Hvað fæ ég í skerðingar vegna lífeyrissjóðs míns? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar