Réttar upplýsingar fást hjá réttum aðilum Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í tilefni umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um mál menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hlutverk þeirra í meðferð þá langar mig að leggja orð í belg. Umræðan hefur verið einhliða frá félagi sem berst fyrir málefnum kvenna með áfengis- og fíknvanda, málefni sem mér finnst þarft og alltaf pláss að ræða hvernig hægt er að bæta hag alkóhólista og hvað má gera betur. Það sem mér þykir undarlegt er að þær sem harðast gagnrýna og hafa skoðanir á þessum málum virðast ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel og geta sér til um og álykta og hafa ekki haft samband til að fá að vita hvernig málum er háttað. Ég gleðst yfir áhuga á málaflokknum, harma aðferðirnar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru ný fagstétt í raun og veru, fengu löggildingu, viðurkenningu og skilgreiningu á starfinu og hvað þyrfti til að geta kallað sig þessum starfstitli 2006 þótt árum saman hafi áfengisráðgjafar verið til og starfað í þverfaglegu teymi. Við höfum barist fyrir því að fá nám okkar metið og fögnum áhuganum á því að standa vörð um að fagfólk sinni áfengissjúkum.Víðtæk og markviss fræðsla Það að segja að nám okkar sé í skötulíki og að ekkert sé að gerast finnst mér best lýsa þörfinni á að kynna þetta betur fyrir fólki hvað það er sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar gera í sínu starfi og til að geta kallað sig þeim starfstitli. Til er námsskrá sem samþykkt var árið 2006, á sama tíma og reglugerð um starf og starfsheiti, og hefur verið kennt samkvæmt henni síðan. Að sjálfsögðu má ræða það hvort hún sé nægilega góð eða hvort þurfi að endurskoða hlutina. Mjög víðtæk og markviss fræðsla í margs konar málefnum tengdum alkóhólistum, mannlegu eðli, lyfjafræði, viðtalatækni, siðfræði, kenningum í sálarfræði, áhugahvetjandi samtalstækni, hópvinnu og svona væri lengi hægt að telja upp. Okkar þekking er í stöðugu mati og endurmati og þrátt fyrir að hafa unnið í þessum geira í rúm níu ár, tekið formleg próf, fengið löggildingu frá landlækni og löngu orðin „útskrifuð“ þá vitum við að þegar unnið er með fólki þá er maður líklega seint fullnuma. Þess vegna er reglulega horft á okkur vinna, við gagnrýnd, studd og hjálpað til að geta verið sem færust í okkar starfi. Við sækjum okkur endurmenntun allt árið um kring innanlands og utan. Í okkar hópi er margra áratuga reynsla af þessari vinnu, þekking sem er uppfærð reglulega og viljum við svo sannarlega vanda til verka og höfum mikinn metnað í okkar starfi. Við erum ekki sálfræðingar, geðlæknar eða félagsráðgjafar og gefum okkur ekki út sem slíkir og vinnum ekki þeirra störf.Röng staðhæfing Að halda því fram að meðferðin okkar sé byggð á 12-spora vinnu áfengis- og vímuefnaráðgjafar og um sé að ræða fólk sem styðst eingöngu við persónulega reynslu er röng staðhæfing og umræða á villigötum. Rétt er það að mörg okkar höfum reynslu af þessum málefnum, enda er það mjög oft það sem kveikir áhuga margra á starfinu þó það sé ekki algilt. Því hryggir það mig að sjá umræðu sem gæti fælt fólk frá því að leita sér aðstoðar. Og að tjá sig um þess konar mál sem eiga heima hjá landlækni í fjölmiðlum og mála upp svarta mynd af starfseminni og sjúklingunum sem hingað leita með einhliða alhæfingum og á ómálefnalegan hátt er í besta falli óheppilegt fyrir þá aðila sem hafa komið eða þurfa að koma og leita sér aðstoðar án þess að gert sé lítið úr þeim málum sem upp geta komið. Öll mál sem koma upp á heilbrigðisstofnunum fara í ákveðna verkferla, hægt er að tilkynna, láta rannsaka og fá upplýsingar um hvernig best er að snúa sér í þeim málum og hvet ég þá sem telja sig eiga erindi í slíka vinnu að gera það. Gagnrýni er af hinu góða, ef fólk þekkir efnistökin vel og er að rýna til gagns. Ágiskanir, ályktanir og umræða byggð á vanþekkingu á málefninu er ekki neinum til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um mál menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hlutverk þeirra í meðferð þá langar mig að leggja orð í belg. Umræðan hefur verið einhliða frá félagi sem berst fyrir málefnum kvenna með áfengis- og fíknvanda, málefni sem mér finnst þarft og alltaf pláss að ræða hvernig hægt er að bæta hag alkóhólista og hvað má gera betur. Það sem mér þykir undarlegt er að þær sem harðast gagnrýna og hafa skoðanir á þessum málum virðast ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel og geta sér til um og álykta og hafa ekki haft samband til að fá að vita hvernig málum er háttað. Ég gleðst yfir áhuga á málaflokknum, harma aðferðirnar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru ný fagstétt í raun og veru, fengu löggildingu, viðurkenningu og skilgreiningu á starfinu og hvað þyrfti til að geta kallað sig þessum starfstitli 2006 þótt árum saman hafi áfengisráðgjafar verið til og starfað í þverfaglegu teymi. Við höfum barist fyrir því að fá nám okkar metið og fögnum áhuganum á því að standa vörð um að fagfólk sinni áfengissjúkum.Víðtæk og markviss fræðsla Það að segja að nám okkar sé í skötulíki og að ekkert sé að gerast finnst mér best lýsa þörfinni á að kynna þetta betur fyrir fólki hvað það er sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar gera í sínu starfi og til að geta kallað sig þeim starfstitli. Til er námsskrá sem samþykkt var árið 2006, á sama tíma og reglugerð um starf og starfsheiti, og hefur verið kennt samkvæmt henni síðan. Að sjálfsögðu má ræða það hvort hún sé nægilega góð eða hvort þurfi að endurskoða hlutina. Mjög víðtæk og markviss fræðsla í margs konar málefnum tengdum alkóhólistum, mannlegu eðli, lyfjafræði, viðtalatækni, siðfræði, kenningum í sálarfræði, áhugahvetjandi samtalstækni, hópvinnu og svona væri lengi hægt að telja upp. Okkar þekking er í stöðugu mati og endurmati og þrátt fyrir að hafa unnið í þessum geira í rúm níu ár, tekið formleg próf, fengið löggildingu frá landlækni og löngu orðin „útskrifuð“ þá vitum við að þegar unnið er með fólki þá er maður líklega seint fullnuma. Þess vegna er reglulega horft á okkur vinna, við gagnrýnd, studd og hjálpað til að geta verið sem færust í okkar starfi. Við sækjum okkur endurmenntun allt árið um kring innanlands og utan. Í okkar hópi er margra áratuga reynsla af þessari vinnu, þekking sem er uppfærð reglulega og viljum við svo sannarlega vanda til verka og höfum mikinn metnað í okkar starfi. Við erum ekki sálfræðingar, geðlæknar eða félagsráðgjafar og gefum okkur ekki út sem slíkir og vinnum ekki þeirra störf.Röng staðhæfing Að halda því fram að meðferðin okkar sé byggð á 12-spora vinnu áfengis- og vímuefnaráðgjafar og um sé að ræða fólk sem styðst eingöngu við persónulega reynslu er röng staðhæfing og umræða á villigötum. Rétt er það að mörg okkar höfum reynslu af þessum málefnum, enda er það mjög oft það sem kveikir áhuga margra á starfinu þó það sé ekki algilt. Því hryggir það mig að sjá umræðu sem gæti fælt fólk frá því að leita sér aðstoðar. Og að tjá sig um þess konar mál sem eiga heima hjá landlækni í fjölmiðlum og mála upp svarta mynd af starfseminni og sjúklingunum sem hingað leita með einhliða alhæfingum og á ómálefnalegan hátt er í besta falli óheppilegt fyrir þá aðila sem hafa komið eða þurfa að koma og leita sér aðstoðar án þess að gert sé lítið úr þeim málum sem upp geta komið. Öll mál sem koma upp á heilbrigðisstofnunum fara í ákveðna verkferla, hægt er að tilkynna, láta rannsaka og fá upplýsingar um hvernig best er að snúa sér í þeim málum og hvet ég þá sem telja sig eiga erindi í slíka vinnu að gera það. Gagnrýni er af hinu góða, ef fólk þekkir efnistökin vel og er að rýna til gagns. Ágiskanir, ályktanir og umræða byggð á vanþekkingu á málefninu er ekki neinum til góðs.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun