver sem betur getur. Þessi sögulegu mótmæli meirihlutans í Reykjavík gegn húsafriðun vekja enn og aftur upp spurninguna hvers vegna borgaryfirvöld berjast svo hatrammlega fyrir sérhagsmunum þessa lóðareiganda Landssímareitsins. Gegn háværum mótmælum borgarbúa sem haldið hafa útifundi og safnað þúsundum undirskrifta þar sem bent er á afleit umferðar- og umhverfisáhrif fyrirhugaðs risahótels á miðborgina og niðurrif Nasa-salarins. Og gegn tilmælum og mótmælum Alþingis sem vill verja umhverfi og öryggi þingsins. Þeirri spurningu er enn ósvarað.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa gagnrýnt meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa við Ingólfstorg. Í Fréttablaðinu fyrir skemmstu svarar Páll Hjaltason þessari gagnrýni í grein sem er að öllum líkindum aumasta yfirklór Íslandssögunnar. Páll segir rökin fyrir andstöðu borgaryfirvalda gegn friðlýsingunni vera tvenns konar. Í fyrsta lagi séu húsin þegar friðuð og „friðlýsing feli ekki í sér meiri húsavernd“. Úps! Borgaryfirvöld eru semsé á móti friðlýsingunni vegna þess að hún breyti engu um verndun húsanna! En ef friðlýsingin breytir engu – hvers vegna eru borgaryfirvöld þá að stíga það fordæmalausa skref að mótmæla henni? Er einhver sem skilur það? Hið rétta er auðvitað að það er munur á friðun og friðlýsingu þar sem síðarnefnda aðgerðin gengur lengra eins og allir geta kynnt sér á heimasíðu Minjastofnunar (– og dálítið undarlegt að formaður Skipulagsráðs viti það ekki). Það sem Páll þegir svo þunnu hljóði um er að með friðlýsingunni eru áform lóðareiganda Landssímareitsins um að troða steinsteypuhúsum upp að og allt í kringum gömlu húsin á suðurhlið Ingólfstorg í uppnámi. Og enn einu sinni eru kjörnir fulltrúar Reykvíkinga að berjast fyrir einkahagsmunum lóðareigandans sem vill byggja risahótel á Landssímareitnum.Skammarlegt skref Seinni ástæðan fyrir mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu þessara gömlu húsa segir Páll vera þá að Húsafriðunarnefnd hafi á fyrri stigum ekki talið nauðsynlegt að friðlýsa húsin, en hafi nú skipt um skoðun (ljótt er ef satt er). Borgaryfirvöld hafi mótmælt friðlýsingunni því það sé „óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins“. Aha! Hér er sumsé um að ræða ástæðu sem hefur ekki beint með friðlýsingu þessara húsa að gera, heldur er um að ræða prinsippmál: Hetjulegra baráttu borgaryfirvalda gegn „óstöðugri og óþarfri stjórnsýslu“. Þessi barátta er væntanlega rétt að hefjast og á næstu vikum munu sennilega stöðugt berast hávær mótmæli frá borginni út af hinu og þessu þar sem stjórnsýslunni hefur orðið á í messunni. Við getum þá öll sofið betur vitandi af hetjulegu vakt borgaryfirvalda gegn þeim óskunda! Aðfinnslur um að Húsafriðunarnefnd hafi skipt um skoðun í málinu eiga ekki við rök að styðjast eins og farið er yfir í grein í síðasta tölublaði „Reykjavíkur“ og verður ekki endurtekin hér. Rök borgaryfirvalda fyrir því að stíga það skammarlega skref að vera fyrsti meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sem berst gegn friðlýsingu gamalla húsa eru því annars vegar að það breyti engu og hins vegar að það sé liður í baráttu gegn óþarfri og óstöðugri stjórnsýslu! - Og trúi nú hver sem betur getur. Þessi sögulegu mótmæli meirihlutans í Reykjavík gegn húsafriðun vekja enn og aftur upp spurninguna hvers vegna borgaryfirvöld berjast svo hatrammlega fyrir sérhagsmunum þessa lóðareiganda Landssímareitsins. Gegn háværum mótmælum borgarbúa sem haldið hafa útifundi og safnað þúsundum undirskrifta þar sem bent er á afleit umferðar- og umhverfisáhrif fyrirhugaðs risahótels á miðborgina og niðurrif Nasa-salarins. Og gegn tilmælum og mótmælum Alþingis sem vill verja umhverfi og öryggi þingsins. Þeirri spurningu er enn ósvarað.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun