Réttar upplýsingar fást hjá réttum aðilum Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í tilefni umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um mál menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hlutverk þeirra í meðferð þá langar mig að leggja orð í belg. Umræðan hefur verið einhliða frá félagi sem berst fyrir málefnum kvenna með áfengis- og fíknvanda, málefni sem mér finnst þarft og alltaf pláss að ræða hvernig hægt er að bæta hag alkóhólista og hvað má gera betur. Það sem mér þykir undarlegt er að þær sem harðast gagnrýna og hafa skoðanir á þessum málum virðast ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel og geta sér til um og álykta og hafa ekki haft samband til að fá að vita hvernig málum er háttað. Ég gleðst yfir áhuga á málaflokknum, harma aðferðirnar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru ný fagstétt í raun og veru, fengu löggildingu, viðurkenningu og skilgreiningu á starfinu og hvað þyrfti til að geta kallað sig þessum starfstitli 2006 þótt árum saman hafi áfengisráðgjafar verið til og starfað í þverfaglegu teymi. Við höfum barist fyrir því að fá nám okkar metið og fögnum áhuganum á því að standa vörð um að fagfólk sinni áfengissjúkum.Víðtæk og markviss fræðsla Það að segja að nám okkar sé í skötulíki og að ekkert sé að gerast finnst mér best lýsa þörfinni á að kynna þetta betur fyrir fólki hvað það er sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar gera í sínu starfi og til að geta kallað sig þeim starfstitli. Til er námsskrá sem samþykkt var árið 2006, á sama tíma og reglugerð um starf og starfsheiti, og hefur verið kennt samkvæmt henni síðan. Að sjálfsögðu má ræða það hvort hún sé nægilega góð eða hvort þurfi að endurskoða hlutina. Mjög víðtæk og markviss fræðsla í margs konar málefnum tengdum alkóhólistum, mannlegu eðli, lyfjafræði, viðtalatækni, siðfræði, kenningum í sálarfræði, áhugahvetjandi samtalstækni, hópvinnu og svona væri lengi hægt að telja upp. Okkar þekking er í stöðugu mati og endurmati og þrátt fyrir að hafa unnið í þessum geira í rúm níu ár, tekið formleg próf, fengið löggildingu frá landlækni og löngu orðin „útskrifuð“ þá vitum við að þegar unnið er með fólki þá er maður líklega seint fullnuma. Þess vegna er reglulega horft á okkur vinna, við gagnrýnd, studd og hjálpað til að geta verið sem færust í okkar starfi. Við sækjum okkur endurmenntun allt árið um kring innanlands og utan. Í okkar hópi er margra áratuga reynsla af þessari vinnu, þekking sem er uppfærð reglulega og viljum við svo sannarlega vanda til verka og höfum mikinn metnað í okkar starfi. Við erum ekki sálfræðingar, geðlæknar eða félagsráðgjafar og gefum okkur ekki út sem slíkir og vinnum ekki þeirra störf.Röng staðhæfing Að halda því fram að meðferðin okkar sé byggð á 12-spora vinnu áfengis- og vímuefnaráðgjafar og um sé að ræða fólk sem styðst eingöngu við persónulega reynslu er röng staðhæfing og umræða á villigötum. Rétt er það að mörg okkar höfum reynslu af þessum málefnum, enda er það mjög oft það sem kveikir áhuga margra á starfinu þó það sé ekki algilt. Því hryggir það mig að sjá umræðu sem gæti fælt fólk frá því að leita sér aðstoðar. Og að tjá sig um þess konar mál sem eiga heima hjá landlækni í fjölmiðlum og mála upp svarta mynd af starfseminni og sjúklingunum sem hingað leita með einhliða alhæfingum og á ómálefnalegan hátt er í besta falli óheppilegt fyrir þá aðila sem hafa komið eða þurfa að koma og leita sér aðstoðar án þess að gert sé lítið úr þeim málum sem upp geta komið. Öll mál sem koma upp á heilbrigðisstofnunum fara í ákveðna verkferla, hægt er að tilkynna, láta rannsaka og fá upplýsingar um hvernig best er að snúa sér í þeim málum og hvet ég þá sem telja sig eiga erindi í slíka vinnu að gera það. Gagnrýni er af hinu góða, ef fólk þekkir efnistökin vel og er að rýna til gagns. Ágiskanir, ályktanir og umræða byggð á vanþekkingu á málefninu er ekki neinum til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um mál menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hlutverk þeirra í meðferð þá langar mig að leggja orð í belg. Umræðan hefur verið einhliða frá félagi sem berst fyrir málefnum kvenna með áfengis- og fíknvanda, málefni sem mér finnst þarft og alltaf pláss að ræða hvernig hægt er að bæta hag alkóhólista og hvað má gera betur. Það sem mér þykir undarlegt er að þær sem harðast gagnrýna og hafa skoðanir á þessum málum virðast ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel og geta sér til um og álykta og hafa ekki haft samband til að fá að vita hvernig málum er háttað. Ég gleðst yfir áhuga á málaflokknum, harma aðferðirnar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru ný fagstétt í raun og veru, fengu löggildingu, viðurkenningu og skilgreiningu á starfinu og hvað þyrfti til að geta kallað sig þessum starfstitli 2006 þótt árum saman hafi áfengisráðgjafar verið til og starfað í þverfaglegu teymi. Við höfum barist fyrir því að fá nám okkar metið og fögnum áhuganum á því að standa vörð um að fagfólk sinni áfengissjúkum.Víðtæk og markviss fræðsla Það að segja að nám okkar sé í skötulíki og að ekkert sé að gerast finnst mér best lýsa þörfinni á að kynna þetta betur fyrir fólki hvað það er sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar gera í sínu starfi og til að geta kallað sig þeim starfstitli. Til er námsskrá sem samþykkt var árið 2006, á sama tíma og reglugerð um starf og starfsheiti, og hefur verið kennt samkvæmt henni síðan. Að sjálfsögðu má ræða það hvort hún sé nægilega góð eða hvort þurfi að endurskoða hlutina. Mjög víðtæk og markviss fræðsla í margs konar málefnum tengdum alkóhólistum, mannlegu eðli, lyfjafræði, viðtalatækni, siðfræði, kenningum í sálarfræði, áhugahvetjandi samtalstækni, hópvinnu og svona væri lengi hægt að telja upp. Okkar þekking er í stöðugu mati og endurmati og þrátt fyrir að hafa unnið í þessum geira í rúm níu ár, tekið formleg próf, fengið löggildingu frá landlækni og löngu orðin „útskrifuð“ þá vitum við að þegar unnið er með fólki þá er maður líklega seint fullnuma. Þess vegna er reglulega horft á okkur vinna, við gagnrýnd, studd og hjálpað til að geta verið sem færust í okkar starfi. Við sækjum okkur endurmenntun allt árið um kring innanlands og utan. Í okkar hópi er margra áratuga reynsla af þessari vinnu, þekking sem er uppfærð reglulega og viljum við svo sannarlega vanda til verka og höfum mikinn metnað í okkar starfi. Við erum ekki sálfræðingar, geðlæknar eða félagsráðgjafar og gefum okkur ekki út sem slíkir og vinnum ekki þeirra störf.Röng staðhæfing Að halda því fram að meðferðin okkar sé byggð á 12-spora vinnu áfengis- og vímuefnaráðgjafar og um sé að ræða fólk sem styðst eingöngu við persónulega reynslu er röng staðhæfing og umræða á villigötum. Rétt er það að mörg okkar höfum reynslu af þessum málefnum, enda er það mjög oft það sem kveikir áhuga margra á starfinu þó það sé ekki algilt. Því hryggir það mig að sjá umræðu sem gæti fælt fólk frá því að leita sér aðstoðar. Og að tjá sig um þess konar mál sem eiga heima hjá landlækni í fjölmiðlum og mála upp svarta mynd af starfseminni og sjúklingunum sem hingað leita með einhliða alhæfingum og á ómálefnalegan hátt er í besta falli óheppilegt fyrir þá aðila sem hafa komið eða þurfa að koma og leita sér aðstoðar án þess að gert sé lítið úr þeim málum sem upp geta komið. Öll mál sem koma upp á heilbrigðisstofnunum fara í ákveðna verkferla, hægt er að tilkynna, láta rannsaka og fá upplýsingar um hvernig best er að snúa sér í þeim málum og hvet ég þá sem telja sig eiga erindi í slíka vinnu að gera það. Gagnrýni er af hinu góða, ef fólk þekkir efnistökin vel og er að rýna til gagns. Ágiskanir, ályktanir og umræða byggð á vanþekkingu á málefninu er ekki neinum til góðs.
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun