Segjum JÁ við líffæragjöf Jórunn Sörensen skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun