Sígild í sjónvarpi Gunnar Guðbjörnsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Aðdáendur sígildrar tónlistar fengu óvæntan glaðning í upphafi ársins 2014. Á sjónvarpsskjánum hefur klassískri tónlist verið gert hærra undir höfði en áður svo að eftir því er tekið. Raunar hófst sjónvarpsveturinn á RÚV með sjónvarpsþáttunum Útúrdúr þar sem þau Halla Oddný Magnúsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson buðu sjónvarpsáhorfendum í ferðalag um heima tónlistarinnar. Þetta ferðalag reyndist bæði fjölbreytt og fróðlegt. Þau nálguðust viðfangsefnið á þann hátt að jafnt atvinnumenn, áhugafólk og þeir sem ekki höfðu áður gefið sig að sígildri tónlistgátu notið. RÚV á þakkir skildar fyrir framleiðslu þáttanna en nú hefur Ríkissjónvarpið gefið í og boðið upp á frekari dagskrá af svipuðum toga en þar má nefna upptökur af tónleikum úr Hörpu og Salnum í Kópavogi, þátt um stórkostlegt tónlistarverkefni Hallfríðar Ólafsdóttur, Maxímús Músíkus, auk aðkeyptra tónlistarþátta á borð við upptöku á Zarzúelatónleikum með Placido Domingo, frá tónlistarhátíðinni í Salzburg.Ekki háð tískusveiflum Menningarefnið virðist nú hafa hellst yfir sjónvarpið því þar til um miðjan febrúar verður sérstök næturdagskrá allar nætur, sem tileinkuð er myndlist og stendur veislan fram undir morgun. Allt bætist þetta við ágæta dagskrárliði sem þegar eru til staðar: Kiljuna, Hljómskálann og Djöflaeyjuna. Ástæða er til að færa RÚV sérstakar þakkir fyrir þessar nýársgjafir enda má lesa á samskiptamiðlum mikinn fjölda jákvæðra viðbragða þess fólks sem notið hefur. Sumir hafa bent á að eitthvað af hinu ágæta efni sé reyndar ekki það allra nýjasta á markaðnum en þá ber að nefna að einn helsti kosturinn við sígilda tónlist er að hún er yfirleitt ekki háð tískusveiflum. Klassískar tónleikaupptökur eldast yfirleitt fádæma vel en lækka þó í verði með aldrinum. Ólíklegt má því teljast að hoggið verði stórt skarð í sjóði Ríkisútvarpsins við innkaupin. Sú staðreynd ætti að vera dagskrárstjóra Sjónvarps ástæða til að halda áfram þessari janúarstefnu og gleðja okkur enn frekar með vönduðu sígildu tónlistarefni. Hver veit nema að okkar bíði fastur þáttur í vetrardagskránni um allt það helsta sem er á döfinni í sígildri tónlist heima og erlendis, þáttur í ætt við Hovedscenen hjá NRK? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Aðdáendur sígildrar tónlistar fengu óvæntan glaðning í upphafi ársins 2014. Á sjónvarpsskjánum hefur klassískri tónlist verið gert hærra undir höfði en áður svo að eftir því er tekið. Raunar hófst sjónvarpsveturinn á RÚV með sjónvarpsþáttunum Útúrdúr þar sem þau Halla Oddný Magnúsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson buðu sjónvarpsáhorfendum í ferðalag um heima tónlistarinnar. Þetta ferðalag reyndist bæði fjölbreytt og fróðlegt. Þau nálguðust viðfangsefnið á þann hátt að jafnt atvinnumenn, áhugafólk og þeir sem ekki höfðu áður gefið sig að sígildri tónlistgátu notið. RÚV á þakkir skildar fyrir framleiðslu þáttanna en nú hefur Ríkissjónvarpið gefið í og boðið upp á frekari dagskrá af svipuðum toga en þar má nefna upptökur af tónleikum úr Hörpu og Salnum í Kópavogi, þátt um stórkostlegt tónlistarverkefni Hallfríðar Ólafsdóttur, Maxímús Músíkus, auk aðkeyptra tónlistarþátta á borð við upptöku á Zarzúelatónleikum með Placido Domingo, frá tónlistarhátíðinni í Salzburg.Ekki háð tískusveiflum Menningarefnið virðist nú hafa hellst yfir sjónvarpið því þar til um miðjan febrúar verður sérstök næturdagskrá allar nætur, sem tileinkuð er myndlist og stendur veislan fram undir morgun. Allt bætist þetta við ágæta dagskrárliði sem þegar eru til staðar: Kiljuna, Hljómskálann og Djöflaeyjuna. Ástæða er til að færa RÚV sérstakar þakkir fyrir þessar nýársgjafir enda má lesa á samskiptamiðlum mikinn fjölda jákvæðra viðbragða þess fólks sem notið hefur. Sumir hafa bent á að eitthvað af hinu ágæta efni sé reyndar ekki það allra nýjasta á markaðnum en þá ber að nefna að einn helsti kosturinn við sígilda tónlist er að hún er yfirleitt ekki háð tískusveiflum. Klassískar tónleikaupptökur eldast yfirleitt fádæma vel en lækka þó í verði með aldrinum. Ólíklegt má því teljast að hoggið verði stórt skarð í sjóði Ríkisútvarpsins við innkaupin. Sú staðreynd ætti að vera dagskrárstjóra Sjónvarps ástæða til að halda áfram þessari janúarstefnu og gleðja okkur enn frekar með vönduðu sígildu tónlistarefni. Hver veit nema að okkar bíði fastur þáttur í vetrardagskránni um allt það helsta sem er á döfinni í sígildri tónlist heima og erlendis, þáttur í ætt við Hovedscenen hjá NRK?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar