Hamingja handa þér! Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun