Handbolti

Kári á förum frá Bjerringbro-Silkeborg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
hvað næst? Kári veit ekki hvar hann spilar næsta vetur.
hvað næst? Kári veit ekki hvar hann spilar næsta vetur. fréttablaðið/daníel
„Það er ljóst að ég er á förum enda er samningur minn hér á enda. Það er alveg óvíst hvert ég fer næst,“ segir línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson.

Samningur hans við danska félagið Bjerringbro-Silkeborg rennur út í sumar. Félagið hefur samið við danska landsliðslínumanninn Michael Knudsen og mun því ekki semja aftur við Kára.

„Ég er bara að skoða mín mál í rólegheitum en það er ekkert fast í hendi enn sem komið er. Ég myndi helst vilja vera annað hvort áfram í Danmörku eða í Þýskalandi. Ég loka samt ekki hurðinni á eitthvað annað. Ég mun eðlilega bara skoða mína möguleika næstu vikurnar.“

Kári hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu síðustu vikur en tekur því með jafnaðargeði.

„Því er ekki að neita að ég er ósáttur við þann spiltíma sem ég hef verið að fá. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því. Ég verð bara að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Ég reyni að vera jákvæður enda lítið annað í stöðunni. Menn verða að vera hressir.“

Gengi Bjerringbro í vetur undir stjórn Svíans Per Carlén hefur valdið vonbrigðum.

Bjerringbro ætlaði sér stóra hluti í vetur en er aðeins tveimur stigum frá því að missa af sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×