Aumasta yfirklór Íslandssögunnar? Björn B. Björnsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Margir hafa gagnrýnt meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa við Ingólfstorg. Í Fréttablaðinu fyrir skemmstu svarar Páll Hjaltason þessari gagnrýni í grein sem er að öllum líkindum aumasta yfirklór Íslandssögunnar. Páll segir rökin fyrir andstöðu borgaryfirvalda gegn friðlýsingunni vera tvenns konar. Í fyrsta lagi séu húsin þegar friðuð og „friðlýsing feli ekki í sér meiri húsavernd“. Úps! Borgaryfirvöld eru semsé á móti friðlýsingunni vegna þess að hún breyti engu um verndun húsanna! En ef friðlýsingin breytir engu – hvers vegna eru borgaryfirvöld þá að stíga það fordæmalausa skref að mótmæla henni? Er einhver sem skilur það? Hið rétta er auðvitað að það er munur á friðun og friðlýsingu þar sem síðarnefnda aðgerðin gengur lengra eins og allir geta kynnt sér á heimasíðu Minjastofnunar (– og dálítið undarlegt að formaður Skipulagsráðs viti það ekki). Það sem Páll þegir svo þunnu hljóði um er að með friðlýsingunni eru áform lóðareiganda Landssímareitsins um að troða steinsteypuhúsum upp að og allt í kringum gömlu húsin á suðurhlið Ingólfstorg í uppnámi. Og enn einu sinni eru kjörnir fulltrúar Reykvíkinga að berjast fyrir einkahagsmunum lóðareigandans sem vill byggja risahótel á Landssímareitnum.Skammarlegt skref Seinni ástæðan fyrir mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu þessara gömlu húsa segir Páll vera þá að Húsafriðunarnefnd hafi á fyrri stigum ekki talið nauðsynlegt að friðlýsa húsin, en hafi nú skipt um skoðun (ljótt er ef satt er). Borgaryfirvöld hafi mótmælt friðlýsingunni því það sé „óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins“. Aha! Hér er sumsé um að ræða ástæðu sem hefur ekki beint með friðlýsingu þessara húsa að gera, heldur er um að ræða prinsippmál: Hetjulegra baráttu borgaryfirvalda gegn „óstöðugri og óþarfri stjórnsýslu“. Þessi barátta er væntanlega rétt að hefjast og á næstu vikum munu sennilega stöðugt berast hávær mótmæli frá borginni út af hinu og þessu þar sem stjórnsýslunni hefur orðið á í messunni. Við getum þá öll sofið betur vitandi af hetjulegu vakt borgaryfirvalda gegn þeim óskunda! Aðfinnslur um að Húsafriðunarnefnd hafi skipt um skoðun í málinu eiga ekki við rök að styðjast eins og farið er yfir í grein í síðasta tölublaði „Reykjavíkur“ og verður ekki endurtekin hér. Rök borgaryfirvalda fyrir því að stíga það skammarlega skref að vera fyrsti meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sem berst gegn friðlýsingu gamalla húsa eru því annars vegar að það breyti engu og hins vegar að það sé liður í baráttu gegn óþarfri og óstöðugri stjórnsýslu! - Og trúi nú hver sem betur getur. Þessi sögulegu mótmæli meirihlutans í Reykjavík gegn húsafriðun vekja enn og aftur upp spurninguna hvers vegna borgaryfirvöld berjast svo hatrammlega fyrir sérhagsmunum þessa lóðareiganda Landssímareitsins. Gegn háværum mótmælum borgarbúa sem haldið hafa útifundi og safnað þúsundum undirskrifta þar sem bent er á afleit umferðar- og umhverfisáhrif fyrirhugaðs risahótels á miðborgina og niðurrif Nasa-salarins. Og gegn tilmælum og mótmælum Alþingis sem vill verja umhverfi og öryggi þingsins. Þeirri spurningu er enn ósvarað.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa gagnrýnt meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa við Ingólfstorg. Í Fréttablaðinu fyrir skemmstu svarar Páll Hjaltason þessari gagnrýni í grein sem er að öllum líkindum aumasta yfirklór Íslandssögunnar. Páll segir rökin fyrir andstöðu borgaryfirvalda gegn friðlýsingunni vera tvenns konar. Í fyrsta lagi séu húsin þegar friðuð og „friðlýsing feli ekki í sér meiri húsavernd“. Úps! Borgaryfirvöld eru semsé á móti friðlýsingunni vegna þess að hún breyti engu um verndun húsanna! En ef friðlýsingin breytir engu – hvers vegna eru borgaryfirvöld þá að stíga það fordæmalausa skref að mótmæla henni? Er einhver sem skilur það? Hið rétta er auðvitað að það er munur á friðun og friðlýsingu þar sem síðarnefnda aðgerðin gengur lengra eins og allir geta kynnt sér á heimasíðu Minjastofnunar (– og dálítið undarlegt að formaður Skipulagsráðs viti það ekki). Það sem Páll þegir svo þunnu hljóði um er að með friðlýsingunni eru áform lóðareiganda Landssímareitsins um að troða steinsteypuhúsum upp að og allt í kringum gömlu húsin á suðurhlið Ingólfstorg í uppnámi. Og enn einu sinni eru kjörnir fulltrúar Reykvíkinga að berjast fyrir einkahagsmunum lóðareigandans sem vill byggja risahótel á Landssímareitnum.Skammarlegt skref Seinni ástæðan fyrir mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu þessara gömlu húsa segir Páll vera þá að Húsafriðunarnefnd hafi á fyrri stigum ekki talið nauðsynlegt að friðlýsa húsin, en hafi nú skipt um skoðun (ljótt er ef satt er). Borgaryfirvöld hafi mótmælt friðlýsingunni því það sé „óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins“. Aha! Hér er sumsé um að ræða ástæðu sem hefur ekki beint með friðlýsingu þessara húsa að gera, heldur er um að ræða prinsippmál: Hetjulegra baráttu borgaryfirvalda gegn „óstöðugri og óþarfri stjórnsýslu“. Þessi barátta er væntanlega rétt að hefjast og á næstu vikum munu sennilega stöðugt berast hávær mótmæli frá borginni út af hinu og þessu þar sem stjórnsýslunni hefur orðið á í messunni. Við getum þá öll sofið betur vitandi af hetjulegu vakt borgaryfirvalda gegn þeim óskunda! Aðfinnslur um að Húsafriðunarnefnd hafi skipt um skoðun í málinu eiga ekki við rök að styðjast eins og farið er yfir í grein í síðasta tölublaði „Reykjavíkur“ og verður ekki endurtekin hér. Rök borgaryfirvalda fyrir því að stíga það skammarlega skref að vera fyrsti meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sem berst gegn friðlýsingu gamalla húsa eru því annars vegar að það breyti engu og hins vegar að það sé liður í baráttu gegn óþarfri og óstöðugri stjórnsýslu! - Og trúi nú hver sem betur getur. Þessi sögulegu mótmæli meirihlutans í Reykjavík gegn húsafriðun vekja enn og aftur upp spurninguna hvers vegna borgaryfirvöld berjast svo hatrammlega fyrir sérhagsmunum þessa lóðareiganda Landssímareitsins. Gegn háværum mótmælum borgarbúa sem haldið hafa útifundi og safnað þúsundum undirskrifta þar sem bent er á afleit umferðar- og umhverfisáhrif fyrirhugaðs risahótels á miðborgina og niðurrif Nasa-salarins. Og gegn tilmælum og mótmælum Alþingis sem vill verja umhverfi og öryggi þingsins. Þeirri spurningu er enn ósvarað.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar