Réttar upplýsingar fást hjá réttum aðilum Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í tilefni umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um mál menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hlutverk þeirra í meðferð þá langar mig að leggja orð í belg. Umræðan hefur verið einhliða frá félagi sem berst fyrir málefnum kvenna með áfengis- og fíknvanda, málefni sem mér finnst þarft og alltaf pláss að ræða hvernig hægt er að bæta hag alkóhólista og hvað má gera betur. Það sem mér þykir undarlegt er að þær sem harðast gagnrýna og hafa skoðanir á þessum málum virðast ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel og geta sér til um og álykta og hafa ekki haft samband til að fá að vita hvernig málum er háttað. Ég gleðst yfir áhuga á málaflokknum, harma aðferðirnar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru ný fagstétt í raun og veru, fengu löggildingu, viðurkenningu og skilgreiningu á starfinu og hvað þyrfti til að geta kallað sig þessum starfstitli 2006 þótt árum saman hafi áfengisráðgjafar verið til og starfað í þverfaglegu teymi. Við höfum barist fyrir því að fá nám okkar metið og fögnum áhuganum á því að standa vörð um að fagfólk sinni áfengissjúkum.Víðtæk og markviss fræðsla Það að segja að nám okkar sé í skötulíki og að ekkert sé að gerast finnst mér best lýsa þörfinni á að kynna þetta betur fyrir fólki hvað það er sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar gera í sínu starfi og til að geta kallað sig þeim starfstitli. Til er námsskrá sem samþykkt var árið 2006, á sama tíma og reglugerð um starf og starfsheiti, og hefur verið kennt samkvæmt henni síðan. Að sjálfsögðu má ræða það hvort hún sé nægilega góð eða hvort þurfi að endurskoða hlutina. Mjög víðtæk og markviss fræðsla í margs konar málefnum tengdum alkóhólistum, mannlegu eðli, lyfjafræði, viðtalatækni, siðfræði, kenningum í sálarfræði, áhugahvetjandi samtalstækni, hópvinnu og svona væri lengi hægt að telja upp. Okkar þekking er í stöðugu mati og endurmati og þrátt fyrir að hafa unnið í þessum geira í rúm níu ár, tekið formleg próf, fengið löggildingu frá landlækni og löngu orðin „útskrifuð“ þá vitum við að þegar unnið er með fólki þá er maður líklega seint fullnuma. Þess vegna er reglulega horft á okkur vinna, við gagnrýnd, studd og hjálpað til að geta verið sem færust í okkar starfi. Við sækjum okkur endurmenntun allt árið um kring innanlands og utan. Í okkar hópi er margra áratuga reynsla af þessari vinnu, þekking sem er uppfærð reglulega og viljum við svo sannarlega vanda til verka og höfum mikinn metnað í okkar starfi. Við erum ekki sálfræðingar, geðlæknar eða félagsráðgjafar og gefum okkur ekki út sem slíkir og vinnum ekki þeirra störf.Röng staðhæfing Að halda því fram að meðferðin okkar sé byggð á 12-spora vinnu áfengis- og vímuefnaráðgjafar og um sé að ræða fólk sem styðst eingöngu við persónulega reynslu er röng staðhæfing og umræða á villigötum. Rétt er það að mörg okkar höfum reynslu af þessum málefnum, enda er það mjög oft það sem kveikir áhuga margra á starfinu þó það sé ekki algilt. Því hryggir það mig að sjá umræðu sem gæti fælt fólk frá því að leita sér aðstoðar. Og að tjá sig um þess konar mál sem eiga heima hjá landlækni í fjölmiðlum og mála upp svarta mynd af starfseminni og sjúklingunum sem hingað leita með einhliða alhæfingum og á ómálefnalegan hátt er í besta falli óheppilegt fyrir þá aðila sem hafa komið eða þurfa að koma og leita sér aðstoðar án þess að gert sé lítið úr þeim málum sem upp geta komið. Öll mál sem koma upp á heilbrigðisstofnunum fara í ákveðna verkferla, hægt er að tilkynna, láta rannsaka og fá upplýsingar um hvernig best er að snúa sér í þeim málum og hvet ég þá sem telja sig eiga erindi í slíka vinnu að gera það. Gagnrýni er af hinu góða, ef fólk þekkir efnistökin vel og er að rýna til gagns. Ágiskanir, ályktanir og umræða byggð á vanþekkingu á málefninu er ekki neinum til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um mál menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hlutverk þeirra í meðferð þá langar mig að leggja orð í belg. Umræðan hefur verið einhliða frá félagi sem berst fyrir málefnum kvenna með áfengis- og fíknvanda, málefni sem mér finnst þarft og alltaf pláss að ræða hvernig hægt er að bæta hag alkóhólista og hvað má gera betur. Það sem mér þykir undarlegt er að þær sem harðast gagnrýna og hafa skoðanir á þessum málum virðast ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel og geta sér til um og álykta og hafa ekki haft samband til að fá að vita hvernig málum er háttað. Ég gleðst yfir áhuga á málaflokknum, harma aðferðirnar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru ný fagstétt í raun og veru, fengu löggildingu, viðurkenningu og skilgreiningu á starfinu og hvað þyrfti til að geta kallað sig þessum starfstitli 2006 þótt árum saman hafi áfengisráðgjafar verið til og starfað í þverfaglegu teymi. Við höfum barist fyrir því að fá nám okkar metið og fögnum áhuganum á því að standa vörð um að fagfólk sinni áfengissjúkum.Víðtæk og markviss fræðsla Það að segja að nám okkar sé í skötulíki og að ekkert sé að gerast finnst mér best lýsa þörfinni á að kynna þetta betur fyrir fólki hvað það er sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar gera í sínu starfi og til að geta kallað sig þeim starfstitli. Til er námsskrá sem samþykkt var árið 2006, á sama tíma og reglugerð um starf og starfsheiti, og hefur verið kennt samkvæmt henni síðan. Að sjálfsögðu má ræða það hvort hún sé nægilega góð eða hvort þurfi að endurskoða hlutina. Mjög víðtæk og markviss fræðsla í margs konar málefnum tengdum alkóhólistum, mannlegu eðli, lyfjafræði, viðtalatækni, siðfræði, kenningum í sálarfræði, áhugahvetjandi samtalstækni, hópvinnu og svona væri lengi hægt að telja upp. Okkar þekking er í stöðugu mati og endurmati og þrátt fyrir að hafa unnið í þessum geira í rúm níu ár, tekið formleg próf, fengið löggildingu frá landlækni og löngu orðin „útskrifuð“ þá vitum við að þegar unnið er með fólki þá er maður líklega seint fullnuma. Þess vegna er reglulega horft á okkur vinna, við gagnrýnd, studd og hjálpað til að geta verið sem færust í okkar starfi. Við sækjum okkur endurmenntun allt árið um kring innanlands og utan. Í okkar hópi er margra áratuga reynsla af þessari vinnu, þekking sem er uppfærð reglulega og viljum við svo sannarlega vanda til verka og höfum mikinn metnað í okkar starfi. Við erum ekki sálfræðingar, geðlæknar eða félagsráðgjafar og gefum okkur ekki út sem slíkir og vinnum ekki þeirra störf.Röng staðhæfing Að halda því fram að meðferðin okkar sé byggð á 12-spora vinnu áfengis- og vímuefnaráðgjafar og um sé að ræða fólk sem styðst eingöngu við persónulega reynslu er röng staðhæfing og umræða á villigötum. Rétt er það að mörg okkar höfum reynslu af þessum málefnum, enda er það mjög oft það sem kveikir áhuga margra á starfinu þó það sé ekki algilt. Því hryggir það mig að sjá umræðu sem gæti fælt fólk frá því að leita sér aðstoðar. Og að tjá sig um þess konar mál sem eiga heima hjá landlækni í fjölmiðlum og mála upp svarta mynd af starfseminni og sjúklingunum sem hingað leita með einhliða alhæfingum og á ómálefnalegan hátt er í besta falli óheppilegt fyrir þá aðila sem hafa komið eða þurfa að koma og leita sér aðstoðar án þess að gert sé lítið úr þeim málum sem upp geta komið. Öll mál sem koma upp á heilbrigðisstofnunum fara í ákveðna verkferla, hægt er að tilkynna, láta rannsaka og fá upplýsingar um hvernig best er að snúa sér í þeim málum og hvet ég þá sem telja sig eiga erindi í slíka vinnu að gera það. Gagnrýni er af hinu góða, ef fólk þekkir efnistökin vel og er að rýna til gagns. Ágiskanir, ályktanir og umræða byggð á vanþekkingu á málefninu er ekki neinum til góðs.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar